Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 73

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 73
157 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hana var lag af vatni, svo lag af lofti og svo rétt undir tunglinu var lag af eldi. Stjörnur og plánetur voru gerð- ar úr svokölluðu fimmta frumefni og þær voru kristallaðir hnettir sem voru á föstum sporbaug í kringum jörðina. Utan um allt þetta var svo himnaríki og helvíti undir fótum manna.g Það gefur augaleið að það er umtalsvert þægilegra að búa á þessari jörð heldur en á jörð sem er einhver afkimi í óendanlega stórum alheimi. Sérréttindastaða mannsins sem miðpunkts alheimsins var í hættu. En þrátt fyrir að Isaac Newton og Kóperníkus hafi feykt Guði af himnum þá var ekki nokkur minnsti vafi í hugum fólks að Guð væri skapari alls. Það lá í augum uppi – hver annar hafði hannað þessar fjölbreyttu og merkilegu lífverur? Öllum „af hverju“-spurn- ingum var hægt að svara að lok- um með tilvísun í guðlega for- sjón. Heimspekingurinn Friedrich Nietzsche var svo sannfærður að hann lýsti Guð látinn í frægu riti undir lok 19. aldarinnar. Darwin minnkaði mannskepn- una enn frekar með tilliti til heimsins, allt í einu var aldur jarðarinnar ekki lengur 6.000 ár. Aldur lífsins var mældur í mörg hundruð milljónum ára og í dag er hann talinn vera 3,5 milljarðar ára. Það er mikið hærri tala en maður getur gert sér í hugar- lund. Menn höfðu alist upp við að Guð væri yfir sköpunarverkinu og þeir mættu nota það eftir eigin hent- ugleikum. En þegar í ljós kom að við erum aðeins neðanmálsgrein í sögu lífsins, aðeins örfáar sekúndur úr hinum langa degi lífsins, eru mikið af spurningum sem þarf að svara. Til dæmis spurningum um rétt manna til að undirroka lífverur jarðarinn- ar. Er hin aumi maðkur eitthvað réttindaminni heldur en maðurinn með sitt þróaða taugakerfi? Þessum spurningum hefur ekki verið svarað enn þann dag í dag. Áhrif Darwins á félagsvísindi Það voru þjóðhagfræðingar sem tóku upp á því fyrstir að rannsaka samfélög manna með smásjá. Rann- sóknir Malthusar á fólksfjölda voru meðal þess fyrsta sem kom út úr því. Hagfræðingar voru þeir fyrstu sem höfðu einhverskonar ,,lífræna“ sýn á samfélagið, þeir töldu sam- félög þróast og breytast með tím- anum. Herbert Spencer var hagfræðing- ur og heimspekingur sem setti fram hina frægu setningu, hinir hæfustu lifa af. Í Englandi á 19. öld voru kjör- aðstæður fyrir einhverskonar félags- lega kenningu sem tæki mið af kenningum Darwins um náttúruval. Herbert Spencer leit svo á að ekki ætti að taka fram fyrir hendurnar á þróuninni með því að koma í veg fyrir samkeppni. Það ætti að leyfa hinum ,,hæfustu“ að komast á toppinn, þar sem þeir væru þeir gáfuðustu, og leyfa þeim ,,veik- ustu“ að vera á botninum þar sem þeir ættu ekki skilið að vera annars staðar. Svona hugarfar hefur alltaf verið til og er kallað ,,félagslegur darwinismi“. Síðustu áratugir 20. aldarinnar voru miklir uppgangs- tímar fyrir einstaklingshyggju í ætt við félagslegan darwinisma.h En það voru fleiri en bara félags- legir darwinistar sem fundu rétt- lætingu í skrifum Darwins á sínum stefnum. Sósíalistar fundu í darw- inisma stuðning við tortryggni sína gagnvart trúarbrögðum og trú sína á að breyting væri óumflýjanleg. Sumir fundu einnig beinan stuðn- ing við sósíalíska hugmyndafræði í Darwin, þeir sögðu að hin hæfustu samfélög myndu lifa af og stéttabar- átta myndi veikja samfélög í baráttu sinni við önnur. Því þyrfti að afnema stéttaskiptingu og vinna saman óeigingjarnt til að vinna baráttuna við önnur samfélög. Karl Marx sjálf- ur var afar hrifinn af kenningum Darwins og raunar svo hrifinn að hann sendi Darwin áritað eintak af riti sínu Auðmagnið. Fátt bendir þó til að Darwin hafi lesið það, þar sem það var á þýsku og Darwin var ekki sérlega sleipur í henni. Marx hafði þetta að segja um bókina Uppruni tegundanna í bréfi til Engels árið 1862: ,,Það er athyglisvert hvernig Darwin fann í dýrum merkurinnar hið enska samfélag, með verkaskipt- ingu, samkeppni, nýjum mörkuðum, uppfinningum og malthusískri bar- áttu við að lifa af.“i Einnig fundu fleiri stjórnmála- stefnur hæli hjá Darwin. Peter Kro- potkinj lagði meiri áherslu á það að manngæska og samhjálp væri komin til vegna þróunar mannsins og því bæri að leggja rækt við þessar dyggðir þar sem þær væru leiðir til betra samfélags.17 Merkilegt verður að teljast að bæði friðarsinnar og hernaðarsinn- ar fundu rök fyrir sinni stefnu í Darwin. Sumir töldu að náttúran notaði stríð til að grisja mannkynið, flokka þá veiku út og drepa þá. Sýn hernaðarsinna á stríð breyttist þó eftir fyrri heimsstyrjöld þegar hinir veiku voru skildir eftir heima þar sem þeir voru ekki hæfir til hern- aðar og heilum kynslóðum heil- brigðra ungra manna var slátrað í skotgröfunum. Friðarsinnar fundu þó einnig efni í darwinisma, bentu á það að blóð- ug átök væru mjög sjaldgæf milli einstaklinga eigin tegundar og vís- uðu í félagslega hegðun á borð við gáfur, hugrekki, fórnfýsi og kærleik í skepnum. Einnig vitnuðu þeir í Darwin sjálfan sem var ekki hrifinn af herþjónustu og stríði; herþjónusta kæmi í veg fyrir að heilbrigðir ungir menn myndu fjölga sér á besta aldri og stríð væri líklegt til að fækka hinum heilbrigðu ungu mönnum umtalsvert.17 g Reyndar var það Dante Alighieri sem skilgreindi helvíti svona vel í skemmtiriti sínu Hinn guðdómlegi gleðileikur (La divina commedia). Hann taldi að sálin væri gerð úr þessu fimmta frumefni og leitaði því upp til himna, en líkaminn leitaði niður til helvítis.15 h Það er að segja einstaklingshyggju eins og Milton Friedman boðaði í riti sínu, Capitalism and Freedom, árið 1962.16 i http://www.marxists.org/archive/marx/works/1862/letters/62_06_18.htm. Skoðað 7. nóvember 2008. j Peter Kropotkin var rússneskur landfræðingur, dýrafræðingur og anarkisti, fæddur 1842. 78 3-4 LOKA.indd 157 11/3/09 8:33:49 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.