Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 13
97 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Jónas hefur skilið eftir sig í Reykjavík steinasafn og hugsanlega einnig safn annarra náttúrugripa þegar hann fór aftur til Kaupmanna- hafnar haustið 1842. Í Kaupmanna- höfn er Jónas áfram með hugann við náttúrugripasafn í Reykjavík. Í bréfi til Jóns Sigurðssonar forseta Bókmenntafélagsins 15. mars 1844 ræðir hann1 til að mynda um áhuga sinn á að komast að sem kennari við hinn væntanlega Reykjavíkur lærða skóla „og koma jafnframt á stofn náttúrusafni við skólann, sem enginn myndi eiga hægra með en ég“. Þessi vísir að íslensku nátt- úrugripasafni hefur líklega verið fluttur úr ‘svartholinu’ í Reykjavík- urskóla þegar hann var tekinn í notkun 1846 eða fljótlega eftir það.36 Skólaárið 1848–1849 er steinasafnið komið þar í notkun.38 Ekki kemur neins staðar fram hversu stórt þetta safn hefur upprunalega verið, en ekki er ólíklegt að það hafi verið allmiklu stærra en það sem nú er varðveitt. Þorvaldur Thoroddsen jarðfræð- ingur kenndi við Menntaskólann í Reykjavík á árunum 1885–1895. Honum var umhugað um að koma náttúrugripasafni skólans í við- unandi horf.39 Árið 1887 útvegaði Þorvaldur safninu fjárstyrk, og á árunum 1888–1891 gekk hann end- anlega frá safninu. Þorvaldur segir að þetta hafi verið „hið fyrsta nátt- úrugripasafn á Íslandi, sem hægt var að sýna og nota“. Matthías Þórðarson segir í ævisögu Jónasar:4 „Af hinu upphaflega safni Jónasar eru enn [þ.e. 1936] til í skólasafn- inu allmörg sýnishorn af íslenzk- um bergtegundum o.fl. frá ferðum hans á árunum 1839–41, og fylgja enn miðar hans með þeim, með greinargerð um tegund og hvar og hve nær hann hafi tekið hvert sýnishorn.“ Um 1950 vissu sumir nemendur Menntaskólans um þetta steinasafn Jónasar Hallgrímssonar, en þá var það ekki notað við jarð- fræðikennsluna. Þetta steinasafn Jónasar hefur verið kjarni kennslusafns Mennta- skólans í Reykjavík, og það hefur líklega verið notað ásamt öðrum sýnum við kennslu um áratugi. Það er meira um vert að kennslusafnið var í raun fyrsti vísir að íslensku náttúrugripasafni sem hægt var að sýna í Reykjavík, þótt safn Hins íslenska náttúrufræðifélags hafi fljótlega tekið við þessu hlut- verki.36,40 Merkimiðar steinasafnsins í Reykjavík Megintexti merkimiða í steinasafni Menntaskólans í Reykjavík frá 1839– 1840 er á íslensku (3. tafla, 6. mynd) nema í tveimur tilvikum. Það er því sennilegt að steinasýnin hafi sérstak- lega verið tekin með það í huga að þeim yrði komið fyrir í Reykjavík. Á merkimiðunum er Fjölnisstafsetning líkt og á þeim merkimiðum steina- safnsins í Kaupmannahöfn sem eru með staðarnöfn á íslensku. Jarð- fræðilegar upplýsingar eru að jafn- aði meiri en á merkimiðum safnsins í Kaupmannahöfn. Ástæða er til að vekja athygli á fremur óvenjulegri, en einlægri, athugasemd á bakhlið miða nr. 9 (3. tafla). Jarðfræðiheiti eru mun færri en á merkimiðum safnsins í Kaup- mannahöfn, enda eru miðarnir mun færri. Flest heitin koma einnig fyrir í dagbókum, minnisgreinum eða bréfum Jónasar sem prentuð voru á árunum 1929–1937.1,2 Örfá þeirra eru með hendi Jónasar er að finna á 6. mynd. Í ritum Jónasar Hallgrímssonar eru upplýsingar um tilurð steina- safns Menntaskólans í Reykjavík. Þar sem þessi saga hefur nýlega verið rifjuð upp36 skal hér aðeins stiklað á stóru. Í bréfi til Finns Magnússonar leyndarskjalavarðar 29. sept. 1839 ræðir Jónas1 hvort sér „muni heppnast … að koma fótum undir ‘íslenzkt steinasafn’ …, annað hvort við skólann [þ.e. Reykjavík- urskóla] eða stiftsbókhlöðuna, því þetta álít ég áríðandi bæði fyrir landið og vísindin“. Haustið 1841 hafa þessar hugmyndir Jónasar breyst, og nú er hann að hugsa um náttúrugripasafn með hvoru tveggja, steinum og dýrum. Í bréfi til J. Steen- strups 4. okt. 1841 segir hann að „Den islandske Naturalie-samling er nu i dens betydningsfulde Fød- sel. – Naturforskeren [þ.e. Jónas] er indrømmet det gamle, nedlagte Fangehul ‘Svartholið’, med nogle Hylder og Borde, for at vise, hvad han kan opstille.“ Í umsókn til rentu- kammers (fjármálaráðuneytisins í Kaupmannahöfn) 5. nóv. 1841 talar Jónas um „at begrunde et islandsk Museum, zoologisk og mineralogisk, hvortil mig foreløbig er indrømmet et lidet lokale, indtil Skolen i sin Tid muligvis vilde overtage Sam- lingen“. 5. mynd. Reykjavík 1846. Reykjavíkurskóli (Menntaskólinn í Reykjavík) er stóra tvílyfta byggingin til hægri við dómkirkjuna, en ‘svartholið’ (núverandi Stjórnarráðshús) sést vinstra megin. Eftir teikningu L. A. Winstrups arkitekts.37 78 3-4 LOKA.indd 97 11/3/09 8:32:48 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.