Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 65

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 65
149 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags saurindi sín, en hunangsfall er saurindi þessara dýra.9 Í Skordýrabók Fjölva (1974) eftir V.J. Stanek, sem Þorsteinn Thorarensen þýddi og endursagði, er getið um hunangsdögg í tengslum við blaðlýs og blöðrulaga æxli (gallen) sem þær mynda á laufum ýmissa trjátegunda, t.d. álms, en þau geta orðið á stærð við kartöflur: Blöðrurnar eru fyrst grænar, síðan rauðar og loks brúnar og harðar. Innan í þeim lifa vængja- lausar kynslóðir og skiptast nýjar kynslóðir á allt sumarið. Á botni blöðrunnar safnast safi, sem gengur undir heitinu ‚hunangs- dögg‘. Lýsnar framleiða hann með kirtlastarfsemi úr trjásafan- um, og er hann dísætur. Að lok- um opnast sætublaðran í ágúst- mánuði … 10 Blaðlúsin Bethualphis quadrituber- culata (birkiblaðlús) er algeng hér á birkiblöðum síðsumars og verða þau gjarnan þakin klísturkenndu efni sem líklega má túlka sem hun- angsdögg, ásamt saur lúsanna, enda segir D.H. Ris (1955) um þessa tegund: „Also in Iceland on the underside of leaves of Betula spp., where much honeydew is produced, which attracts many insects.“ 11 Hvaða blaðlýs hafi getað valdið því að gras eða stör urðu þakin hun- angsfalli er ókunnugt á þessu stigi málsins, en Ris (1955) getur þess að blaðlúsin Metapolophidum festucae sé algeng á grasi hér og í grannlöndum og dæmi séu um að hún valdi skaða á engjum, t.d. í Skotlandi. Tegundin Thripsaphis cyperi er algeng á stör- um og hleður vaxi utan á sig, svo hún líkist skjaldlúsum (Coccoidea). Hugsanlega ollu þær hunangsfalli undir Eyjafjöllum, sem Sveinn getur um. Í viðtali Sigurðar Ægissonar við Erling Ólafsson skordýrafræðing um fiðrildi, í Morgunblaðinu 5. nóv. 2000, segir Erling: „Fullorðnu dýrin lifa aðallega á blómasafa, ofþrosk- uðum ávöxtum eða á hunangsdögg blaðlúsa.“ 12 Kunnugt er að vissar maurategundir hygla blaðlúsum og ‚mjólka‘ þær til næringar sér (1. mynd). Á Netinu er að finna þessa umsögn: „Hunangsdögg. Við viss tilfelli nýta býflugur sér afgangs- vökva sem blaðlýs seytla frá sér til hunangsframleiðslu og þetta hun- ang kallast blaðhunang.“ Sama kemur fram í Meginreglur um lífræna land- búnaðarframleiðslu á Netinu. Skoðun Snorra Sturlusonar á hunangsdögg, sem getið var í byrjun greinar, er því e.t.v. ekki út í bláinn. Hunangsdögg úr blöðum plantna Þá er eftir þriðja skýringin sem ýjað er að í fornsögum okkar og fleiri heimildum, en hún er sú að hun- angsdögg komi beint úr blöðum ýmissa plantna. Páll Bergþórsson virðist hallast að þeirri skoðun í bók sinni Vínlandsgátan, þegar hann ræð- ir um tilvitnaða klausu úr Grænlend- inga sögu, þótt hann minnist einnig á blaðlýs í því sambandi: En er þessi frásögn af dögginni ekki ýkjur eða ímyndun? Svo þarf ekki að vera. Til er svonefnd hunangsdögg eða hunangsfall eins og það er kallað hér á landi. Það er kvoða sem verður til á laufi sem blaðlýs eða önnur skor- dýr sjúga safa úr, og getur orðið svo mikil í hita og þurrki að tals- vert magn af henni drýpur til jarðar. Hún er sögð myndast einna helst á linditrjám, rósum eða hlyni, en sykurhlynur [sug- ar maple, Acer saccharum] nær norður um Nýfundnaland og Játvarðseyju, lengra norður en villtur vínviður og sjálfsáið hveiti. Ef döggfall eða rigning verður nóttina eftir getur döggin undir trénu augljóslega orðið sæt. Krist- leifur Þorsteinsson á Húsafelli þekkir hunangsfall og segist hafa orðið þess var á grasi. Ásgeir Svanbergsson skógfræðingur og Haraldur Ágústsson viðarfræð- ingur hafa líka orðið vitni að þessu fyrirbæri í Reykjavík. Og á blöðum Hawairósar heima hjá höfundi þessa rits myndast stundum dropar sem verða að ljósleitum kornum með sætu bragði. En frægast er hunangsfallið af runnanum Tamarix mannifera í Sinaíeyðimörkinni, samkvæmt nýlegum skýringum við Biblíuna. Þar myndar kvoðan lítil hvít korn, sem Biblían segir líkjast kóríöndufræi og voru á bragðið sem hunangskaka. Þetta fræga himnabrauð hét manna og af því er nafn runnans dregið, mann- ifera. Hunangsfall sýnist þannig koma við sögu heimssögulegra leiðangra til fyrirheitna landsins, landkönnunar á Vínlandi undir forystu Leifs Eiríkssonar og eyði- merkurgöngu Ísraelsmanna með Móse í fararbroddi.3 Um sólstöður 2007 varð grein- arhöfundur vitni að því á Droplaug- arstöðum í Fljótsdal að blöð birkis í nýlega uppræktuðum blandskógi voru beggja vegna þakin fíngerðum dropum eða bólum úr glærri, lím- kenndri kvoðu sem líktust dögg og voru greinilega sætar á bragðið. Daginn áður hafði verið súldar- veður en birti upp að morgni þessa dags og virtist úrkoman þornuð af blöðunum að öðru leyti. Engin telj- andi lús var á blöðunum, né heldur sveppir, og því hlaut tréð sjálft að hafa lagt til þennan sæta vökva, sem líta má á sem offramleiðslu syk- urefna á bjartasta tíma ársins. Líklegt er að býflugur og fleiri skordýr nýti sér þennan sæta vökva þegar þetta gerist, þótt ég sæi það ekki. Þetta er e.t.v. ekki eins sjaldgæft og mætti halda (sbr. skýringu Ensk-íslensku orðabókarinnar). Myndi þetta ekki vera hið eiginlega blaðhunang? Eins og fram kemur hjá Sæmundi Hólm var ýmis hjátrú tengd hun- angsdögg hér á landi, einkum í sambandi við veður, enda birtist hún varla nema í hægviðri og heið- ríkjum, þegar einnig er mikið um venjulega dögg, og því hafa sumir trúað að hún félli af himnum ofan, eins og nafnið bendir til og tilvitnun í Snorra-Eddu. Hvað er manna? Svo virðist sem hunangsfall hafi um langan aldur verið tengt frá- sögn Biblíunnar af ‚manna‘, eins 78 3-4 LOKA.indd 149 11/3/09 8:33:45 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.