Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 11
95 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags henni talin alls 2.392 sýni. Hún hefur verið færð inn í sérstaka færslubók, og er ekki að sjá að við skrána hafi verið bætt eftir að Þorvaldur vann að henni.a Þar eru 748 sýni merkt Jónasi Hallgrímssyni og 408 merkt Japetusi Steenstrup, alls 1.156 sýni. Þessi steinasöfn urðu hluti af vísindasafni stofnunarinnar, þeim hluta er nú nefnist Regional samling. Þess er getið fremst í færslubókinni að íslensku steinasöfnin hafi verið grisjuð verulega 1910. Þá hefur tæpum helmingi steinasafns Jón- asar og Steenstrups því miður verið fleygt, ennfremur öllu steinasafni E. Roberts úr Gaimard-leiðöngrunum 1835 og 1836, 254 steinasýnum, og til að mynda steinasýnum frá J. C. Schythe og Sartorius von Walters- hausen.17 Kunnugt er að Magnús Grímsson, síðar prestur að Mosfelli neðan heið- ar, sendi steinasafn til Kaupmanna- hafnar, líklega 1849.26,32 Magnús sendi safnið til Japetusar Steenst- rup og bað hann að yfirfara grein- ingu á sýnunum. Meginhluti þessa safns, 150 sýni, hefur síðar verið sameinaður íslenska steinasafninu; Þorvaldur Thoroddsen hefur talið það vera frá Jónasi Hallgrímssyni komið og skráð það undir nafni hans í færslubókinni. Steinasýnin frá Magnúsi eru hins vegar auðþekkt og merkimiðarnir greinilega með annarri rithendi en Jónasar. Ekki eru vísbendingar um að sýni frá öðrum söfnurum hafi verið merkt Jónasi. Allt bendir því til þess að 598 sýni í færslubókinni séu frá Jónasi komin, 150 frá Magnúsi Grímssyni og 408 frá Japetusi Steenstrup, sjá 1. töflu. Flestum sýnum sem merkt eru Steenstrup hefur hann safnað þegar Jónas var með í för, og um 35 þeirra hefur hann safnað einn á ferð, haustið 1839 og vorið 1840. Í steinasafni Jónasar og Steen- strups sem nú er í Geologisk Mu- seum hafa varðveist upprunaleg númer færslubókarinnar. Þar sést því hver hefur safnað sýnunum. Í steinasafninu eru nú 308 sýni frá Jónasi, 206 frá Steenstrup og 94 frá Magnúsi Grímssyni (1. tafla). Steina- sýnin eru flest óreglulega tilhöggvin og eru allt að 18 cm á breidd. Þetta steinasafn er enn í dag í Geologisk Museum skráð sem ‘J. Steenstrup og J. Hallgrimsen’s samling’ og er varðveitt sér. Bæði steinaskráin í færslubókinni og gamli listinn yfir steinasafnið í Geologisk Museum eru birt í heild sinni í Fjölriti Nátt- úrufræðistofnunar 53.17 Erfitt er að segja til um hve mikið steinasafn þeirra Jónasar, Steen- strups og Magnúsar hefur verið notað. Grisjunin 1910 bendir til þess að þá hafi safnið ekki lengur verið talið þýðingarmikið. Þó verður að telja líklegt að þeir sem lögðu í hina fjölmörgu jarðfræðileiðangra frá Danmörku til Íslands á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar hafi skoðað safnið áður en af stað var farið. Safnandi Fjöldi sýna 1878 Fjöldi sýna eftir 1910 Jónas Hallgrímsson 598 308 Japetus Steenstrup 408 206 Magnús Grímsson 150 94 Alls 1.156 608 1. tafla. Steinasafn Jónasar Hallgrímssonar, Japetusar Steenstrup og Magnúsar Grímssonar, Geologisk Museum, Kaupmannahöfn. Fjöldi sýna fyrir og eftir grisjun safnsins 1910. 2. tafla. Texti merkimiða við steinasafn Jónasar Hallgrímssonar í Geologisk Museum í Kaupmannahöfn, sýnishorn. Allir miðarnir eru taldir vera með rithendi Jónasar. Miðarnir eru sýndir 4. mynd. Texti er stafréttur en yfirstrikuðum númerum er sleppt. Tegundarheiti er haft innan hornklofa þegar Jónas getur þess ekki. Fundarárs sýnis er getið innan horn- klofa þar sem það vantar. Við hvert sýni er aftast getið skrásetningarnúmers í steinasafni Geologisk Museum. 1. [Prentmiði:] [Basalt.] Island Hrafntinnuhriggur nyere Klóftlava bedækkende Obsidianlaget. [Merkimiði:] fra Hrafntinnuhriggur, en Lavaklippe óverst oppe nordenfor Hrafntinnuskarð, umiddelbart oven- for et fast horizontalt Lag Obsidian af 1/4 Al. Mægtighed. [1839] 997. 2. [Gosaska.] Fra Törvegravene ved Illugastaðir, Fnjóskadalen. Et Lag 4 a 6 Tm. mægtigt ca. 3/4 Alen under den överste Torv (den underlig- gende Torv 3 a 4 Alen) (kaldes Almindelig "Sandfall"). [1839] 901. 3. [Basalt.] Garðahraun 24/6 41. JHlg. 296 A. 4. A1. Dolerit (nyere Klöftlava) "Kaldadal, Lángahrigg", tilhórende "Ok"-strómmene paa Grændsen af den sydóstl. Tuffformation. NB: Det lavkuplede men meget höitliggende "OK", = oksjökull, har frem- bragt en utrolig Mængde Dolerit og det endda rundkrateragtig, analog med den moderne Lava. [1841] 615. 5. Et halvforstenet (af Kiselvand indpregneret) Surturbrandslag i en Brungulagtig Tuffbreccie dækket af Basalter - en Dolerit-Kam kaldet "Kastali" strax søndenfor Norderaaen og lige ved Prestegaarden Stafholt. 28/7 41. J[Hlg.] Surturbr.laget gaar endog under Aaleiet i den dybe Dalbund. 1137. a Þessi færslubók virðist hafa glatast 1975 og hefur síðan verið notast við gallað ljósrit af henni. 78 3-4 LOKA.indd 95 11/3/09 8:32:46 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.