Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 70

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 70
Náttúrufræðingurinn 154 Þróunarkenningin Darwin sagði sjálfur um upphaf þróunarkenningar sinnar þetta: ,,Í október 1838, það er fimmtán mánuðum eftir að ég hóf kerfis- bundna rannsókn mína, vildi svo til að ég las mér til skemmtunar bók [Thomas Robert] Malthusar um Fólksfjöldann. Ég var vel undir það búinn að gera mér grein fyrir lífsbaráttunni sem fer fram hvar sem er, því að ég hafði gert sleitu- lausar athuganir á venjum dýra og jurta. Mér flaug því strax í hug að við þessar aðstæður mundu hagstæðar breytingar á lífverum haldast en óhagstæðar breytingar mundu líða undir lok.“4 Þar sem lífverur eru fjölbreyti- legar þá verða óhjákvæmilega til lífverur sem hæfari eru til búsetu í tilteknu umhverfi heldur en aðrar lífverur sömu tegundar. Þær lífverur, sem búa að heppilegum eiginleik- um í tilteknu umhverfi, eignast fleiri afkvæmi heldur en lífverur sem búa að óheppilegum eiginleikum í tilteknu umhverfi. Á löngum tíma mun því stofn þessara lífvera breyt- ast og aðlagast umhverfi sínu. Því má segja að náttúran gangi til verka eins og bóndi sem ætíð setur bestu sauðkindurnar sínar á og smám saman verður fjárstofn hans betri. Darwin gerði sér grein fyrir því að stofnum lífvera fjölgaði ævinlega svo mikið að barátta yrði um fæðu og lífsrými. Því myndi fjölbreytileiki innan tegundar hafa áhrif á hver kæmist af og hver ekki. Því byggir náttúruval á þremur stoðum.5 1. Allar lífverur eru fjölbreytilegar. 2. Breytileiki erfist milli kynslóða. 3. Lífverur eiga mismörg afkvæmi. Í bókinni Uppruni tegundanna eru í raun tvö meginatriði, þau eru nátt- úruval og þróun lífsins. Það seinna fjallar um hvernig sumar dýrateg- undir deyja út og sumar breytast og enn aðrar standa í stað. Fyrra atriðið er ferli sem útskýrir hvernig þessi þróun gæti átt sér stað. Kenningin er afar vel rökstudd og full af vel unnum og nákvæmum gögnum sem studdu kenningu hans.6 Í efnisyfirliti bókarinnar kemur ágætlega fram hversu fjölbreytt þessi rök eru: Gögn um kynbóta- starf manna með húsdýr og plöntur í fyrsta kaflanum. Gögn um út- breiðslu dýrategunda í mismun- andi heimsálfum. Hann kemur með dæmi um steingervinga til að sanna að til hafi verið lífverur frábrugðnar þeim sem lifðu í dag. Gögn um mis- munandi skeið í jarðsögunni. Þetta er aðeins hluti af rökunum sem Darwin notfærði sér við að sýna fram á kenningu sína. Bók hans er þannig upp byggð að gögn- in falla saman í eina ljúfa heild, eins og púsluspil. Í niðurlagi bókarinnar segir Darwin: ,,Það er forvitnilegt að gera sér í hugarlund árbakka með flóknum gróðri af mörgum tegundum þar sem fuglar syngja í runnum, marg- vísleg skordýr þjóta um loftið og maðkar skríða um raka jörðina – og hugleiða síðan að allar þessar hugvitssamlegu gerðu myndir lífsins, sem eru svo ólíkar en jafn- framt háðar hver annarri með svo flóknum hætti, skuli allar hafa orðið til samkvæmt lögmálum sem eru að verki allt í kringum okkur. Í víðasta skilningi eru þessi lög- mál: vöxtur ásamt æxlun; erfðir sem leiðir af æxlun; breytileiki fyrir beinan og óbeinan tilverkn- að ytri lífsskilyrða og vegna þess hvað er notað og hvað ekki; fjölg- unarhlutfall sem er svo hátt að það leiðir til lífsbaráttu og þess vegna til úrvals náttúrunnar sem hefur í för með sér sundurleitni í eðli og útdauða þeirra lífgerða sem taka ekki framförum. Styrj- öld náttúrunnar, hungursneyð og dauði, leiðir þannig beint af sér æðsta fyrirbærið sem við getum hugsað okkur: æðri dýr verða til. Það er tign yfir þessari lífssýn þar sem lífið er undirorpið ýmsum öflum en lífsandinn hefur í önd- verðu bærst í örfáum myndum eða aðeins einni. Og, meðan jörð- in hefur haldið áfram hringsóli sínu samkvæmt hinu óbreytan- lega lögmáli þyngdarinnar, hefur svo einfalt og óbrotið upphaf leitt af sér ótal myndir, bæði frábær- lega fagrar og undraverðar – og þessi þróun heldur enn áfram.“4 Í þessum málsgreinum kemur bersýnilega fram ást Darwins á nátt- úrunni og áhuginn sem hann hafði á lífinu. Áhrif Darwins Það fyrsta sem við þurfum að gera til að skilja hvernig Darwin breytti sýn manna á heiminn er að kanna í hvernig heim hann fæddist. Darwin var maður sinna tíma, með sín við- horf, sín gildi, og þurfti því fyrst að breyta sinni eigin hugsun áður en hann gat ráðist í það verk í að breyta viðhorfum mannkynsins. Heimur gærdagsins Þegar Charles Darwin fæddist 1809, sama dag og Abraham Lincoln, var heimurinn afar frábrugðinn því sem hann er í dag. Orrustan um Waterloo átti sér stað sex árum síðar og batt enda á útþensluskeið Frakklands. Kaþólska kirkjan hafði aldrei verið áhrifaminni og Vestur-Evrópa var smám saman að breytast úr bænda- samfélagi í nútíma skipulag. Kol, járn og stál voru að sigra heiminn og verksmiðjur tóku við af verkstæð- um handverksmanna. Heimurinn lét hráefni og mat í skiptum fyrir fjöldaframleiddar vörur iðnríkjanna. Þó voru seglskip og hestar helsti 6. mynd. Huxley vildi fremur vera kominn af apa heldur en manni sem notaði gáfur sínar til að koma í veg fyrir að sannleikurinn kæmi fram. 78 3-4 LOKA.indd 154 11/3/09 8:33:47 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.