Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 50

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 50
Náttúrufræðingurinn 134 fokefna áfram til staðar eins og fyrri rannsóknir við Blöndulón benda til.2 Áfoksefnið er aðallega gjóska en slíkt efni er afar erfitt gróðri vegna lítillar vatnsheldni, skorts á næringarefnum og óstöðugleika.48 Létt og gróft fokefnið við Blöndulón er mjög skaðlegt gróðri þar sem það flyst auðveldlega með vindi og gjóskuglerið sverfur ofanjarðarhluta plantna. Áhrif sandfoks á gróður Líkt og sýnt hefur verið fram á í öðrum rannsóknum12,49 er gróður- þekja afar mikilvæg til að sporna við vindrofi. Með aukinni þykkt fok- sands minnkaði gróðurþekja mikið og benda niðurstöður okkar frá heiðalandinu við Blöndulón til að þolmörk (e. critical depth) mólendis- gróðursins við áfoki séu við um 10 cm sandþykkt. Afar fáar tegundir lifðu af svo mikla sandþykkt. Owen o.fl. 20047 gerðu tilraun til að skil- greina þolmörk graslendis á sand- öldusvæðum við strendur Skotlands og töldu hana vera meiri en 5 cm. Í öðrum erlendum rannsóknum eru þolmörk grasa og runna áætluð mun meiri, eða upp undir 1 m.6 Jafnframt er tíðni kaffæringar talin mikilvægari áhrifaþáttur en heildar- dýpt foksandsins.6,7 Plöntur beita mismunandi að- ferðum við að vaxa upp úr foksandi, svo sem að lengja vaxtarsprota á greinum og renglum eða með því að vekja brum, renglur og sprota úr dvala.6 Til að lifa af kaffæringu í sandi þurfa plöntur að geta vaxið upp í gegnum hann og þolað myrk- ur yfir þann tíma eða tórt uns sand- urinn hefur rofnað ofan af gróður- þekjunni.48 Áfok við Blöndulón á sér yfirleitt stað í júní2 þegar vöxtur plantna er að hefjast og þær eru að ganga á vaxtarforða sinn. Áfoks- tíminn hefur því áhrif á viðnám plantna gegn áfoki, einkum þeirra sem eru lágvaxnar eða hafa vaxtar- sprota við yfirborð. Kaffæring breytir þéttleika og samsetningu tegunda og skiptir tíðni áfoks miklu máli fyrir þróun tegundasamsetningar í gróður- þekju.6 Sjaldgæfir og ófyrirsjáan- legir atburðir, t.d. gjóskufall, eru ekki þróunarfræðilega mikilvægir fyrir gróðurvistkerfi. Þeir geta hins vegar leitt til gróðureyðingar en 10 cm þykkt gjóskufall er talið geta hamlað sprettu gróðurs í eitt ár.14 Allmörg stórgos hafa valdið miklu gjóskufalli á heiðunum við Blöndu- lón50 og eru hinir fornu og víðfeðmu áfoksgeirar á heiðalöndunum meðal annars afleiðing þeirra. Endurtekið áfok, líkt og nú á sér stað á afmörk- uðum svæðum við Blöndulón, leiðir hins vegar til úrvals þar sem áfoks- þolnar tegundir eru hæfastar í sam- keppni og verða að lokum ríkjandi í þekju. Þetta hafa Owen o.fl.7 sýnt fram á og fullyrða að meiri breyt- ingar verði á tegundasamsetningu þar sem endurtekið áfok á sér stað en þar sem einn stakur atburður verður. Lágplöntur þoldu einungis þunna sandþekju við Blöndulón en þekja mosa og fléttna minnkaði umtals- vert við 2,5 cm sandþykkt og hurfu þær að mestu við 5 cm þykkt. Aðrir hafa sýnt fram á að mosar þola að jafnaði aðeins þunnan foksand, eða 1−4 cm,6,7,18,29 sem er í samræmi við þessa rannsókn. Hraungambri var sú lágplöntutegund sem fannst í reitum með foksandi upp í 10 cm þykkt. Ástæðan fyrir því að mosinn fannst í þessum reitum er sú að hann vex helst á þúfnakollum sem standa jafnan upp úr foksandinum. Fáar blómjurtir þrifust vel í fok- sandinum og var það helst kornsúra sem þoldi foksand og óx í flestum reitum óháð sandþykkt og áburðar- gjöf. Jafnframt voru þeir einstakling- ar sem uxu í sandi víða afar stórir og blöð þeirra óvenju breið, en Harpa Kristín Einarsdóttir29 lýsti sömu viðbrögðum tegundarinnar við áfoki. Sömuleiðis voru einstaklingar brjóstagrass hærri og breiðari í sandi en óröskuðu mólendi. Maun6 lýsir því að sumar tegundir bregðist við hóflegri, árlegri sandaukningu með aukinni grósku, þykkari og breiðari blöðum. Krækilyng og bláberjalyng höfðu lítið þol gegn áfoki en þekja þeirra minnkaði jafnt og þétt við aukna sandþykkt. Tegundirnar eru báð- ar hægvaxta, krækilyng er frekar lágvaxið og bláberjalyng vex helst í skjóli við þúfur. Krækilyng þoldi ágætlega 2−4 cm þykkt lag af sandi 12. mynd. Frá rannsóknarsvæðinu í Sandvík við Blöndulón, neðsti hluti sniða C og D sem fengu ekki áburð. Sandur var mestur næst strönd og hér eru það einkum túnvingull, fjall- drapi og loðvíðir sem staðist hafa sandfokið. Gróður nýtur góðs af beitarfriðun innan girð- ingar, einkum víðirinn. Myndin er tekin í ágúst 2007. – The research area in the Sandvík inlet in 2007. Sand cover and thickness was greatest near the shoreline where Festuca richardsonii, Betula nana and Salix lanata were among the most tolerant species. This part of the research area was not fertilized. Ljósm./Photo: Olga K. Vilmundardóttir. 78 3-4 LOKA.indd 134 11/3/09 8:33:31 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.