Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2013, Side 56
Ekkert saurlífi í Póllandi! Hasarmyndin Svartur á leik n Ekki þótti hið íslenska umslag kvikmyndarinnar Svartur á leik nægilega söluvænt fyrir erlendan markað, en á meðfylgjandi mynd má sjá umslagið á DVD-myndinni sem kvikmyndafyrirtækið Lions- gate hefur gefið út. Á íslenska um- slaginu sjást þeir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þorvaldur Davíð Krist- jánsson með drungalega hauskúpu í bakgrunni en á hinu erlenda umslagi ákváðu menn að leggja eilítið meiri áherslu á hasarinn. Á því sést Þorvaldur vígalegur – og reyndar mjög myndbreyttur – á svip, haldandi á tveimur skamm- byssum, skjótandi af áfergju. Myndin hefur verið sýnd víða við ágætisund- irtektir, meðal annars í Póllandi, Danmörku, Hollandi, Bretlandi, Taívan, Svíþjóð, Þýskalandi og Banda- ríkjunum. Ómar á Hvelli n Ómar Ragnarson og eiginkona hans Helga Jóhannsdóttir voru á meðal gesta er heimildamyndin Hvellur var frumsýnd á miðviku- daginn. Myndin fjallar um víð- frægan atburð í Íslandssögunni en í Laxárdeilunni svokölluðu tók hópur bænda sig saman og sprengdi upp stíflu í Laxá við Mý- vatn. Þetta var í lok sumars árið 1970 og alls lýstu 113 sig ábyrga fyrir sprengingunni, en enginn var sakfelldur fyrir verknaðinn. Ómar var ánægður með myndina en á Facebook- síðu sinni greinir hann frá því að myndin sé bæði „þörf og góð“. Predikar í detox-meðferð n Gunnar Þorsteinsson sem áður var kenndur við Krossinn hefur lungann úr janúarmánuði verið í ströngu afeitrunarprógrammi í Póllandi. Þar var hann ásamt eiginkonunni Jónínu Benedikts- dóttur og hópi annarra. Gunnar predikað meðal annars á heilsu- hótelinu í Póllandi og uppfærði reglulega stöðu sína á Facebook, í miðri detox-meðferðinni. Sam- kvæmt meðferð Jónínu fasta menn yfir langt skeið í því skyni að losna við eiturefni úr líkamanum. Þess skal getið að lækn- isfræðilega hefur ekki verið sýnt fram á árang- ur svokallaðra detox-með- ferða. Þ etta byrjaði sem lítil hugmynd í kollinum á mér og er orðið 75 mínútna verk í dag, segir leikarinn og leikstjórinn Ingi Hrafn Hilmarsson en hann stendur á bak við nýtt íslenskt leikverk sem ber heitið Tamam Shud og er nú sýnt í Leikhúsinu Kópavogi. Ingi kemur að uppsetningu verksins úr ýmsum áttum en hann skrifaði handritið í samvinnu með Áslaugu Torfadóttur og Tryggva Rafnssyni. Þá hefur hann haldið utan um leikstjórnina ásamt Bjartmari Þórðarsyni. „Það er æðislegt að sjá svona litla hugmynd verða að veruleika á sviði,“ segir Ingi sem er að vonum ánægð- ur með útkomuna, en uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa. Ingi hefur fjármagnað leigu á húsnæði og leigu á tækjum með launum sem hann fær fyrir dagvinnu sína á leik- skóla. „Ég ákvað bara að taka séns- inn og stökkva út í djúpu laugina.“ „Við erum öll í vinnu með þessu og höfum bara mætt upp í leikhús eftir vinnu og verið þar að leika og æfa fram eftir kvöldi.“ Öll þessi vinna virðist hafa borgað sig því nú þegar er orðið uppselt á næstu sýningar, nú um helgina. Ingi Hrafn segist vona að hægt verði að halda auka- sýningar en það eigi eftir að koma í ljós. Ingi segir ekkert nafn komið á leikhópinn en telur líklegt að það komi fyrr en seinna. „Þetta er klár- lega flottur hópur og við vinnum öll mjög vel saman.“ Verkið er byggt á sönnum atburði sem átti sér stað í suðurhluta Ástralíu árið 1948 þegar lík af óþekktum karlmanni fannst liggjandi á Somerton-strönd. n jonbjarki@dv.is „Ákvað að taka sénsinn“ n Ungur leikari hefur fjármagnað leiksýningu með leikskólalaunum Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 25.–27. JanúaR 2013 10. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Á sviði Ingi Hrafn Hilmarsson leikur í nýju íslensku verki sem ber heitið Tamam Shud og dregur að sér áhorfendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.