Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 58
Náttúrufræðingurinn
142
Pokamarðaætt (Dasyudidae)
Einstaklingar af pokamarðaætt finn-
ast í Ástralíu og Nýju-Gíneu og
til ættarinnar teljast 69 núlifandi
tegundir af 21 ættkvísl.20,21 Meðal
þeirra eru pokaskollar, pokakettir
(quolls) og ýmsar stærðir og gerð-
ir pokamúsa og pokahreysikatta.
Sumar pokamýs (ættkvíslirnar
Antechinus, Phascogale og Kaluta) og
pokakötturinn Dasyurus hallucatus
eiga það sameiginlegt að vera einu
spendýrin í heiminum þar sem öll
karldýrin í stofninum drepast að
loknum fengitíma; þeir ná yfirleitt
ekki eins árs aldri. Pokamerðir eru
af öllum stærðum og gerðum. Sumir
eru örsmáir eins og pokahreysikött-
urinn Planigale tenuirostris, sem er
eitt minnsta spendýr á jörðinni og
vegur einungis 5–9 grömm, en aðrir
eru nokkuð stórir, t.d. pokaskollinn
(Sarcophilus harrisii) sem verður allt
að 8–9 kíló að þyngd. Hér verður
fjallað nánar um tvær ólíkar teg-
undir pokamarða sem báðar finnast
á Tasmaníu. Pokaskollinn er líklega
þekktasti pokamörðurinn og fenja-
pokamúsin (Antechinus minimus)
var viðfangsefni meistaraverkefnis
greinarhöfundar.
Pokaskolli (Sarcophilus harrisii)
Pokaskollinn er stærsta núlifandi
ránpokadýrið og á stærð við lítinn
hund. Þetta er eini núlifandi fulltrúi
ættkvíslarinnar Sarcophilus og nú
finnst hann einungis á Tasmaníu.
Tegundin var áður útbreidd á megin-
landi Ástralíu en varð líklega undir
í samkeppninni við dingóhunda
eins og pokaúlfurinn. Það er ekki
erfitt að ímynda sér af hverju poka-
skollinn (einnig kallaður Tasmaníu-
djöfullinn) hlaut þessa nafngift (7.
mynd). Dýrin eru kolsvört á litinn
og fara um á nóttunni. Þegar þau
eru í árásarhug eða æst verða eyrun
eldrauð og hljóðin í þeim eru „djöful-
leg“, sérstaklega þegar þau safnast
saman yfir bráð og rífast um bestu
bitana. Ekki er þó allt sem sýnist,
því í raun eru þetta feimin dýr sem
oft verða hundum að bráð.22
Finna má pokaskolla um alla
Tasmaníu, meira að segja í úthverf-
um, og þessi næturdýr veiða sér
aðallega lítil spendýr í matinn. Þeir
eru einnig duglegir að finna hræ og
geta étið allt að 40% af sinni eigin
líkamsþyngd á einni nóttu. Þeir
hafa lengi haft það orð á sér að vera
dýrbítar, en staðreyndin er sú að þau
lömb sem þeir sjást éta hafa yfirleitt
drepist af öðrum orsökum. Á fengi-
tíma reyna karlarnir að makast við
sem flestar kerlur og oft fylgir mikill
hamagangur og læti. Kvendýrin
geta verið með fjóra unga á spena
6. mynd. Pokaúlfar í dýragarðinum í Hobart, Tasmaníu. Fremra dýrið er kvendýr en það
aftara karldýr. Myndin er tekin fyrir árið 1921 af óþekktum ljósmyndara. – A pair of
thylacines in Hobart Zoo, Tasmania. Female is in foreground and male in background. The
photo is taken prior to 1921 by an unknown photographer.
7. mynd. Heilbrigður pokaskolli (til vinstri) og pokaskolli sýktur af andlitskrabbameini. – A healthy Tasmanian devil (left) and a
Tasmanian devil with facial tumour disease. Ljósm./Photos: Wayne McLean, Menna Jones.
78 3-4 LOKA.indd 142 11/3/09 8:33:42 AM