Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 12
Náttúrufræðingurinn
96
Merkimiðar steinasafnsins
Telja má víst að rithönd Jónasar sjálfs
sé á allflestum ef ekki öllum merki-
miðum steinasafns hans í Geologisk
Museum. Þær upplýsingar sem þar
er að finna eru því beint frá Jónasi
komnar. Megintexti merkimiðanna
er á dönsku, en staðarnöfn eru oft-
ast skrifuð að íslenskum hætti og
eru þau þá með Fjölnisstafsetningu,
sem fólst meðal annars í því að
nota ekki ypsilon. Þetta var ‘einka-
stafsetning’ Fjölnismanna sem þeir
aðhylltust á árunum 1836–1844.33
Danskar myndir eru stundum á
staðarnöfnum; Jónas skrifar þá til að
mynda Østerdalen eða Öxnadalen;
sýsluheiti eru nær alltaf með þeim
sérstaka hætti Jónasar upp á dönsku
að hann ritar til að mynda Øefjord-
Syssel og GuldbringeSyssel.
Texti merkimiðanna í Geologisk
Museum er misjafnlega ítarlegur. Á
12 miðum eru miklar upplýsingar
um staðhætti eða jarðlag sem sýnið
er tekið úr, og oftast fylgir dagsetn-
ing sýnatöku. Á 107 miðum eru góð-
ar upplýsingar um jarðmyndunina
þótt staðsetning sé yfirleitt stutt-
araleg. Helmingur þessara miða
hefur dagsetningu. Aðrir miðar veita
aðeins upplýsingar um staðsetningu
sýnisins, og í sumum tilvikum er
dagsetningar getið. Merkimiðarnir
bera með sér að upplýsingarnar eru
skráðar meðan á ferð stendur eða
fljótlega eftir það. Sýnishorn af hin-
um ýmsu gerðum merkimiðanna
eru á 4. mynd. Í 2. töflu er stafréttur
texti merkimiðanna sem sýndir eru í
4. mynd ásamt skýringum.
Fjölmörg jarðfræðiheiti eru skráð
á merkimiðum steinasafns Jónasar
og þeim merkimiðum Steenstrups
sem hann hefur fyllt út í för með
Jónasi. Þau er þó öll að finna í
dagbókum, minnisgreinum eða
bréfum Jónasar nema heitin (rituð
að íslenskum hætti): analsím, hvera-
leir og steinbrandur. Steindaheiti í
prentuðum ritum Jónasar1,2 eru alls
26 (rituð að íslenskum hætti): apó-
phyllít, ágít, brennisteinn, christianít
(= anorthít), epistilbít, feldspat, gifs,
heulandít, hvítkvars, jaspis, járn-
oxíð (= magnetít), kabasít, kalkspat,
kalsedon, kísilhrúður, kvars, labra-
dor, leucít, mesótýp (= þráðlaga
zeólít), óligóklas, ólivín (= peridót),
ópall, rýakólít (= sanidín), stilbít,
títanjárn (= ilmenít), zeólít. Þetta eru
flest þau steindaheiti sem fyrir koma
um þetta leyti í ritum jarðfræðinga
sem fjölluðu um Ísland.14,15,34,35 Þó
vantar þarna örfáar tegundir, til að
mynda analsím, en það kemur fyrir
á einum merkimiða í steinasafninu í
Kaupmannahöfn eins og að framan
greinir. Bergtegundaheiti í þessum
ritum Jónasar eru 18 en almenn jarð-
fræðiheiti 68. Ef frá er talið bergteg-
undarheitið trakýt, sem kemur fyrir
á sýnalista frá Vestmannaeyjum frá
júní 1837,1 virðast allar greiningar
réttar. Þetta eitt og sér sýnir að Jónas
hefur verið mjög vel að sér í fræð-
unum og afar glöggur að greina
steindir, berg og jarðmyndanir að
þeirra tíma hætti.
Jarðfræðiheitin ‘Vandlava’ og
‘Dyndlava’, það er vatnshraun og
leðjuhraun, koma fyrir á fjórum
merkimiðum steinasafnsins í Kaup-
mannahöfn (2. tafla). Hið fyrrnefnda
kemur einnig fyrir á einum miða í
safninu í Reykjavík þar sem Jónas
notar á íslensku orðið hellugrjót
fyrir ‘Vandlava’ (3. tafla) án þess
að skýra það nánar. Ennfremur er
þessi heiti að finna nokkuð víða
í dagbókum og bréfum Jónasar
frá árunum 1841–1842. Steenstrup
notar einnig þessi heiti í bréfum
til Jónasar, en án frekari skýringa.
Þau bergsýni í steinasöfnunum
tveimur sem merkt eru ‘Vandlava’
eða ‘Dyndlava’ eru ýmiss konar
basalt eða andesít sem eiga lítið
sem ekkert sameiginlegt. Skýringar
á þessum heitum er því að leita
í jarðlögunum eða uppbyggingu
fjallanna. Af dagbókarfærslum Jón-
asar 1842 sést að hann telur að heil
fjöll, einkum víða á svæðinu frá
Hornafirði til Eskifjarðar og einnig
til að mynda Hafnarfjall í Borgarfirði,
séu byggð upp af þessum hraun-
um með setlögum á milli. Jónas
virðist því hafa notað þessi heiti
um lagasyrpur frá fyrstu tveimur
jarðmyndunartímabilunum (sjá bls.
103–104) þar sem reglulega skipt-
ust á hraun og millilög af setbergi.
Þessi túlkun Jónasar og Steenstrups
var í samræmi við ríkjandi skoðun
á þeim tíma, þ.e. að elstu myndanir
landsins hefðu myndast við gos á
sléttum hafsbotni.10,11
STEINASAFNIÐ Í MENNTA-
SKÓLANUM Í REYKJAVÍK
Saga steinasafnsins
Árið 1971 fékk Náttúrufræðistofnun
Íslands til varðveislu 377 gömul
steinasýni frá Menntaskólanum í
Reykjavík.26,36 Í þessu steinasafni
eru 18 sýni sem telja má með vissu
að Jónas Hallgrímsson hafi safnað.
Ekki er útilokað að fleiri sýni séu
frá honum runnin, en úr því verð-
ur vart skorið héðan af. Þessum
sýnishornum var safnað á árun-
um 1839–1841. Steinasýnin eru flest
frekar óreglulega tilhöggvin og eru
allt að 10 cm á breidd. Augljóst er
að sýni hafa að einhverju marki
víxlast í öskjum. Steinasýni merkt
NI 5560 og 5561 eru þannig ekki á
réttum stað miðað við upplýsingar á
merkimiðunum. Þess ber að gæta að
sýnin hafa verið notuð til kennslu í
Menntaskólanum (Reykjavíkurskóla,
5. mynd) um langa hríð, hugsanlega
allt að því eina öld. Engin áhersla
hefur því verið lögð á að rannsaka
sýnin sjálf, enda hafa flest þeirra
lítið fræðilegt gildi nú. Merkimiðar
steinasýnanna segja hins vegar sína
sögu, einkum þeir sem Jónas hefur
sjálfur ritað.
Níu steinasýnum fylgja miðar
sem eru örugglega með rithendi
Jónasar, og þremur sýnum til við-
bótar fylgja miðar með hendi Jón-
asar án þess að sýnin séu merkt
honum. Fjögur steinasýni eru merkt
Jónasi þótt miðar séu líklega ekki
með hendi hans. Við þessa flokkun
merkimiðanna naut ég árið 1984
leiðsagnar Gríms M. Helgasonar
(heitins) bókavarðar. Nýlega fór svo
Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður
aftur yfir merkimiðana og staðfesti
fyrri flokkun. Skrá yfir þau sýni þar
sem telja má víst að merkimiðar
séu með hendi Jónasar, eða eru
merktir honum, er að finna í 3. töflu.
Tveimur tvítökum sýna er sleppt.
Þá 12 merkimiða steinasýnanna sem
78 3-4 LOKA.indd 96 11/3/09 8:32:46 AM