Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 20
Náttúrufræðingurinn
104
það hafði mótast töluvert; svonefnt
‘Vegetationslag (Surtarbrandsforma-
tionen)’, það er fornt gróðurlag, nú
orðið að surtarbrandi, telja þeir vera
um allt land og liggja á milli tveggja
elstu hraunamyndananna (ældre og
yngre Kløftlava).
Ekki verður efast um að Steen-
strup hafi skýrt stóru drættina í
jarðfræðilegri uppbyggingu lands-
ins. Hann ætti þess vegna að teljast
meðal helstu jarðfræðinga er komu
til Íslands á 19. öld og rannsökuðu
jarðmyndanir landsins þótt engar
athuganir hans hafi birst á prenti.
En eins og einnig kemur fram í fyrr-
nefndu bréfi, þá var Jónas að bæta við
og fullkomna þessa mynd, aðallega
með því 1) að gera ráð fyrir myndun
túffs á öllum þremur myndunar-
skeiðum jarðlaga, 2) að hafna þeirri
kenningu Krug von Nidda að forn
sandsteinn sé undir trapplögunum
og 3) að hrekja þær einkennilegu
hugmyndir Krug von Nidda14 og
Roberts15 að surtarbrandurinn sé
myndaður úr fornum rekaviði. En
auk þessa var framlag Jónasar veru-
legt í fjölmörgum öðrum greinum
jarðfræðinnar eins og áður hefur
verið drepið á. Það virðist því sem
Þorvaldur Thoroddsen hafi stund-
um gert of mikið úr hlut Steenstrups
á kostnað Jónasar.10,12
Johannes Steenstrup, sonur
Japetusar Steenstrup, segir í grein
frá æskuárum föður síns og byggir
þar á ýmsum óbirtum gögnum.6
Þar er vikið að Jónasi Hallgríms-
syni og sagt að þeir Steenstrup og
Jónas hafi verið vinir þótt Steenstrup
hafi harmað atorkuleysi Jónasar
og þann ágalla hans að geta ekki
staðist freistingar. Þrátt fyrir þetta
kemur víða fram í heimildum að
Japetus Steenstrup hafði mikið álit
á Jónasi. Til marks um það má rifja
upp frásögn Stefáns Stefánssonar
skólameistara frá fyrirlestri Steen-
strups við lok starfsferils hans sem
prófessors,50 en þar hafði Steenstrup
nefnt „den berømte islandske Digter,
og den skarpsindige, geniale Natur-
forsker Jónas Hallgrímsson“.
Arfleifð Jónasar
Þeir sem ritað hafa um jarðfræði-
rannsóknir Jónasar Hallgrímssonar
hafa yfirleitt ekki gert mikið úr áhrif-
um hans (og Steenstrups) á seinni
tíma menn,10,11,13,46 líklega einkum
vegna þess hversu lítið birtist á
prenti eftir Jónas og hversu skammt
þessi vísindagrein var komin á öðr-
um fjórðungi 19. aldar. Þó hefur
verið bent á að hann hafi lagt drög
að mörgu því sem Þorvaldur Thor-
oddsen átti eftir að gera.11 Og nánari
athugun sýnir að áhrif Jónasar hafa
í raun verið meiri en í fyrstu virðist.
Að framan var getið um þrí-
skiptingu Steenstrups og Jónasar á
jarðmyndunum landsins. Þetta er
í grundvallaratriðum sama skipt-
ing og Þorvaldur Thoroddsen51,52
lýsir í ritum sínum rúmlega 60
árum seinna. Þar nefnir Þorvaldur
þessar myndanir 1) hraun frá tertíer;
2) grágrýtismyndun; 3) hraun frá
nútíma. Þar sem Þorvaldur var vel
kunnugur óbirtum handritum og
skjölum Steenstrups og Jónasar er
líklegt að niðurstöður þeirra hafi
auðveldað honum eftirleikinn þótt
Þorvaldur vitni ekki beinlínis til
þeirra í þessu samhengi.
Þegar helstu ritadrög Jónasar (sjá
bls. 102–103) eru skoðuð með hlið-
sjón af ritum Þorvalds Thoroddsen
kemur í ljós að fjögur af sex helstu
ritum Þorvalds eru um sama efni og
rit Jónasar (4. tafla), og tvö ritanna
bera sama eða svo til sama titil. Hér
er um að ræða svo mikla samsvörun
í efnistökum að líklega er sanngjarnt
að segja að Jónas hafi varðað veginn
fyrir Þorvald Thoroddsen. Þorvald-
ur kom síðan flestu því í verk sem
Jónas hafði lagt drög að. Það skal
tekið fram að með þessum saman-
burði er ekki verið að gera lítið úr
framlagi Þorvalds Thoroddsen, sem
Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur
nefndi „stórvirki“.56
Þorvaldur Thoroddsen gaf í fyrir-
lestri sem hann hélt um Jónas Hall-
grímsson á minningarsamkomu
Íslendinga í Kaupmannahöfn 16.
nóvember 1907 góða og alhliða lýs-
ingu á honum. Þar segir að Jónas
hafi verið „náttúrufræðingur með
miklum hæfilegleikum, skarpvitri
athugunargáfu og ágætri dóm-
greind“.13
Samantekt
Jónas Hallgrímsson lét eftir sig tvö
steinasöfn. Í Geologisk Museum í
Kaupmannahöfn eru 308 sýni sem
rekja má til Jónasar. Í Menntaskóla-
num í Reykjavík voru 16 sýni sem
örugglega eru frá honum kom-
in; þau eru nú varðveitt hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands. Þessum
steinasýnum safnaði Jónas á rann-
sóknarferðum sínum um landið
1837 og 1839–1842.
Jónas stundaði nám í jarðfræði
og dýrafræði við Hafnarháskóla á
árunum 1833–1838. Hann virðist
hafa tekið þau próf og fengið þau
vottorð sem í boði voru við há-
skólann á þessum tíma. Ljóst er að
Jónas hefur verið mjög vel mennt-
aður náttúrufræðingur á þeirra tíma
mælikvarða.
Jónas lagði grunn að rannsóknum
sínum með ferðunum um Ísland
1837 og 1839–1842. Hann kannaði
Jónas Hallgrímsson Þorvaldur Thoroddsen
Lýsing Íslands (Rit JH IV, 221–302) Lýsing Íslands I–II (1908–1922)53
Eldfjallasagan (Rit JH IV, 68–190) Die Geschichte … (1925)54
Um landskjálfta á Íslandi
(Rit JH IV, 190–200)
Landskjálftar á Íslandi
(1899–1905)55
Náttúra Íslands (Rit JH II, 197) Island, Grundriss … (1905–1906)52
4. tafla. Helstu ritverk og áformuð verk Jónasar borin saman við nokkur helstu ritverk
Þorvalds Thoroddsen. Um rit Þorvalds er vitnað til heimildaskrár.
78 3-4 LOKA.indd 104 11/3/09 8:32:52 AM