Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 40
Náttúrufræðingurinn 124 sín með maurildinu svo þau lýstu í myrkri og urðu draugaleg. Það gildir jafnt um maurildi í sjó og á fiski, að menn verða mun sjaldnar varir við það eftir að hætt var að nota róðrarbáta og raflýsa báta og fiskhús. Margar tegundir djúpfiska hafa fasta, lýsandi bletti og sama á við um ýmsar tegundir annarra fylkinga í sjónum. Um þessi ljósfæri fiskanna segir m.a. í bókinni Íslenskir fiskar: Greint er á milli þess ljóss sem fiskurinn sjálfur framleiðir, og þess sem orsakast af bakteríum í ljóskirtlum fiskanna. Ljósfærin eru mismunandi að gerð og útliti. Þau einföldustu eru líkt og lítill, litlaus blettur, en önnur eru flók- in líffæri með bakspegil og linsu, til að magna ljósstyrkinn. Sum ljósfæri eru með nokkurs konar ljósop, sem gera fiskinum kleift að stjórna ljósmagninu. Margar tegundir eru með innbyggðar litsíur í ljósfærunum og því er litur ljóssins breytilegur eftir teg- undum. Þá eru þekkt ljósfæri sem sleppa frá sér lýsandi vökva út í umhverfið.14 Þessi föstu ljósfæri fiska eru yfirleitt ekki kölluð maurildi, og verður því ekki meira um þau fjallað í þessari grein. Heim ild ir Ásgeir Blöndal Magnússon 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, 1. Reykjavík. 1231 bls. Benedikt Pétursson 1927. Hestsannáll. Íslenskir annálar 1400–1800, II. 2. Bls. 383. Sæmundur Gissurarson 1940. Ölfusvatnsannáll. Íslenskir annálar 3. 1400–1800, IV. Bls. 360. Eggert Ólafsson & Bjarni Pálsson 1975. Ferðabók, II. bindi. Örn og 4. Örlygur, Reykjavík. Bls. 72. Sveinn Pálsson 1945. Ferðabók Sveins Pálssonar. Snælandsútgáfan, 5. Reykjavík. Bls. 24. Þorvaldur Thoroddsen 1931. Lýsing Íslands (2. útg.). Sjóður Þorvaldar 6. Thoroddsen, Reykjavík. Bls. 23. Bjarni Sæmundsson 1943. Sjórinn og sævarbúar. Prentsmiðjan Edda, 7. Reykjavík. Bls. 42. Einar Jónsson 1981. Plöntusvifið. Sjómannablaðið Víkingur 43 (1). 33.8. Einar Jónsson. Bréf til höf. 3.5. 1990.9. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bréf til höf. 12.4. 2007.10. Karl Gunnarsson. Bréf til höf. 28.3. 2007. 11. Einar Jónsson. Bréf til höf. 25.4. 2007.12. Bjarni Sæmundsson 1926. Fiskarnir (Íslenzk dýr I). Bókaverzlun 13. Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík. Bls. 5. Gunnar Jónsson & Jónbjörn Pálsson 2006. Íslenskir fiskar. Vaka-Helgafell, 14. Reykjavík. Bls. 21. Um höfundinn Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt. Helgi var forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á Akureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis – tímarits um náttúrufræði og náttúruvernd – í 15 ár. Hann hefur mest fengist við rannsóknir á íslenskum sveppum og vatnalífi og ritað bækur um þau efni auk fjölda tíma- ritsgreina. Helgi er búsettur á Egilsstöðum og fæst við ritstörf og grúsk. Póst- og netfang höfundar Helgi Hallgrímsson Lagarási 2 700 Egilsstöðum hhall@simnet.is 78 3-4 LOKA.indd 124 11/3/09 8:33:18 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.