Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 5
89 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufræðingurinn 78 (3–4), bls. 89–106, 2009 Ritrýnd grein Steinasöfn Jónasar Hallgrímssonar Sveinn P. Jakobsson Inngangur Jónas Hallgrímsson (1807–1845) nátt- úrufræðingur og skáld lét eftir sig tvö steinasöfn. Í Geologisk Museum í Kaupmannahöfn eru 308 sýni sem rekja má til Jónasar. Í Menntaskóla- num í Reykjavík voru 16 sýni sem eru með vissu frá honum komin; þau eru nú varðveitt hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands. Þessum steinasýnum safnaði Jónas á rann- sóknarferðum sínum um landið 1837 og 1839–1842, að hluta til í félagi við Japetus Steenstrup nátt- úrufræðing. Orðið steinn er hér not- að sem samheiti yfir berg og steindir, en auk þess eru í fyrrnefndum söfnum örfá sýni af surtarbrandi. Frumgögn er varða rannsóknir Jónasar gaf Matthías Þórðarson út,1 en Haukur Hannesson, Páll Vals- son og Sveinn Yngvi Egilsson gáfu þessi frumgögn út að nýju og til viðbótar nokkur óprentuð bréf Jón- asar, ýmis önnur skjöl og flestallar teikningar og skissur er höfðu fylgt dagbókum og minnisgreinum.2 1. mynd. Jónas Hallgrímsson. Eftir steinprenti sem gert var eftir teikningu Helga Sigurðssonar.3 Myndin er varðveitt hjá Þjóðminjasafni Íslands. 78 3-4 LOKA.indd 89 11/3/09 8:32:39 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.