Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 23
107 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Ólafur Arnalds og Hlynur Óskarsson Inngangur Mold er mikilvægur hluti náttúrunn- ar, eins konar miðill á krossgötum fjögurra heima: bergs, lofts, lífríkis og vatns. Hún er meginhlekkur í hringrás orku, vatns og næringar- efna á yfirborði jarðar. Jarðvegur er undirstaða landbúnaðar og því hefur hann verið kortlagður í flestum ríkj- um heims; sums staðar oftsinnis og nákvæmlega, sérstaklega í Evrópu og Bandaríkjunum. Jarðvegsfræði sem vísindagrein þróaðist seint á Íslandi og því hafa rannsóknir og kortlagning á jarðvegi ekki fylgt eftir þekkingaröflun á mörgum öðrum sviðum náttúrufræða hérlendis. Þó er sérstaða íslensks jarðvegs mikil á alþjóðavísu og moldin verðugt rannsóknarefni. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins (Rala) lagði áherslu á að auka jarðvegsrannsóknir og gera yfirlits- kort af jarðvegi landsins í kring- um aldamótin síðustu. Árið 1998 birtist fyrsta útgáfa af núverandi jarðvegskorti Rala (nú Landbún- aðarháskóli Íslands, LbhÍ). Það var m.a. unnið að áeggjan erlendra aðila, þ. á m. Jarðvegsstofnunar Evrópu (European Soil Bureau), þar eð upp- lýsingar um jarðveg á Íslandi skorti tilfinnanlega. Kortið byggist á nýrri flokkun jarðvegs sem skýrð er nánar í greininni. Því er fyrst og fremst ætlað að gefa heildaryfirlit yfir jarð- veg landsins, en er ekki hugsað til notkunar í nákvæmum mælikvarða. Endurskoðuð útgáfa var birt á net- inu árið 2001. Jarðvegskortinu og þeirri flokkun sem það byggist á hafa ekki verið gerð tilhlýðileg skil, enda þótt það sé aðgengilegt öllum1 og notað í margvíslegum tilgangi. Mold – jarðvegur Latneska orðið yfir jarðveg er sol, dregið af solum (jörð). Heiti jarðvegs- flokka eru gjarnan með endingunni sol, sbr. Andosol og Podsol. Annað og upprunalegra íslenskt heiti á jarð- vegi er mold, en hugtakið jarðvegur er líklega komið inn í íslensku fyrir einhvers konar misskilning sem þýðing á latnesku orði yfir plægt land.2 Þar mun síðari hluti orðs- ins jarðvegur vísa til plógfarsins. Hugtakið mold á sér djúpar rætur í tungumálinu og er t.d. notað í biblíunni í þeim skilningi sem oftar er notaður um jarðveg. Orðið mold er gamalt og þjált íslenskt orð og höfundar þessarar greinar nota það í merkingunni jarðvegur, og er það jafnframt gert hér. Hugtakið moldarefni er mikil- vægt við flokkun jarðvegs, því það tekur til hins virka hluta jarðvegs- ins, sem er skilgreindur sem korn < 2 mm í þvermál. Andosol – eldfjallajörð Jarðvegur sem myndast á eldfjalla- svæðum er frábrugðinn öðrum jarð- vegi. Móðurbergið er fyrst og fremst gjóska sem veðrast allajafna hratt, sé raki til staðar. Veðrunareinkenni Íslenskt jarðvegskort Náttúrufræðingurinn 78 (3–4), bls. 107–121, 2009 Ritrýnd grein Íslenskur jarðvegur telst til eldfjallajarðar (Andosol) að langmestum hluta, en eldfjallajörð er jarðvegur sem myndast á eldvirkum svæðum heimsins. Eldfjallajörð hefur afar sérstæða eiginleika sem greina hana frá öðrum jarðvegsgerðum. Á undanförnum árum hefur verð unnið að íslensku jarðvegskorti, sem nú þegar er notað í margvíslegum tilgangi. Í þessu skyni var þróuð einföld flokkun fyrir íslenskan jarðveg, sem m.a. bygg- ist á alþjóðlegum flokkunarkerfum en einnig grundvallarvinnu Björns Jóhannessonar og Þorsteins Guðmundssonar. Flokkunin gerir grein- armun á i) jarðvegi auðna (glerjörð sem skiptist í melajörð, malarjörð, sand- jörð og vikurjörð; ii) jarðvegi gróins lands með sortueiginleika (sortujörð, sem skiptist í brúnjörð, votjörð og svartjörð), iii) lífrænni mójörð og að síð- ustu iv) öðrum jarðvegi sem er margvíslegur að gerð. Í síðasta flokknum er bergjörð útbreiddust, en auk þess má nefna frerajörð sífrerasvæða og kalkjörð. Jarðvegskortið var unnið á grundvelli sniða og jarðvegssýna sem safnað hefur verið víða um landið. Kortið er á stafrænu formi og í mælikvarðanum 1:250 000. Það er notað í alþjóðlegum kortagrunnum og er m.a. hluti evrópska jarðvegskortsins. Margar íslenskar jarðvegsgerðir eru sérstæðar á heimsvísu og er áfok basískra gjóskuefna um landið allt ein meginástæða þess. Í svartjörð blandast t.d. saman áhrif eldfjallajarðar og mómýra heimskautasvæðanna. Þá er jarðvegur auðna á Íslandi sér- stakur, bæði sökum eiginleika og mikillar útbreiðslu. 78 3-4 LOKA.indd 107 11/3/09 8:32:53 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.