Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 27
111 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags jarðvegs, t.d. brúnjörð, en heiti eins og móajarðvegur eða mýrajarðveg- ur eru samheiti. Jarðvegsmyndun: grundvöllur flokkanna Mikill munur er á umhverfi jarð- vegsmyndunar á auðnum annars vegar og undir gróðurlendi hins vegar. Moldin verður því afar mis- munandi og því er aðgreining slíkra jarðvegsgerða sjálfsögð, eins og Björn Jóhannesson gerði.19,20 Jarð- veginum er síðan skipt í marga undirflokka, sem mótaðir eru af mismunandi umhverfisaðstæðum sem hafa áhrif á jarðvegsmyndun. Áfok og grunnvatnsstaða eru ráð- andi þættir við mótun jarðvegs á Íslandi og þar með þróun jarðvegs- eiginleika (2. mynd). Áfok Áfok er mjög mikið á Íslandi og það veldur því að íslenskur jarðvegur telst nær allur til eldfjallajarðar, jafn- vel fjarri auðnum og gosbeltunum. Þess má geta að jarðvegur í Færeyj- um, þar sem berggrunni og loftslagi svipar til aðstæðna á Íslandi, telst ekki til eldfjallajarðar, enda vantar gjóskuna og áfokið. Áfokið á Íslandi leggst sem eins konar slikja yfir allt landið. Það kemur einkum frá sandauðnum en einnig frá svæð- um þar sem þroskaður jarðvegur fýkur. Gervihnattamyndir sýna að í stormum getur áfok borist fleiri hundruð kílómetra á haf út.33 Einnig þykknar jarðvegur við gjóskufall, en eiginleg jarðvegsmyndun á þó einvörðungu við um þau ferli sem eiga sér stað ofan í moldinni. Áfokið og gjóskan er að mestu basísk eða andesít gosefni, sem veðrast fremur auðveldlega við veðrun á áfokinu og gjóskunni, sem aftur stuðlar að uppsöfnun lífrænna efna og öðrum jarðvegsmyndandi ferlum. Magn áfoksins og það hve ört það berst hefur áhrif á umhverfi jarðvegs- myndunarinnar og þá sérstaklega myndun leirsteinda í jarðveginum (allófan, ímógólít og ferrihýdrít) og uppsöfnun lífrænna efna. Þessir jarð- vegsþættir, leir og lífræn efni hafa ráðandi áhrif á eiginleika jarðvegs- ins. Þar sem áfok er mikið safnast minna af leir í jarðveginn (minni tími til myndunar) og lífræna innihaldið verður minna. Sé áfokið hlutfallslega lítið, eins og á við fjarri gosbeltum, gefst meiri friður til leirmyndunar, sérstaklega í þurrlendi, en sýrustig votlendis getur aftur á móti orðið of lágt til myndunar leirsteinda.15 Mikið áfok gjóskuefna er fátítt í heiminum og gefur það íslensk- um jarðvegi töluverða sérstöðu á heimsvísu. Á Íslandi eru ennfremur stærstu sandauðnir heimsins þar sem sandefnin eru fyrst og fremst basísk gosefni.34 Grunnvatnsstaða Grunnvatnsstaða ræður miklu um hlutþrýsting súrefnis í jarðvegi- num og þar með oxunar- og afox- unarferli í honum sem og rotnun og uppsöfnun lífrænna efna. Áfok og grunnvatnsstaða spila saman og þar sem áfokið er mikið er það ráðandi, jafnvel í votlendi. Minna af lífrænum efnum safnast fyrir í mýrlendi við gosbeltið (t.d. á Suður- landsundirlendinu), en jarðvegur er lífrænastur í votlendi fjærst upp- sprettum áfoksefna (t.d. víða á Vestur- landi).15,20 Þar sem lítið leggst til af áfoki losnar minna af katjónum við efnaveðrun sem annars viðhalda sýrustigi jarðvegs og því getur sýru- stigið orðið lágt (jafnvel <4,5). Lágt sýrustig kemur í veg fyrir myndun allófans, en Al3+ sem losnar við efnaveðrun binst að hluta lífrænum efnasamböndum sem verða mjög stöðug í jarðveginum (málm-húmus knippi / lífrænar fjölliður).4 Því eru það nokkrir þættir sem stuðla að uppsöfnun lífrænna efna í íslensku votlendi: kuldi, súrefnisþurrð (sem dregur úr rotnun lífrænna efna) og myndun málm-húmus knippanna. Einnig bindur allófanleir lífræn efni í jarðvegi, og skýrir það m.a. hátt lífrænt innihald eldfjallajarðar almennt.3 3. mynd. Flokkunarkerfið í hnotskurn. Eldfjallajörð er skipt í (1) sortujörð (eldfjallajörð á grónu landi, „andic“ jarðvegur) og (2) glerjörð (jarðveg auðna). Báðum þessum flokkum er síðan skipt í marga undirflokka. Mójörð (3) er ekki skipt frekar niður í bili. Þá eru sýndir þrír undirflokkar annars jarðvegs (4). – Schematic drawing showing the classification for the soil map. Andosols are divided into (1) andic soils under vegetation, and (2) Vitrisols. These categories have several subclasses. Histosols (3) are not subdivided further on the map. Three subclasses are shown for other soils (4). 78 3-4 LOKA.indd 111 11/3/09 8:32:53 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.