Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 75
159
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Kristín Svavarsdóttir
Skýrsla stjórnar
Hins íslenska náttúrufræðifélags
fyrir árið 2007
Félagatal
Félagar í Hinu íslenska náttúrufræði-
félagi voru 1.178 í lok ársins 2007. Á
árinu gengu 18 manns í félagið en
20 sögðu sig úr því, 13 létust og einn
var strikaður út af öðrum ástæðum.
Félagsmenn í árslok 2007 skiptust
þannig: átta heiðursfélagar, fimm
kjörfélagar, fimm ævifélagar, 897
almennir félagar innanlands, 31
félagar og stofnanir erlendis, 124
stofnanir innanlands, 86 skóla-
félagar og 22 einstaklingar með
hjónaáskrift.
Stjórn og starfsmenn
Árið 2007 var stjórn félagsins þannig
skipuð: Kristín Svavarsdóttir for-
maður, Helgi Torfason varaformaður,
Kristinn J. Albertsson gjaldkeri,
Hilmar J. Malmquist ritari, Esther
Ruth Guðmundsdóttir, Helgi Guð-
mundsson og Droplaug Ólafsdóttir
meðstjórnendur. Droplaug var
fulltrúi stjórnar í ritstjórn Náttúru-
fræðingsins, Esther hafði umsjón
með fræðslufundum félagsins og
Helgi Guðmundsson hafði umsjón
með fræðsluferðum. Stjórnin fundaði
níu sinnum á árinu. Skoðunarmenn
reikninga voru Kristinn Einarsson
og Arnór Þ. Sigfússon, varamaður
þeirra var Hreggviður Norðdahl.
Samstarfssamningur er í gildi
milli HÍN og Náttúrufræðistofu
Kópavogs um umsjón með útgáfu
Náttúrufræðingsins og dreifingu
hans. Hrefna B. Ingólfsdóttir er
starfsmaður Náttúrufræðistofunnar
og er hún ritstjóri Náttúrufræðings-
ins auk þess að sjá um félagatal HÍN.
HÍN á fulltrúa í einu ráði á
vegum umhverfisráðuneytisins,
dýraverndarráði. Á síðari árum
hefur umhverfisráðherra í flestum
tilfellum óskað eftir að félög á sviði
umhverfisverndar komi sér saman
um einn fulltrúa í nefndir og ráð á
vegum ráðuneytisins. HÍN er eitt
þeirra félaga sem eiga aðild að
samráðsvettvangi ráðuneytisins og
umhverfisverndarsamtaka og tekur
því þátt í slíkum tilnefningum. Hér
er yfirlit yfir helstu ráð sem HÍN á
fulltrúa í:
Dýraverndarráð. Fulltrúi HÍN í
dýraverndarráði var dr. Arnór Þ.
Sigfússon fuglafræðingur og for-
maður ráðsins en hann hætti sem
formaður að eigin ósk snemma árs.
Umhverfisráðherra skipaði nýtt
dýraverndarráð á haustmánuðum
og baðst Arnór undan áframhald-
andi setu í ráðinu. Margrét B. Sig-
urðardóttir líffræðingur var skipuð
fulltrúi HÍN í nýju dýraverndarráði.
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Á
árinu var stjórn nýs Vatnajökul-
sþjóðgarðs skipuð til ársins 2011.
Fyrir hönd umhverfisverndarsam-
taka var Þórunn Pétursdóttir skipuð
í stjórnina og Ingólfur Ásgeir Jó-
hannesson var skipaður varamaður
hennar.
Svæðisráð norðursvæðis Vatna-
jökulsþjóðgarðs. Ingólfur Ásgeir Jó-
hannesson var skipaður fulltrúi
umhverfisverndarsamtaka í svæð-
isráði norðursvæðis Vatnajökuls-
þjóðgarðs 2007–2011.
Svæðisráð austursvæðis Vatnajökuls-
þjóðgarðs. Skarphéðinn G. Þórisson
var skipaður fulltrúi umhverfis-
verndarsamtaka í svæðisráði aust-
ursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs
2007–2011.
Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökuls-
þjóðgarðs. Hrafnhildur Hannesdóttir
var skipuð fulltrúi umhverfisvernd-
arsamtaka í svæðisráði suðursvæðis
Vatnajökulsþjóðgarðs 2007–2011.
Svæðisráð vestursvæðis Vatna-
jökulsþjóðgarðs. Ólafía Jakobsdóttir
var skipuð fulltrúi umhverfis-
verndarsamtaka í svæðisráði vest-
ursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs
2007–2011.
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins fyrir árið 2007
var haldinn laugardaginn 23. febrúar
2008 kl. 14 í fundarsal Náttúru-
fræðistofu Kópavogs, í Safnahúsinu
í Kópavogi. Fundarstjóri var kosinn
Hreggviður Norðdahl og fundarrit-
ari Hrefna B. Ingólfsdóttir. Fundinn
sátu 10 félagsmenn. Formaður flutti
skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti
ársreikninga félagsins, sem voru
samþykktir af fundarmönnum án
athugasemda. Margrét B. Sigurðar-
dóttir gerði grein fyrir störfum dýra-
verndarráðs og svaraði fyrirspurn-
um fundarmanna.
Kjósa átti um formann félagsins.
Kristín Svavarsdóttir gaf kost á
sér áfram og var hún endurkjörin.
Úr stjórn áttu að ganga Droplaug
Ólafsdóttir, Helgi Guðmundsson
og Kristinn J. Albertsson. Öll gáfu
þau kost á sér áfram og voru endur-
kjörin. Til viðbótar óskaði Helgi
Torfason að ganga úr stjórninni
vegna starfs síns sem safnstjóri
Náttúruminjasafns Íslands. Stungið
var upp á Friðgeiri Grímssyni í
stjórnina í stað Helga og var hann
kosinn einróma til eins árs. Arnór
Þ. Sigfússon og Kristinn Einarsson
voru endurkjörnir sem skoðunar-
menn reikninga og Hreggviður
Norðdahl varamaður þeirra.
78 3-4 LOKA.indd 159 11/3/09 8:33:49 AM