Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 59
143
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
í pokanum, sem snýr aftur eins og
hjá pokaúlfinum. Ungarnir verða
sjálfstæðir eftir 40 vikur og fullvaxta
á öðru eða þriðja ári.22
Þrátt fyrir miklar ofsóknir lifðu
pokaskollarnir nokkuð góðu lífi á
Tasmaníu til ársins 1996 en þá upp-
götvaðist andlitskrabbamein með-
al þeirra. Krabbameinið lýsir sér
þannig að æxli myndast á andliti
dýranna og í munni og veldur því
að þau eiga erfitt með að éta og er
dánarorsök yfirleitt sultur, sýkingar
og/eða meinvörp.23 Þetta undarlega
krabbamein virðist smitast á milli
dýra þegar þau bítast á, sem er al-
gengt á fengitíma og þegar tekist er
á um mat. Við smit er næstum 100%
dánartíðni innan sex mánaða.24 Við
rannsóknir á sýktum stofnum hefur
komið í ljós að mikil breyting hefur
orðið á aldursdreifingu: Fá dýr lifa
lengur en tvö ár (heilbrigðir poka-
skollar geta orðið allt að sex ára),
kynjahlutfall hvolpa sýktra mæðra
hefur skekkst (fleiri kvenhvolpar)
og dýr verða kynþroska fyrr en
áður.25 Á rúmlega tíu árum hefur
orðið 70% fækkun í pokaskollastofn-
inum. Nú þegar er búið að setja
hópa af ósýktum einstaklingum í
skjól fyrir sjúkdómnum í von um
að unnt verði að sleppa þeim eða
afkomendum þeirra aftur út í nátt-
úruna þegar hættan er liðin hjá.
Einnig hefur verið rætt um að
fjarlægja sýkt dýr úr náttúrunni en
það hefur ekki verið talinn góður
kostur.24 Sem betur fer hefur þessi
sjúkdómur fengið verðskuldaða
athygli og stuðningshópar og vís-
indamenn berjast fyrir því að bjarga
þessu einkennisdýri Tasmaníu.
Fenjapokamúsin (Antechinus minimus)
Fenjapokamúsin (8. mynd) er sjald-
gæft rándýr sem finnst einungis
á mjög sérstæðum kjarrbúsvæð-
um.26 Þessi litlu dýr vega einungis
um 40–70 grömm og þau veiða sér
aðallega skordýr og aðra hrygg-
leysingja til matar. Fenjapokamúsin
notar langar klær sínar til að grafa
eftir skordýrum og öðrum hrygg-
leysingjum í jarðvegi og laufhrúg-
um.27 Undirtegundin Antechinus
minimus maritimus finnst á Tasmaníu
og á eyjum milli Tasmaníu og meg-
inlands Ástralíu en undirtegundin
Antechinus minimus minimus finnst
sunnarlega í fylkjunum Viktoríu og
Suður-Ástralíu (9. mynd). Latneska
heitið antechinus þýðir „broddgaltar-
ígildi“ og minimus þýðir „minnstur“.
Í raun er fenjapokamúsin ein stærsta
Antechinus-tegundin en ástæða viður-
nafnsins er að í upphafi taldist hún
til pokakatta (Dasyurus) og var þá
minnst af þeim.28
Mökunarferli fenjapokamúsar-
innar, eins og annarra pokamúsateg-
unda, byrjar nokkrum mánuðum
fyrir fengitímann; þá hætta karl-
arnir að éta og innri líffærin taka að
hrörna29. Bæði kynin eru fjöllynd og
karlarnir reyna að makast við eins
margar kerlur og þeir geta en gefast
að lokum upp, aðframkomnir af
hungri, þjakaðir af sníkjudýrum og
líffærin hætta að virka. Margir hafa
undrast yfir svona fyrirkomulagi
en þetta virðist hafa þróast nokkr-
um sinnum hjá pokarándýrum í
Ástralíu og vísbendingar eru um
að svona mökunarkerfi hafi einnig
þróast hjá pokadýrum Suður-Am-
eríku.30 Lífsferill pokamúsa er í mjög
föstum skorðum og tímasetning
mökunar og hvenær ungarnir eru
á spena passar við árstíðabundnar
sveiflur í fæðu.21 Ungar pokamúsa
eru lengi á spena og það er ekki
hagstætt að eignast afkvæmi nema
einu sinni á ári, þegar nóg er af
fæðu.30 Hver móðir eignast um
átta unga og það er afar orkufrekt
8. mynd. Fullvaxin fenjapokamús, kvendýr (til vinstri) og ungar á spena (til hægri).
– Female Swamp Antechinus (left) and pouch young attached to teats (right). Ljósm./
Photos: Rannveig Magnúsdóttir.
9. mynd. Útbreiðsla fenja-
pokamúsar í Ástralíu.28 –
Distribution of the Swamp
Antechinus in Australia.28
78 3-4 LOKA.indd 143 11/3/09 8:33:43 AM