Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 19
103 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þorvaldur Thoroddsen segir nokkuð frá tilurð þessa ritverks og byggir þar einkum á óbirtum skjölum Steenstrups í Kaupmanna- höfn.12 Fyrirmyndin var hið mikla ritverk Pauls Gaimard um Ísland og Grænland, Voyage en Islande et au Groënland, exécuté pendant les Années 1835 et 1836. Jarðfræðikort af Íslandi mun hafa átt að fylgja þessu ritverki um Ísland.1n Ekki hafa varðveist nein drög að þessu korti, og er óvíst að þeir Steenst- rup hafi nokkurn tíma byrjað á því. Ákveðið var að Steenstrup yrði aðal- höfundur ‘Islands Naturforhold’, en auk Jónasar átti Salomon Drejer grasafræðingur að koma að því. Drejer lést 1842, en Steenstrup og Jónas unnu að ritinu þegar Jónas var í Sorø 1843–1844. Þorvaldur Thoroddsen segir að af þessu verki lifi aðeins ósamstæð brot sem ekki hafi verið unnt að birta.12 Í skjalasafni Zoologisk Museum í Kaupmannahöfn er í skjalapakka merktum Japetusi Steenstrup (T82a) að finna handritsdrög með titli þeim sem sjá má á 7. mynd. Þessi drög að jarðsögu og umfjöllun um jarðmyndanir landsins eru 75 skrif- aðar blaðsíður, líklega með hendi Steenstrups. Sex síður eru að mestu um Færeyjar. Þótt þetta handrit sé kallað skýrsla til rentukammers er líklegt að hér sé komið fyrrnefnt rit, enda er titillinn hinn sami. Í skjalasafni Geologisk Museum er ennfremur handrit sem virðist vera tengt þessu ritverki þeirra Steen- strups og Jónasar. Það ber titilinn Bemærkninger og Notitzer med hen- syn til Islands naturhistoriske Forhold meddelt af Lector Steenstrup. Það er átta síður og er líklega með hendi Steenstrups, en á spássíum eru allmargar athugasemdir frá Jónasi, merktar „J. Hgr.“ Það er ljóst að það hefði verið mikill fengur að þessu ritverki. En við lát Jónasar í maí 1845 og vistaskipti Steenstrups í embætti háskólaprófessors í dýra- fræði í byrjun árs 1846 var útséð um að verkinu yrði lokið. Jónas og Japetus Steenstrup Japetus Steenstrup (1813–1897) var vinur Jónasar Hallgrímssonar og helsti samstarfsmaður. Þeir Steen- strup hófu báðir nám við Hafnar- háskóla árið 1832, Steenstrup í læknisfræði6 en Jónas í lögfræði. Það er athyglisvert að þeir sneru sér báðir að námi í náttúrufræði á svo til sama tíma, eða um 1835–1836. Þeir virðast hafa aflað sér svipaðrar háskólamenntunar í náttúrufræðum, en auk þess hlaut Steenstrup sérstök verðlaun Danska vísindafélagsins 1837 fyrir ritgerð um danskar mýrar og gullpening Hafnarháskóla 1841 fyrir ritgerð um dýrafræðilegt efni.6 Hér er ástæða til að benda á að Steenstrup var talinn hæfur til að taka við stöðu prófessors í dýrafræði við Hafnarháskóla í lok árs 1845. Af þessu má ráða að Jónas hafi verið afar vel menntaður í náttúrufræðum á þeirra tíma mælikvarða þar sem þeir Steenstrup hafa hlotið svipaða menntun við háskólann. Steenstrup var ráðinn til Íslands- farar ásamt J. C. Schythe eins og áður segir, og dvaldist hann á Íslandi frá júlí 1839 til loka september 1840. Ferðin mun hafa haft mikla þýð- ingu fyrir Steenstrup sem vísinda- mann.6 Ferð Steenstrups og Jónasar um Vesturland sumarið 1840 hefur einnig haft mikið að segja fyrir Jónas. Þótt Jónas hafi átt að heita aðstoð- armaður Steenstrups hafa þarna farið saman tveir jafnvígir og mjög hæfir vísindamenn, en skapferli þeirra var að vísu ólíkt og Jónas orðinn heilsuveill þegar hér var komið sögu.13,16 Steenstrup var lektor í steinafræði og dýrafræði við Latínuskólann í Sorø 1841–1845. Jónas var í Sorø 1843–1844 í boði Steenstrups, og mun það hafa verið einn besti tíminn í lífi hans.16 Steenstrup fékkst í fyrstu töluvert við jarðfræðirannsóknir en sneri sér síðan að dýrafræði, einkum eftir að hann varð prófessor við Hafnarháskóla. Hann hefur verið talinn einn af merkustu dýrafræð- ingum Dana fyrr og síðar. Steenstrup náði ekki að vinna úr jarðfræðigögnum þeim sem hann safnaði í Íslandsferðinni. Þorvaldur Thoroddsen gerir töluvert úr rann- sóknum hans og niðurstöðum.10,12 Þannig eignar hann Steenstrup til að mynda að öllu leyti þær hugmynd- ir um jarðfræðilega uppbyggingu landsins sem víða koma fram í ritum og skjölum þeirra Jónasar. Það kemur einnig fram í bréfi Jónasar til Steenstrups 18. ágúst 1841 að þetta eru hugmyndir Steenstrups. Þar segir Jónas: „Her vil jeg ogsaa sige dig …, at dine Anskuelser af Islands geol. Forhold uden al Tvivl er, i sin Helhed, de eneste rigtige, og at jeg med fuldkommen Overbevisning har for længe siden tiltraadt dem, og bliver ved at bygge derpaa.“1 Þessar hugmyndir um hina jarð- fræðilegu uppbyggingu hafa verið nokkuð á reiki hjá þeim félögum. En upp úr 1841 virðast þeir sammála um að á landinu hafi verið þrjú myndunarskeið hrauna,1o „trende Lavaperioder“: 1) „den ældre Kløft- lava (Trap)“, það er hraun sem kom- ið hafi úr sprungum á hafsbotni; 2) „den yngre Kløftlava (Dolerit)“, yngri hraun mynduð við sprungugos; 3) „den Moderne Lava“, hraun sem runnið hafi á yfirborði lands eftir að 8. mynd. Japetus Steenstrup á yngri árum. Eftir olíumálverki í einkaeigu í Danmörku.5 78 3-4 LOKA.indd 103 11/3/09 8:32:52 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.