Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 26
Náttúrufræðingurinn 110 við leirinnihald). Íslenskar mýrar hafa afar breytilegt kolefnisinnihald, allt frá mjög litlu (>1%) til lífrænna mómýra (>25% C). Mýrahugtakið orkar því tvímælis við auðkenningu jarðvegs að mati höfunda þessarar greinar. Nýtt flokkunarkerfi Grunnur flokkunar Við þróun flokkunarkerfisins er reynt að meta áhrif umhverfisins á mótun jarðvegsins eins og þau endurspeglast í eiginleikum hans. Þá er það haft að leiðarljósi að jarð- vegsflokkar hafi einfalda skírskot- un til WRB-flokkunarinnar þannig að auðvelt sé að færa íslenskan jarðveg yfir í það kerfi, m.a. við gerð alþjóðlegra jarðvegskorta og gagnagrunna. Sú útgáfa WRB sem miðað var við er frá 2006.7 Flokkarnir eru niðurstaða nokk- urra ára þróunarvinnu. Mikil- vægur þáttur þeirrar vinnu var samræmd öflun upplýsinga um eðli jarðvegs víða á landinu. Gögn úr >80 sniðum með samtals >600 jarðvegslögum eru í gagnagrunni verkefnisins. Gerðar hafa verið margvíslegar mælingar á eðlis- og efnaeiginleikum hvers jarðvegs- lags sniðanna, m.a. sýrustigi, leirinnihaldi, jónrýmd, vatnseig- inleikum o.fl., en að auki fylgja ítarlegar sniðlýsingar í samræmi við rit Ólafs Arnalds og fleiri.15 Þá eru notaðar eldri rannsóknir27 og birt námsverkefni.t.d. 28,29,30 Að auki er til umfangsmikið gagnasett sem hefur verið aflað í tengslum við aðrar rannsóknir Rala og LbhÍ á jarðvegi í ýmsum rannsóknaverk- efnum, m.a. vegna kolefnisbinding- ar, flæðis gróðurhúsalofttegunda og umhverfismats á ýmsum stöðum. Mæld sýni af þessu tagi eru nú um 2000, en í þeim hefur einkum verið mælt kolefnisinnihald, sýrustig og oft vatnseiginleikar en stundum aðrir þættir, svo sem rúmþyngd. Þessi gögn hafa verið notuð við mótun jarðvegsflokkanna. Einnig er litið til staðfærslu Þorsteins Guð- mundssonar á eldri útgáfu flokk- unar FAO frá 1988.25 Við starfið var einnig leitað til Nýja-Sjálands en Alan Hewitt, höfundur nýsjálensku flokkunarinnar,31,32 veitti góð ráð. Nafngiftir Ákveðið var að nota jörð í endingu jarðvegsflokka, sbr. eldri merkingu þess orðs (mold), eins og Þorsteinn Guðmundsson hafði áður gert; einnig að við nafngiftir yrði leitast við að nota orð sem lýsa eiginleikum jarðvegsins sjálfs, svo sem lit eða jarðvatnsstöðu, en reynt að forðast lýsingar á yfirborði eða gróðurfari í hugtökum um mold. Þó verður að segjast að mörg orð hafa öðlast traustan sess, svo sem heitið móa- jarðvegur, en þau eru aðeins notuð hér þegar rætt er almennt um mold en ekki þegar vísað er til heitis á jarðvegsflokki sem endar á -jörð, sbr. heitið brúnjörð. Við höfum haldið nöfnum flokka opnum sem lengst og reynt ýmsar nafngiftir en forð- ast að gefa þeim endanleg nöfn. Þessi aðferð getur vitaskuld leitt til misskilnings, þegar jarðvegsflokkar hljóta mismunandi heiti á þróunar- stigi, en það er von okkar að hún leiði að lokum til betri nafngifta en ella. Ensk heiti fylgja íslensku jarð- vegsflokkunum til þess að auð- velda alþjóðleg samskipti, enda var jarðvegskortið að hluta til unnið í samstarfi við erlenda aðila og fyrir fjölþjóðlega kortagrunna. Lögð er áhersla á að sá jarðvegur sem telst til eldfjallajarðar beri heitið „Andosol“ í enskri nafngift, en ekki í þeirri íslensku. Dæmi um það er brúnjörð, sem nefnist „Brown Andosol“ í enskri útgáfu kerfisins. Skáletruð heiti íslenskra jarðvegsgerða í þess- ari grein eru skilgreindar tegundir 2. mynd. Áhrif umhverfis- og jarðvegsþátta á eiginleika jarðvegs. Þessi áhrif eru notuð við flokkun jarðvegsins. Áfok og vatnsstaða (umhverfisþættir, til vinstri) hafa áhrif á leirmyndun annars vegar og uppsöfnun lífrænna efna (jarðvegsþættir) hins vegar, en allir þessir þættir hafa ráðandi áhrif á flesta af mikilvægustu eiginleikum jarðvegsins (jarðvegseiginleikar, til hægri). – Schematic drawing showing the dominant influence of eolian input and drainage (environmental factors) on dominant soil constituents (soil factors), which are clay and organic matter content. These constituents control impor- tant soil properties (on the right). Eolian input (and tephra deposition) and drainage are factors used to define the soil classes of the soil map. 78 3-4 LOKA.indd 110 11/3/09 8:32:53 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.