Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 69

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 69
153 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags telja þó að hann hafi verið með ein- hvern óþekktan hitabeltissjúkdóm sem hann hafi náð sér í á ferð sinni með HMS Beagle.3 Ekki er víst að Darwin hefði gefið neitt út um uppruna tegunda nema fyrir það að maður að nafni Alfred Russell Wallace sendi honum bréf í byrjun sumars árið 1858 þar sem hann setti fram mjög svipaða kenningu og Darwin sjálfur hafði sett fram tuttugu árum fyrr. Darwin var nú gripinn miklu hugarangri; ef hann myndi gefa út kenningu sína nú yrði hann sakaður um að stela kenningu þessa unga, efnilega vís- indamanns, en ef hann gerði ekkert og Wallace gæfi út kenningu sína væri allt verk Darwins farið í súginn. Hann leitaði ráða hjá vinum sínum, Thomas Henry Huxley og Charles Lyell, og úr varð að kenning Wallace og Darwins voru kynntar saman. Og Darwin ákvað að gefa út stuttan útdrátt um þróunarkenningu sína til að tryggja það að enginn myndi fá heiðurinn annar en hann.3 Whitewill Elwin, bókagagnrýn- andi fyrir Quarterly Review, var ekki spenntari en svo fyrir útgáfu þess- arar bókar að hann ráðlagði Darwin að skrifa frekar bók um dúfur. Sem betur fer lét Darwin það sem vind um eyru þjóta.2 Þessi stutti útdráttur nefndist Uppruni tegundanna. Bókin sló um- svifalaust í gegn og seldist fyrsta upplagið upp á einum degi.c Upp hófust gríðarlegar deilur í vís- indaheiminum um þýðingu kenn- ingarinnar fyrir uppruna mannsins. Vinir Darwins, Huxley og Joseph Hooker, vörðu kenningu Darw- ins fyrir umheiminum á meðan Darwin vann rannsóknarstörf á sveitasetri sínu. Þessir vinir Darw- ins voru gríðarlega harðir í horn að taka og Huxley var kallaður ,,Bolabítur Darwins“.d Það má segja að deilurnar hafi náð hápunkti árið 1860 þegar Samuel Wilber- force biskup og Huxley rökræddu í Oxford um þróunarkenninguna. Wilberforce spurði Huxley hvort hann vildi fremur að apatengslin væru í móður- eða föðurætt. Hux- ley svaraði að bragði að hann vildi fremur vera kominn af apa heldur c Fyrsta upplag var þó aðeins 1.250 eintök, en gott á fyrsta degi engu að síður. d Hann kallaði sig reyndar sjálfur því nafni. Hann sagði við Henry Osbourne, nemanda við Harvard um miðjan áttunda áratug 19. aldar, að hann hefði alltaf verið bolabítur Darwins og þyrfti að gæta hans. Charles Blinderman og David Joyce: The Huxley file http://aleph0.clarku.edu/huxley/guide4. html. Skoðað 7.12.2008. 5. mynd. Emma Wedgewood, eiginkona Darwins. 4. mynd. Leiðin sem Darwin fór með HMS Beagle. en vel gefnum manni sem notaði gáfur sínar til að fela sannleikann (6. mynd).3 Darwin eyddi seinni árum ævi sinnar á sveitasetri sínu. Hann varði ótrúlegum tíma í að rannsaka fugla- drit til að komast að því hvernig fræ bærust milli landa. Hann skrif- aði bók um eitt aðaláhugamál sitt, ánamaðka og mikilvægi þeirra fyrir jarðveginn. 78 3-4 LOKA.indd 153 11/3/09 8:33:47 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.