Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 38
Náttúrufræðingurinn 122 Maurildi Helgi Hallgrímsson Maurildi er það kallað þegar sjór verður sjálflýsandi við áreiti, t.d. þegar róið er á honum. Þetta er líklega fremur fágætt fyrirbæri hér um slóðir en þykir þeim mun áhrifameira þegar menn verða vitni að því. Maurildi er líka notað um sjálflýsandi bletti á fiski og jafnvel á öðrum sjávardýrum. Orið er einnig til (staðbundið) í forminu maureldur og gamlar orðmyndir mörueldr og maurueldr. Líkast til hefur það upphaflega verið mareldur, því að mar er annað heiti á sjónum, algengt í skáldskap, og samstofna latneska orðinu mare og samsvarandi orðum í rómönskum málum (sp. mar, ít. mare, fr. mer) og þýska orðinu Meer. Á færeysku kallast þetta fyrirbæri mureldur, á nýnorsku moreld, maureld, á sænsku mareld, á forndönsku marild og nútímadönsku morild.1 Á ensku kallast það seafire og á þýsku Meerleuchten. Náttúrufræðingurinn 78 (3–4), bls. 122–124, 2009 féll í vatnið. Ljósbólur þessar flutu sem snöggvast í vatninu, áður en þær brustu. Ljóskúlur þessar sáust einnig í fjörunni, þar sem þær ultu niður í sjóinn. Sennilega ber fremur að skoða maurildi þetta sem loftsýn, fram komna af fosfórljósi [31] en að smádýr valdi því. Ef til vill hefur endurskinið af hinu daufa dags- ljósi átt nokkurn þátt í að skapa þessa fögru sýn. Annars má geta þess að loftið var mjög rafmagn- að þetta kveld. Það er trú manna að maurildi boði úrkomu og þoku. Svo varð og um nokkurt skeið eftir þetta.5 1. mynd. Noctiluca miliaris einnig nefnd Noctiluca scintillans unica. Ljósm.: Maria Antónia Sampayo. Maurildi í sjó Fornar íslenskar heimildir geta ekki um maurildi, svo höfundi sé kunn- ugt. Í Annálum 1400–1800 er aðeins á tveim stöðum getið fyrirbæra sem gætu flokkast þar undir. Árið 1712 er getið um ‚eldslit‘ í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp „litlu fyrr en blóðs- liturinn sást“.2 Árið 1749 „sást roði, líkur regnbogalit“ á sjónum, bæði sunnan og norðan lands.3 Eggert Ólafsson tekur upp heimildina frá 1712 og ritar í því sambandi í Ferða- bók sinni (1772 /1975): Sjórinn var að morgni þessa dags blóðrauður í fjörðum þessum, en nóttina á undan hafði sjórinn verið sem eldur tilsýndar, svo að hér hefir verið um einhvers konar fosfórlýsingu að ræða. Ekki verður um það sagt hvort ein- hvers konar sjávarskordýr eða sjávarplöntur, t.d. Jungermannia- tegundir, hafi valdið þessu.4 Elstu ótvíræðu lýsingu á maur- ildi í íslenskum heimildum, sem höfundi er kunnug, er að finna í Ferðabók Sveins Pálssonar (1945), í dagbók hans frá 22. sept. 1791 en þar segir: Þegar ég á áttunda tímanum um kveldið fór aftur til Viðeyjar í sótþoku og súld, logaði allur sjórinn í maurildi eða marildi (ignis formicarum s. marinus), bæði í öldukömbunum, þegar þeir brotnuðu, og á árunum og í áraförunum. Maurildið var óvenjulega fagurhvítt á lit, og af hverjum regndropa skapaðist lýsandi bóla, um leið og hann 78 3-4 LOKA.indd 122 11/3/09 8:33:17 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.