Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 68

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 68
Náttúrufræðingurinn 152 Hver var Darwin? Charles Robert Darwin fæddist árið 1809. Faðir hans var auðugur læknir og afi hans, Eramus Darwin, var frægt skáld. var í skóla heima hjá sér þar til móðir hans lést en hann var þá átta ára gamall. Þá var hann sendur í heimavistarskóla í Shrews- bury. Darwin fékk boðlegar en ekk- ert sérstakar einkunnir þar. Þegar hann var 16 ára var hann að ósk föður síns sendur til Edinborgar að læra læknisfræði. Darwin hafði þó meiri áhuga á veiðum og að safna bjöllum. Skóla- meistarinn í Edinborgarháskóla var ekki hrifinn af áhugamálum Darw- ins og kallaði þau tímasóun. Ekki var skólameistarinn sá eini sem var ekki skemmt yfir hegðun Darw- ins. Faðir hans hafði um það að segja: ,,Þér er sama um allt nema skotveiðar, hunda- og rottuveiðar og þú verður alltaf fjölskyldu þinni til skammar.“2 Eftir að hafa verið við nám í Edin- borg í tvö ár var ljóst að Darwin yrði aldrei læknir. Hann var blóðhrædd- ur og þoldi ekki að sjá fólk þjást. Því var hann næst sendur í prestaskóla í Cambridge. Í Cambridge kynntist Darwin manni að nafni John Henslow sem bauð honum pláss á rannsóknar- skipinu HMS Beagle árið 1831 (3. mynd). Darwin sló til og varði næstu fimm árum um borð í HMS Beagle, sem kortlagði strendur Suður-Ameríku (4. mynd). Darwin sendi þúsundir sýna til vinar síns Henslow og fyllti margar bækur með glósum um það sem fyrir augu hans bar. Sendingar Darwins vöktu athygli meðal náttúrufræð- inga heima í Bretlandi og Darwin varð viðurkenndur sem nákvæm- ur og góður vísindamaður. Ferð Darwins var ævintýri sem entist honum alla ævi, hann uppgötvaði höfrungategund (sem hann nefndi eftir skipherra ferðarinnar og káetu- félaga sínum Dolphinus fitzroyi), hann fann mikið safn af steingerv- ingum, vann að jarðfræðirannsókn- um í Andesfjöllum, lifði af stóran jarðskjálfta í Chile og setti fram kenningu um myndun kóralrifja, en hann taldi að myndun þeirra tæki að minnsta kosti milljón ár. Eftir að hann kom til baka úr ferð- inni eyddi hann tíu árum í að flokka og vinna úr öllum gögnunum sem hann safnaði á ferð sinni, hann yfirgaf England aldrei aftur.2 Hann hafði haldið dagbók sem orðin var 770 blaðsíður á lengd. Á einhverjum tímapunkti fór hann að hugsa um uppruna tegunda. Fyrsta glósubók- in varðandi uppruna tegunda er frá 1837. Hann skrifaði uppkast að kenningunni árið 1842 sem var 230 blaðsíður.2 Einnig ákvað Darwin að hann ætlaði ekki að verða piparsveinn og því réðist hann í það verk að finna sér kvonfang. Frænka hans, Emma Wedgewood, varð fyrir val- inu (5. mynd). Hún var að sögn góð húsmóðir og afar trúuð. Hún ásamt karli föður hans gerðu Darwin það kleift að stunda rannsóknarstörf sín af miklum krafti. Darwin var hepp- inn að eiga ríkan föður því hann gat þá helgað líf sitt rannsóknar- störfum sem ekki var algengt á þessum tíma. Á árunum milli 1842 og 1857 brallaði Darwin ýmislegt, hann átti tíu börn og skrifaði gríðarlega langt fjögurra verka rit um hrúð- urkarla.2,b Darwin gekk þó ekki heill til skógar því mestalla ævi eftir að hann kom úr svaðilförinni um suðurhöf þjáðist hann af dul- arfullum sjúkdómi. Sumir telja að heilsuleysi hans hafi orsakast af hugarkvölum sem hann leið vegna þess að hann vildi alls ekki særa konu sína og góðvini, sem voru mjög kristin og kenningar hans í þeirra augum voru villutrú. Aðrir 2. mynd. Darwin sjö ára gamall (1816), ári áður en móðir hans lést. Þarna er hann með blómapott í hendi af einhverjum ástæðum. 3. mynd. Darwin varði fimm árum um borð í herskipinu HMS Beagle í rannsóknar- leiðangri sínum á árunum 1831 til 1835. b Darwin sagði að þeim skrifum loknum að hann hataði hrúðurkarla meira en nokkur annar maður, skiljanlega.2 78 3-4 LOKA.indd 152 11/3/09 8:33:46 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.