Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 32
Náttúrufræðingurinn
116
Votjörð (Gleyic Andosol)
Í jarðvegi votlendis á eða við gos-
beltin, þar sem áfok er mikið, verð-
ur kolefnishlutfall mun lægra en í
jarðvegi sem ekki verður fyrir miklu
áfoki (8. mynd). Hlutfall lífræns kol-
efnis er tiltölulega lágt á íslenskan
mælikvarða (<12% C samkvæmt
skilgreiningu, en oft 1–3% á gosbelt-
unum). Jarðvegurinn getur verið
nokkuð leirríkur, sérstaklega þar
sem áfok er hlutfallslega lítið (sjá 4.
og 5. mynd). Líklega finnst jarðvegur
af þessu tagi ekki víða annars staðar
á jörðinni, sökum þess að áfok bas-
ískra gosefna eins og hér er ráðandi
er afar fágætt. Eitt einkenna þessa
jarðvegs er að járnútfellingar geta
verið áberandi, m.a. kringum loft-
rætur votlendisgróðurs (9. mynd).
Votjörð er áberandi á láglendi Suður-
lands og í jaðri gosbeltisins, t.d. á
Austurlandi.
Illa gekk að finna þessum jarð-
vegsflokki nafn á íslensku, en að
lokum var staðnæmst við heitið
votjörð og „Gleyic Andosol“ á
ensku. Orðið „gleyic“ er ættað úr
rússnesku og er notað í mörgum
kerfum um jarðveg sem er blaut-
ur og vatnsmettaður a.m.k. hluta
ársins. Þorsteinn Guðmundsson
notaði heitið gljáajörð um þennan
jarðveg.25 „Gley“ merkir í raun
for eða blaut drulla. Meðal eldri
nafna eru blautjörð á íslensku og
„Hydric Andosol“ á ensku, sem er
óheppilegt nafn því í sumum kerf-
um merkir „hydric“ fyrst og fremst
jarðveg sem getur haldið gríðarlega
miklu vatni. Því var horfið frá því
að tala um „Hydric Andosol“ en
„Gleyic“ notað í staðinn og votjörð
á íslensku.
Svartjörð (Histic Andosol)
Svartjörð er að finna fjarri gosbeltum
en þó er áfok nægjanlegt til þess að
moldin flokkast ekki sem eiginleg
mójörð (sjá hér að neðan). Miðað er
við efstu 30 cm jarðvegsins. Einnig
kann moldin að vera heldur þurr-
ari en dæmigerð mójörð þannig að
rotnun vegur upp á móti söfnun
8. mynd. Votjörð á Mýrum vestan Hornafjarðarfljóts. Moldin sýnir aug-
ljós merki útfellinga, en áfok frá söndum Suðurlands er það mikið að líf-
rænt innihald er ekki ýkja hátt. – Gleyic Andosol in South-East Iceland.
Rapid eolian deposition reduces the organic content of this wetland soil.
Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds.
7. mynd. Brúnjörð í Vopnafirði. Moldin er afar dæmigerð
brúnjörð; neðri lög eru þó í ætt við votjörð eins og algengt er
með brúnjörð, en efstu 30 cm jarðvegsins ráða flokkuninni.
Svört og ljós lög eru gjóskulög. – Typical Brown Andosol
from eastern Iceland. Dark and light colored layers are tephra
layers. Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds.
78 3-4 LOKA.indd 116 11/3/09 8:33:06 AM