Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 38
Náttúrufræðingurinn
122
Maurildi
Helgi Hallgrímsson
Maurildi er það kallað þegar sjór verður sjálflýsandi við áreiti, t.d. þegar
róið er á honum. Þetta er líklega fremur fágætt fyrirbæri hér um slóðir en
þykir þeim mun áhrifameira þegar menn verða vitni að því. Maurildi er
líka notað um sjálflýsandi bletti á fiski og jafnvel á öðrum sjávardýrum.
Orið er einnig til (staðbundið) í forminu maureldur og gamlar orðmyndir
mörueldr og maurueldr. Líkast til hefur það upphaflega verið mareldur,
því að mar er annað heiti á sjónum, algengt í skáldskap, og samstofna
latneska orðinu mare og samsvarandi orðum í rómönskum málum (sp.
mar, ít. mare, fr. mer) og þýska orðinu Meer. Á færeysku kallast þetta
fyrirbæri mureldur, á nýnorsku moreld, maureld, á sænsku mareld, á
forndönsku marild og nútímadönsku morild.1 Á ensku kallast það seafire
og á þýsku Meerleuchten.
Náttúrufræðingurinn 78 (3–4), bls. 122–124, 2009
féll í vatnið. Ljósbólur þessar
flutu sem snöggvast í vatninu,
áður en þær brustu. Ljóskúlur
þessar sáust einnig í fjörunni,
þar sem þær ultu niður í sjóinn.
Sennilega ber fremur að skoða
maurildi þetta sem loftsýn, fram
komna af fosfórljósi [31] en að
smádýr valdi því. Ef til vill hefur
endurskinið af hinu daufa dags-
ljósi átt nokkurn þátt í að skapa
þessa fögru sýn. Annars má geta
þess að loftið var mjög rafmagn-
að þetta kveld. Það er trú manna
að maurildi boði úrkomu og
þoku. Svo varð og um nokkurt
skeið eftir þetta.5
1. mynd. Noctiluca miliaris einnig nefnd
Noctiluca scintillans unica. Ljósm.: Maria
Antónia Sampayo.
Maurildi í sjó
Fornar íslenskar heimildir geta ekki
um maurildi, svo höfundi sé kunn-
ugt. Í Annálum 1400–1800 er aðeins
á tveim stöðum getið fyrirbæra sem
gætu flokkast þar undir. Árið 1712
er getið um ‚eldslit‘ í Seyðisfirði við
Ísafjarðardjúp „litlu fyrr en blóðs-
liturinn sást“.2 Árið 1749 „sást roði,
líkur regnbogalit“ á sjónum, bæði
sunnan og norðan lands.3 Eggert
Ólafsson tekur upp heimildina frá
1712 og ritar í því sambandi í Ferða-
bók sinni (1772 /1975):
Sjórinn var að morgni þessa dags
blóðrauður í fjörðum þessum,
en nóttina á undan hafði sjórinn
verið sem eldur tilsýndar, svo
að hér hefir verið um einhvers
konar fosfórlýsingu að ræða. Ekki
verður um það sagt hvort ein-
hvers konar sjávarskordýr eða
sjávarplöntur, t.d. Jungermannia-
tegundir, hafi valdið þessu.4
Elstu ótvíræðu lýsingu á maur-
ildi í íslenskum heimildum, sem
höfundi er kunnug, er að finna í
Ferðabók Sveins Pálssonar (1945), í
dagbók hans frá 22. sept. 1791 en
þar segir:
Þegar ég á áttunda tímanum um
kveldið fór aftur til Viðeyjar í
sótþoku og súld, logaði allur
sjórinn í maurildi eða marildi
(ignis formicarum s. marinus),
bæði í öldukömbunum, þegar
þeir brotnuðu, og á árunum og í
áraförunum. Maurildið var
óvenjulega fagurhvítt á lit, og af
hverjum regndropa skapaðist
lýsandi bóla, um leið og hann
78 3-4 LOKA.indd 122 11/3/09 8:33:17 AM