Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 3
87
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
breytinga sem hafa ekki áhrif á
hæfni einstaklinganna. Munurinn
á milli tveggja einstaklinga sömu
tegundar kann að virðast smávægi-
legur, en með hliðsjón af óralengd
jarðsögunnar, ár fram af ári, árþús-
und fram af árþúsundi, er augljóst
hvernig þróunin hefur mótað hinar
fjölbreytilegustu lífverur sem finnast
á jörðinni. Í hverri kynslóð breytist
samsetning arfgerða og svipgerða
í stofnum lífvera. Þeir þróast sífellt
og það á jafnt við um bakteríur sem
valda sýkingum, þorska í hafinu og
birkiplöntur á Skeiðarársandi.
Hér á landi var haldið upp á hið
tvöfalda afmæli með málþingi á
afmælisdegi Darwins sjálfs, þann
12. febrúar, og síðan fyrirlestraröð
sem hófst nú á haustmánuðum.
Í samstarfi við Samlíf – Samtök
líffræðikennara, Hið íslenska nátt-
úrufræðifélag og Hið íslenska bók-
menntafélag var efnt til ritgerðasam-
keppni meðal framhaldsskólanema
undir fyrirsögninni „Darwin og
áhrif þróunarkenningar hans á vís-
indi og samfélög“ – í tengslum við
málþingið í febrúar – og voru veitt
verðlaun fyrir þrjár bestu ritgerð-
irnar. Kári Gautason, nemandi við
Menntaskólann á Akureyri, vann
fyrstu verðlaun og tveir nemar
frá Menntaskólanum að Laugar-
vatni, Sævar Ingi Sigurjónsson og
Silja Elvarsdóttir, hlutu önnur og
þriðju verðlaun. Það er sérstaklega
ánægjulegt að ritstjórn Náttúrufræð-
ingsins skuli sjá sér fært að birta
ritgerð Kára. Hún er skemmtilega
yfirgripsmikil og skrifuð af þrótti.
Vonandi verður hún hvatning fyrir
Kára og annað ungt og pennafært
fólk með ástríðu og tilfinningu fyrir
vísindum.
Nú í ár er minnst merkra tímamóta
í sögu líffræðinnar víða um heim.
Tvær aldir eru liðnar frá fæðingu
Charles Darwin (1809–1882) og
24. nóvember verða 150 ár liðin
frá útgáfu tímamótarits hans Upp-
runa tegundanna. Hugmyndin um
þróun vegna náttúrulegs vals var
fyrst kynnt árið 1858, þegar grein-
ar Alfreds Wallace (1823–1913) og
Darwins voru lesnar á fundi Linné-
félagsins í London. Þróunarkenn-
ingin hlaut þó fyrst hljómgrunn þeg-
ar Uppruni tegundanna kom út, enda
var þar á ferðinni skýr og vel rök-
studdur texti. Í bókinni dró Darwin
saman athuganir sínar og þekkingu
af mörgum sviðum líffræði og jarð-
fræði og setti fram heilsteypta sýn
á þróun lífvera. Kenning Darwins
er reist á tveimur meginstoðum; að
allar lífverur hafi aðgreinst hver frá
annarri í tímans rás og að lífverur
hafi aðlagast umhverfi sínu vegna
náttúrulegs vals. Náttúrulegt val
verður vegna þess að einstakling-
ar í stofni tegunda eru breytilegir,
sá breytileiki er að einhverju leyti
arfbundinn, þ.e. afkvæmi líkjast for-
eldrum sínum, og breytileikinn leið-
ir af sér mismunandi frjósemi eða
lífslíkur einstaklinganna. Af þessu
þrennu leiðir að ákveðnar gerðir
verða algengari en aðrar og tegundir
breytast. Darwin og Wallace gerðu
sér grein fyrir því að lífverur þurfa
að berjast fyrir lífinu, fleiri einstak-
lingar fæðast en geta mögulega lifað
af og af því leiðir að þær gerðir sem
eru hæfari við tilteknar umhverfis-
aðstæður lifa frekar af en vanhæfari
gerðir. Kynslóð fram af kynslóð
mun samsetning stofnsins breytast,
algerlega náttúrlega vegna valsins
og einnig vegna tilviljunarkenndra
Lokahnykkur Darwin-daganna
2009 er fyrirlestraröð um þróun
lífsins sem hófst þann 29. ágúst
og stendur til 12. desember. Fyrst
ræddi Montgomery Slatkin um
erfðamengi Neanderdalsmannsins.
Næst héldu Peter og Rosemary
Grant erindi um finkur Darwins
og rannsóknir þeirra á vistfræði
og þróun finkustofna á Galapagos-
eyjaklasanum. Rannsóknir þeirra
spanna rúmlega 30 ára tímabil og
hafa þau orðið vitni að miklum
breytingum á lögun nefja finkanna,
sem er til marks um breytingar í
fæðuframboði. Tveir aðrir erlendir
gestir munu halda erindi, Joe Cain
um kenningu Darwins 31. október
og Linda Partridge um tengsl öldr-
unar og þróunar 28. nóvember. Að
auki verða sjö erindi á íslensku, sem
fjalla m.a. um uppruna lífs, stein-
gervingasöguna, þróun vegna fisk-
veiða og ráðgátuna um kynæxlun.
Við viljum vekja sérstaka athygli á
erindi Hrefnu Sigurjónsdóttur og
Sigurðar S. Snorrasonar þann 7.
nóvember um þróun atferlis. Það
erindi er einnig hluti af líffræðiráð-
stefnunni 2009, sem fram fer 6. og 7.
nóvember. Mörg erindi á þeirri ráð-
stefnu gætu verið áhugaverð fyrir
lesendur Náttúrufræðingsins. Nán-
ari upplýsingar um fyrirlestraröð-
ina má finna á vefslóðinni darwin.
hi.is og um líffræðiráðstefnuna á
biologia.hi.is.
Aðstandendur Darwin-daga 2009
Arnar Pálsson
Hafdís Hanna Ægisdóttir
Snæbjörn Pálsson
Steindór J. Erlingsson
Bjarni Kristófer Kristjánsson
Dagar Darwins, aldir
og árþúsundir
78 3-4 LOKA.indd 87 11/3/09 8:32:36 AM