Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 35
119
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Sandjörð (Arenic eða Sandy Vitrisol)
Sandjörð er glerjörð (Vitrisol) sem ein-
kennist af lítið veðruðum sandi (12.
mynd). „Arenic“ í alþjóðlega heitinu
er dregið af „arena“ á latínu, sem
merkir sandur og er notað í mörg-
um flokkunarkerfum um sendinn
jarðveg. Sandar Íslands eru nokkuð
sérstæðir á heimsvísu því þeir eru
myndaðir af basískum gosefnum en
slíkt er fátítt utan Íslands.34 Sökum
eðlis gjóskunnar eru þessir sandar
frábrugðnir öðrum söndum með
tilliti til jarðvegseiginleika, t.d. sam-
anborið við kvarssanda og kalk-
sanda. Gjóskan er virkt jarðvegsefni,
hefur jónrýmd og vatnsrýmd, sem
kvarssandur hefur ekki. Hins vegar
skortir hana lífræn efni og þar með
skortir einnig mikilvæg næringar-
efni fyrir gróður. Yfirleitt er lítið eitt
af allófan-leir í sandjörðinni.
Margir íslensku sandanna hafa
orðið til í miklum flóðum, m.a.
jökulhlaupum, og hafa því ein-
kenni malarjarðar með lagskipt-
ingu. Malarjörðin er að því leyti
frábrugðin sandjörðinni að mölin
er ráðandi kornastærð í malarjörð-
inni (>50% efni > 4 mm). Sand-
arnir hafa einnig orðið til við áfok
sands yfir annað land og gjósku-
fall. Sandurinn er afar misþykkur,
sérstaklega í hraunum, þar sem
sandurinn getur verið frá fáum
sentimetrum upp í marga metra
á þykkt á nokkurra ferkílómetra
svæði. Þetta veldur erfiðleikum
við flokkun hans samkvæmt WRB,
sem krefst lágmarksþykktar eld-
fjallajarðar (lágmark 30 cm; er þá
ýmist eldfjallajörð eða bergjörð) en
ekki samkvæmt Soil Taxonomy,
þar sem hann flokkast allur til eld-
fjallajarðar, óháð þykktinni.
Nokkur vandkvæði fylgja notkun
þessa heitis (sandjörð). Sandur vísar
til ákveðinnar tegundar yfirborðs
og einnig kornastærðar, en silt er þó
oft meginkornastærð í íslenskum
söndum,34 enda þótt það kunni að
hljóma einkennilega.
Vikurjörð (Pumice Vitrisol)
Hreinn vikur hefur sérstæða eigin-
leika, m.a. mikið holrými og eigin-
leika sem aðgreina vikur frá ann-
arri möl. Miðað er við að vikurinn
sé >2 mm og ráði í efstu 10 cm
jarðvegsins. Vikurjörð er algeng í
nágrenni Heklu, á Veiðivatnasvæð-
inu, við Öskju og aðrar virkar eld-
stöðvar.
(3) Mójörð (Histosol)
Mójörðin telst ekki til eldfjallajarðar
heldur er þetta lífræn mold, og að
hluta sömu ættar og mold sem
einkennir votlendar og kaldar
norðurslóðir svo sem í Rússlandi,
Fennóskandíu og Kanada. Þó eru
áhrif áfoks og þar með sortueig-
inleikar alltaf til staðar að einhverju
leyti og gerir það íslenska mójörð
sérstaka á heimsvísu. Lífrænu efn-
in eru misjafnlega mikið rotnuð,
m.a. eftir súrefnisþrýstingi vatns-
ins og meðalhita.
Mójörð hefur ekki mikla heildar-
útbreiðslu, en hana er helst að finna
á Vesturlandi, í dölum Vestfjarða
(13. mynd) og á Tröllaskaga. Hún
hefur lágt sýrustig og lítið af allóf-
ani (sjá 5. mynd). Líkt og svartjörð
getur mójörðin haldið gríðarlega
miklu vatni og miðlað til plantna
og hún hefur afar mikla jónrýmd,
sem lækkar þó ört með lækkandi
sýrustigi.
Mójörð hafði áður mun meiri
útbreiðslu á forsögulegum tíma,
því mjög lífræn lög finnast í víða
jarðvegi á nokkru dýpi. Sumt af
efniviði þessara mólaga hefur þó
myndast á þurrum hlýviðristímum,
13. mynd. Mójörð í Dýrafirði, hvert mólagið ofan á öðru. Þessi jarðvegur er
afar súr (pH < 4), enda fjarri virkum uppsprettum áfoks. – Histosol in
Dýrafjörður. The soil has many organic horizons, the pH is very low (< 4) and
there is much less influence from eolian deposition than in soils closer to
active eolian sediment sources. Ljósm./Photo: Ólafur Arnalds.
78 3-4 LOKA.indd 119 11/3/09 8:33:17 AM