Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 51
135
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
í tilraun Hörpu Kristínar Einars-
dóttur29 ef greinar stóðu upp úr. Því
virðist sem ekki þurfi mjög þykkan
sand til þess að verulega dragi úr
þekju tegundanna.
Hávaxnar tegundir með vaxtar-
sprota ofan sandyfirborðs voru
þolnar gegn áfoki, svo sem fjalldrapi
og loðvíðir, eins og Harpa Kristín
Einarsdóttir29 greinir frá í rann-
sókn sinni. Fjalldrapi er einkenn-
istegund mólendisins við Blöndulón
en minna er um víðirunna enda
heldur sauðfjárbeit víðitegundum
niðri.21,36,37 Rannsóknarsvæðið við
Sandvík hefur verið friðað fyrir
beit frá 2003 og jókst þekja loð-
víðis innan girðingarinnar þar sem
plönturnar voru nægilega háar til
þess að ná upp úr foksandinum
(12. mynd). Hann fannst þó aðeins
í fáum reitum og gögnin voru ekki
tölfræðilega marktæk. Loðvíðir er
talinn þola áfok vel og er víða áber-
andi þar sem áfok er mikið.19 Runn-
ar verða fyrir neikvæðum áhrifum
af völdum áfoks vegna svörfunar en
hins vegar þarf þykkan foksand til
þess að kaffæra plönturnar. Þó eru
dæmi um að allstórir fjalldrapaflák-
ar við Blöndulón hafi eyðst þar sem
foksandur hefur verið þykkur og/
eða mikil svörfun hefur átt sér stað.
Sef og starir (hálfgrös) þoldu ekki
mikinn foksand en það voru helst
tegundir sem þrífast á þúfnakollum,
svo sem móastör, og hávaxnari teg-
undir sem þrifust í reitum með
þykkum foksandi. Hins vegar jókst
þekja margra grastegunda í þykkum
foksandi og þreifst túnvingull vel í
foksandinum en því hefur áður ver-
ið lýst af sandfokssvæðum hérlendis
og erlendis (12. mynd).5,6,20 Túnving-
ull er jafnframt sú tegund sem hefur
hvað mesta þekju háplöntutegunda
á melum við Blöndulón22 og virðist
þrífast við afar fjölbreytt og oft erfið
skilyrði. Grös nýta sér allar fram-
antaldar aðferðir til að vaxa upp úr
foksandi og skýrir það getu þeirra til
að þrífast við slíkar aðstæður.6
Niðurstöður okkar sýna að teg-
undum fækkar verulega með auk-
inni sandþykkt. Ljóst er að mólendis-
gróður við Blöndulón er viðkvæmur
fyrir áfoki en vísbendingar eru um
að nokkrar tegundir séu hæfari en
aðrar til að lifa í endurteknu áfoki.
Þol tegunda gegn áfoki veltur á
vaxtarformi og orkuforða en einnig
hafa vaxtarstaðir og örlandslag áhrif
á afkomu tegunda.
Áhrif áburðar
Í reitum með þykkum foksandi
hafði áburður jákvæð áhrif á gróður
með því að styrkja gróðurþekju.
Við 10 cm þykkan sand var gróð-
urþekja um 150%, sem að jafnaði
var meira en í óröskuðu mólendi.
Með áburðardreifingu mætti því
viðhalda eða auka gróðurþekju og
hækka þar með þolmörk gróðurs-
ins gegn áfoki. Mjög mikill munur
var á gróðurþekju í reitum neðst
á sniðunum milli meðferða árið
2007. Hins vegar var þynnri sandur
og minni sandaukning á ábornum
sniðum. Þar hefur væntanlega orðið
minni þykknun og svörfun á gróðri
af völdum áfoks milli mæliára og
grasvöxtur síður tafist.
Áhrif áburðar á gróðurfar eru um
margt lík áhrifum sandþykktar ef frá
er talin mikil aukning í gróðurþekju.
Gróður breyttist úr tegundaríku mó-
lendi í graslendi með runnum. Þekja
grasa jókst og þá sérstaklega þekja
túnvinguls, en í uppgræðslum við
Blöndulón hefur túnvingull iðulega
sýnt jákvæð viðbrögð við áburði og
orðið ríkjandi í þekju.21,22,51 Þekja
blásveifgrass jókst einnig mikið en
tegundin hefur einnig sýnt jákvæð
viðbrögð við uppgræðslu með
áburðargjöf á ákveðnum svæðum.21
Grös bregðast að jafnaði vel við
áburðargjöf en með þéttu og miklu
rótarkerfi geta þau brugðist skjótt
við auknu framboði næringarefna
og raka.52 Þar sem engin beit var
til að hefta vöxt þeirra stóðu aðrar
tegundir höllum fæti í samkeppn-
inni. Hurfu lágplöntur nánast úr
þekju og mólendistegundum fækk-
aði. Líklegt má telja að meira jafn-
ræði væri í þekju á ábornu landi ef
beit væri óheft, eins og Þóra Ellen
Þórhallsdóttir21 sýndi fram á í rann-
sóknum sínum á áhrifum áburðar
á gróður á heiðalöndunum. Hún
nefnir jafnframt að þekja blómjurta
(tvíkímblöðunga) breyttist lítið við
áburðargjöf og er það í samræmi
við okkar niðurstöður. Helst sýndi
músareyra jákvæða svörun við
áburði en það hafði hvergi mikla
þekju. Auk þess voru kornsúra
og brjóstagras gróskuleg líkt og í
óábornu reitunum.
Möguleiki til mótvægisaðgerða
Niðurstöður okkar sýna að áfok
hefur haft neikvæð áhrif á gróður-
þekju og samsetningu mólendis-
gróðurs við Blöndulón. Enn er upp-
fokshætta úr lónstæðinu og ekki
ljóst hvenær hún minnkar þar sem
enn er virkt rof úr bökkum lóns-
ins.2 Ef til kæmi að stemma þyrfti
stigu við áframhaldandi vindrofi
og gróðureyðingu er áburðardreif-
ing álitlegur kostur. Túnvingull
er algengur í móum við Blöndu-
lón21,22,33,36 og er það mikilvægt því
hann svarar áburði mjög vel. Áburð-
ur styrkir gróðurþekju og ríkulegri
gróður heftir vindrof, svörfun og
flutning fokefna lengra inn á gróið
land. Gróður stemmir stigu við
jarðvegsrofi en það veltur m.a. á
gerð plantna og þéttleika.15,49 Þegar
áburðargjöf er hætt dregur fljótlega
úr grósku, þekja grasa minnkar en
hlutdeild lágplantna eykst.21 Þá
verður meira jafnræði í þekju og
gróður þróast í líkingu við það sem
gerist í umhverfinu.
Rannsóknarsvæðið í Sandvík hef-
ur verið friðað fyrir beit í fjögur ár
en fyrri rannsóknir36 hafa sýnt að
beit hefur veruleg áhrif á gróðurfar
á heiðunum. Sauðfé sækir í lostætar
plöntur eins og víði og grös en hvort
tveggja eru tegundir sem eru þolnar
gegn áfoki. Í þeim áfoksgeirum sem
myndast hafa í eyjum Blöndulóns
er loðvíðir og gulvíðir að vaxa upp.
Því er mögulegt að beitarfriðun, sem
framkvæmd er með því að girða
fyrir víkur, nýtist til að draga úr
neikvæðum áhrifum áfoks. Flýta
mætti þessu ferli með því að planta
loðvíði og gulvíði á áfokssvæði eins
og lagt hefur til við aðstæður sem
þessar.19
Þeir áfoksgeirar sem myndast
hafa við Blöndulón hafa flestir litla
78 3-4 LOKA.indd 135 11/3/09 8:33:32 AM