Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 57
141 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags frumstæðum bátum frá Suðaustur- Asíu og á svipuðum tíma dóu öll risa- pokadýrin (Australian megafauna) út. Á meðal þeirra var hið skelfilega pokaljón (Thylacoleo carnifex) sem vó 100–130 kíló og hafði kröftugasta bit allra spendýra sem vitað er að hafi lifað á jörðinni. Pokaljónið klifr- aði í trjám og gat veitt risavamba (Diprotodon) sem voru 2 metra háir og yfir 2 tonn að þyngd (4. mynd). Einnig dóu út stórkostleg dýr eins og 2–3 metra háar risakengúrur, ránkengúrur, risapokatapírar og risakóalabirnir. Menn hafa lengi deilt um ástæður þess að risapokadýrin dóu út; sumir segja að það hafi verið vegna lofts- lagsbreytinga13 en aðrir telja að það hafi verið af mannavöldum.14,15 Eitt helsta ágreiningsefnið er ald- ursgreining steingervinganna en nýjar aðferðir virðist staðfesta að risapokadýrin hafi dáið út eftir að maðurinn kom til Ástralíu. Ránpokadýr Ástralski ránpokadýraættbálkurinn (Dasyuromorphia) skiptist í þrjár ættir; maurapokaætt (Myrmecobi- idae), pokaúlfaætt (Thylacinidae) og pokamarðaætt (Dasyuridae). Maurapokaætt (Myrmecobiidae) Þessi ætt inniheldur einungis eina tegund, hinn litskrúðuga maurapoka (Myrmecobius fasciatus), sem lifir aðal- lega á termítum (5. mynd). Full- vaxinn maurapoki er um 280–550 grömm að þyngd og þarf að éta um 20.000 termíta á dag sem hann sleikir upp með límkenndri tungu. Termítarnir eru gleyptir heilir því þótt maurapokinn hafi 50–52 tennur eru þær litlar og ónothæfar nema hjá mjög ungum dýrum. Maurapokinn er ekki með sterkar klær eins og aðrar mauraætur og getur því ekki brotið sundur termítabúin. Þess í stað bíður hann þolinmóður og étur termítana þegar þeir fara inn og út úr búinu.16 Virkni maurapokans fylgir lofthita og virkni termítanna. Að vetrarlagi eru þeir virkastir mið- degis en að sumarlagi er virknin hinsvegar mest í ljósaskiptunum. Þeir taka sér miðdegisblund þegar heitast er og liggja í bælinu á nótt- unni. Maurapokar eru einfarar og kynin hittast bara yfir mökunartím- ann. Kerlurnar geta verið með fjóra unga á spena og þeir eru þar í sex mánuði, þar til þeir eru skildir eftir í bælinu. Þeir voga sér ekki strax langt frá bælinu en fara alltaf í lengri og lengri könnunarleiðangra þar til þeir fara alveg að heiman ellefu mán- aða gamlir. Þessi áður útbreidda tegund er nú í útrýmingarhættu og lifir aðeins á örfáum stöðum í Vestur- Ástralíu. Talið er að einungis 1.000 fullorðin dýr séu enn á lífi.17 Pokaúlfaætt (Thylacinidae) Pokaúlfurinn (Thylacinus cynocepha- lus) var síðasta tegundin í þessari ætt en tegundin dó út árið 1936 (6. mynd). Þetta var stærsta ránpoka- dýr nútímans (50–60 kíló) og fannst einungis á eyjunni Tasmaníu við landnám Evrópumanna. Pokaúlf- urinn var eitt sinn útbreiddur um allt meginland Ástralíu og Nýju- Gíneu en talið er að hann hafi orðið undir í samkeppninni við dingó- hunda (Canis lupus dingo) sem asískir sæfarar eru taldir hafa flutt með sér fyrir 4.000 árum.18 Þar sem Tasma- nía skildist frá meginlandi Ástralíu fyrir um 10.000 árum, fyrir komu dingóhundanna til meginlandsins, þrifust pokaúlfarnir vel þar uns Evrópumenn komu til sögunnar. Pokaúlfurinn veiddi kengúrur með því að elta þær þangað til þær gáfust upp. Evrópumenn komu með búfén- að með sér og pokaúlfurinn komst fljótlega upp á lagið með að drepa sauðfé. Árið 1830 var farið að heita peningaverðlaunum fyrir hvert veitt dýr og á næstu 20 árum voru 2.000 dýr veidd. Nú er talið að stofninn hafi aldrei verið stærri en nokkur þúsund dýr, því þau voru líklega mjög dreifð um Tasmaníu.19 Lítið er vitað um lífsferil pokaúlfa en þeir áttu yfirleitt aðeins 2–3 ylfinga enda þótt fjórir spenar væru í pokanum, sem sneri aftur (ólíkt kengúrum þar sem pokinn snýr fram og upp). Síðasti villti pokaúlfurinn var fang- aður árið 1933 og drapst þremur árum seinna í dýragarði. Ítarleg leit síðan hefur engan árangur borið og líkurnar á að pokaúlfar leynist í skógum Tasmaníu eru hverfandi. Miklar vangaveltur hafa verið um þróunarsögu pokaúlfsins því að útlit hans er mjög líkt nútímaúlfi. Þessar tvær tegundir eru þó lítt skyldar þar sem pokaúlfar voru pokadýr en úlfar eru legkökudýr. Samhliða þróun hefur því átt sér stað, og tegundirnar hafa fylgt sömu þróunarskrefum í átt að rándýrum sem hlaupa uppi bráð.19 4. mynd. Risavambi Diprotodon (til vinstri) og pokaljón Thylacoleo carnifex (til hægri). – The Giant Wombat Diprotodon (left) and Marsupial Lion Thylacoleo carnifex (right). Teikn./Drawings: Dmitry Bogdanov, Arthur Weasley. 5. mynd. Maurapoki í dýragarðinum í Perth. – Numbat in Perth Zoo. Ljósm./Photo: Martin Pot. 78 3-4 LOKA.indd 141 11/3/09 8:33:40 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.