Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 66

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 66
Náttúrufræðingurinn 150 og Magnús Stephensen minnist á og Páll Bergþórsson skýrir frekar í ofangreindri tilvitnun. Í annarri Mósebók er sagt frá því að þetta efni hafi fallið af himnum ofan til Ísraelsmanna í Zín-eyðimörk- inni á flótta þeirra frá Egyptalandi um 1300 f. Kr. og bjargaði þeim frá hungurdauða ásamt ‚lynghænsnum‘ sem Jahve sendi þeim líka. Um kveldið bar svo við að lyng- hænsn komu og huldu búðirnar; en um morguninn var döggmóða umhverfis búðirnar. En er upp létti döggmóðunni, lá eitthvað þunnt, smákornótt yfir eyði- mörkinni, þunnt eins og héla á jörðu. Þegar Ísraelsmenn sáu þetta, sögðu þeir hver við annan: Hvað er þetta? Því að þeir vissu ekki hvað það var. Þá sagði Móse við þá: Þetta er brauðið sem Drottinn gefur yður til fæðu. […] Þeir söfnuðu því þá hvern morg- un, hver eftir því sem hann þurfti sér til fæðu; en þegar sólin skein heitt bráðnaði það. […] Og Ísra- elsmenn kölluðu þetta brauð manna; það líktist kóríanderfræi, var hvítt og á bragðið sem hun- angskaka. […] En Ísraelsmenn átu manna í 40 ár, uns þeir komu í byggt land; þeir átu manna uns þeir komu að landa- mærum Kanaanslands.13 Móse gaf nákvæmar reglur um notkun þessarar guðsgjafar, sem ekki mátti bregða út af. Svo er helst að skilja að mannað hafi fallið alla virka daga í 40 ár, því ekki þýddi að safna því til geymslu, þá maðkaði það. Í Biblíuhandbók H. Sundemo (1974) segir til skýringar: Margir telja að manna hafi verið sæt kvoða, sem vætlaði úr lág- vöxnu tré eða runna, tamarisk- trénu, en það vex í eyðimörkum. Á tré þessu lifir skjaldlús(in). Þegar hún stingur til þess að afla sér næringar, gefa greinar trésins frá sér sæta, klístruga dropa, sem harðna í loftinu og falla sem korn til jarðar. Þegar vel árar getur einn maður safnað 1,5 kg. af manna á einum degi.14 Tamarisktréð mun vera runninn Tamarix mammifera, sem Páll Berg- þórsson getur um. Þessi skýring gefur til kynna að þegar allt kemur til alls sé ekki svo ýkja fjarstætt að líkja manna við hunangsdögg, þar sem blaðlýs/skjaldlýs koma líklega við sögu í báðum tilvikum. Önnur skýring á manna er sú að um hafi verið að ræða fléttutegundina Lec- anora esculenta (mannafléttu). Hörð- ur Kristinsson (1968) ritar: Mannafléttur (Lecanora esculenta) hafa verið notaðar til matar af eyðimerkurþjóðflokkum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þessar fléttur vaxa sums staðar í miklu magni í fjallahéruðum þar og berast með vindum niður yfir láglendið og safnast saman í lægðum. Eru áraskipti að þessu, t.d. féll óvenju mikið manna í Tyrklandi árið 1891. Talið er lík- legt að manna það sem getið er í Biblíunni eigi rót sína að rekja til þessara fléttna.15 Annað efni er líka þekkt undir nafninu manna, en það er fínkrist- allað gulleitt duft sem verður til við þurrkun á safa manna-asks (Frax- inus ornus), sem á heimkynni á Balkanskaga og í Tyrklandi en hefur verið plantað um alla Suður- og Mið- Evrópu. Í því er sykurefnið mannít, gjarnan notað sem milt hægðalyf.16 Samantekt Hunangsdögg er sætur kvoðu- kenndur vökvi sem iðulega má finna á blöðum plantna og getur verið af ýmsum uppruna, líklega oftast af völdum blaðlúsa, stundum sníkju- sveppa og jafnvel getur hann komið beint úr blöðum við sérstök veður- skilyrði. ‚Manna‘ Biblíunnar er skylt efni. Býflugur geta hugsanlega nýtt sér sumar gerðir af þessum vökva til hunangsframleiðslu, eins og Snorri segir í Eddu sinni. Líklega er hun- angsfall eitt þeirra fyrirbæra sem menn eru hættir að taka eftir í ,,æði múgsins og glaumsins“ nú til dags og þar með er einum þætti færra í tengslum okkar við náttúruna. Heim ild ir Edda Snorra Sturlusonar 1984. Heimir Pálsson bjó til prentunar. Mál og 1. menning, Reykjavík. Bls. 32. Íslendinga sögur: Grænlendinga saga 1986. Svart á hvítu, Reykjavík. 2. Bls. 1099. Páll Bergþórsson 1997. Vínlandsgátan. Mál og menning, Reykjavík. Bls. 3. 28–29. Sæmundur M. Hólm 1782. Um meltakið í vesturparti Skaptafellssýslu. 4. Rit þess ísl. Lærdómslistafélags 1. Sturla Friðriksson 1954. Hinn heilagi eldur. Náttúrufræðingurinn 24. 5. 161–176. Magnús Stephensen 1783. Um meteora. Rit Lærdómslistafélags, III, 6. 1783. 145. Sveinn Pálsson 1945. Anniversaria 1796. Ferðabók Sveins Pálssonar. 7. Snælandsútgáfan, Reykjavík. Bls. 693. Gäumann, E. 1964. 8. Die Pilze. Birkäuser Verlag, Basel. Bls. 187. Björn Blöndal 1953. Vinafundir: rabb um fugla og fleiri dýr. Hlaðbúð, 9. Reykjavík. Bls. 173. Stanek, V.J. 1974. Skordýrabók. Þorsteinn Thorarensen þýddi, endur-10. sagði og staðfærði. Fjölvi, Reykjavík. Bls. 136. Ris, D.H. 1955. Aphidae. Zoology of Iceland III (52a). 18.11. Sigurður Ægisson 2000. Fljúga skrautleg fiðrildin. Morgunblaðið 5. nóv.12. Biblía, það er heilög ritning 1942. London/Reykjavík. Bls. 66–67.13. Sundemo, H. 1974. Biblíuhandbókin þín. Örn og Örlygur, Reykjavík. 14. Bls. 178. Hörður Kristinsson 1968. Fléttunytjar. Flóra VI. 20.15. Menz, A. & Ostenfeld, C.H. 1906. Planteverdenen. Gyldendal, Køben-16. havn. Bls. 303. Um höfundinn Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt. Helgi var forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á Ak- ureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis – tímarits um náttúrufræði og náttúruvernd – í 15 ár. Hann hefur mest fengist við rannsóknir á íslenskum sveppum og vatnalífi og ritað bækur um þau efni auk fjölda tíma- ritsgreina. Helgi er búsettur á Egilsstöðum og fæst við ritstörf og grúsk. Póst- og netfang höfundar Helgi Hallgrímsson Lagarási 2 700 Egilsstöðum hhall@simnet.is 78 3-4 LOKA.indd 150 11/3/09 8:33:46 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.