Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 44
Náttúrufræðingurinn 128 og fosfór (efnainnihald 26% N, 6,1% P, 2,5% Ca). Áburðarskammturinn jafngildir 200 kg/ha eða 52 kg N/ha, sem er nálægt hálfum túnskammti.41 Borið var á árlega í fyrri hluta júní frá 2004 til 2007. Gróður var mældur tvisvar sinn- um í öllum reitum, í síðari hluta ágúst 2003 og 2007. Í hverjum reit var gróður mældur með oddamæl- ingu. Notaður var svonefndur ITEX-rammi (4. mynd t.v.)42 sem er með tvöföldu strengjaneti og 100 punktum. Í hverjum punkti var plöntutegund skráð í tveimur lögum, í efra gróðurlagi og við jörð. Sandur var skráður við yfirborð. Þar sem gróður var mikill gat samanlögð gróðurþekja í báðum lögum farið yfir 100%. Háplöntur voru greindar til tegunda (skv. íslensku plöntu- handbókinni43) þegar því varð við komið, annars var greint til ætt- kvísla. Fimm tegundir mosa og sex tegundir fléttna voru greindar og aðrar tegundir skráðar sem „mosi“ eða „fléttur“. Staðsetning reitanna var merkt með fjórum hornhælum til að minnka skekkju á mælingum milli ára. Í fyrri og seinni mælingu var sandþykkt mæld með jarðvegs- bor (5 cm þvermál) fast utan við hvern reit fyrir miðju hverrar hliðar, alls fjórar mælingar við hvern reit (4. mynd t.h.). Í seinni mælingu var hliðrað réttsælis um 10−15 cm til að fyrri mæling hefði ekki áhrif. Jarðvegskjarni var settur á sinn stað eftir mælingu. Úrvinnsla Við tölfræðilega úrvinnslu voru gögnin greind í tvennu lagi, annars vegar fyrir áborið land og hins vegar fyrir óáborið. Var það gert vegna þess að árið 2005 barst foksand- ur inn á óáborna hlutann í ríkari mæli en áborna landið og gerði það aðstæður á þessum tveimur gerðum talsvert ólíkar (3. mynd). Breyting á sandþykkt (2003−2007) var borin saman með t-prófun fyrir pöruð gildi. Samband sandþykktar annars vegar og tegundafjölda í reit- um, heildarþekju og þekju nokkurra tegunda hins vegar var kannað með línulegri aðhvarfsgreiningu. Fyrir greiningu var gögnum log (x) eða log (1+x) umbreytt. Greining var aðeins gerð fyrir þær tegundir sem fundust í átta eða fleiri reitum. Þó var gerð greining á sambandi sand- þykktar og þekju loðvíðis þótt hann fyndist í færri reitum. Samband sandþykktar og þekju einstakra tegunda (2007) var sett fram á myndrænan hátt. Fyrst voru reitir á óábornu og ábornu landi flokkaðir eftir meðalsandþykkt 4. mynd. ITEX-rammi var notaður við gróðurmælingar. Hann er með tvöföldu strengjaneti og 100 mælipunktum (t.v.). Sandþykkt var mæld í fjórum jarðvegskjörnum fast við hverja hlið reita (t.h.). − The ITEX frame was used for measuring vegetation cover in 100 points (left). At each sampling plot the sand thickness was measured in four drill cores (right). Ljósm./Photo: Olga K. Vilmundardóttir. 3. mynd. Gróðursniðin fjögur (A−D) sem lögð voru út í Sandvík árið 2003 í áfoksgeira sem myndaðist árið 2000. Foksandur lagðist aftur yfir hluta svæðisins árið 2005. Á hverju sniði eru 10 reitir með 4 m millibili. (Myndin er breytt frá Borgþór Magnússyni o.fl. 2004.) 42 − The four transects (A−D) in Sandvík inlet set up in 2003 in aeolian deposit formed in 2000. Another aeolian deposit formed in 2005 and covered part of the transects. Ten sampling plots were placed at 4 m intervals on each transect. (Modified from Borgþór Magnússon et al. 2004.) 42 78 3-4 LOKA.indd 128 11/3/09 8:33:24 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.