Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 75

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 75
159 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Kristín Svavarsdóttir Skýrsla stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir árið 2007 Félagatal Félagar í Hinu íslenska náttúrufræði- félagi voru 1.178 í lok ársins 2007. Á árinu gengu 18 manns í félagið en 20 sögðu sig úr því, 13 létust og einn var strikaður út af öðrum ástæðum. Félagsmenn í árslok 2007 skiptust þannig: átta heiðursfélagar, fimm kjörfélagar, fimm ævifélagar, 897 almennir félagar innanlands, 31 félagar og stofnanir erlendis, 124 stofnanir innanlands, 86 skóla- félagar og 22 einstaklingar með hjónaáskrift. Stjórn og starfsmenn Árið 2007 var stjórn félagsins þannig skipuð: Kristín Svavarsdóttir for- maður, Helgi Torfason varaformaður, Kristinn J. Albertsson gjaldkeri, Hilmar J. Malmquist ritari, Esther Ruth Guðmundsdóttir, Helgi Guð- mundsson og Droplaug Ólafsdóttir meðstjórnendur. Droplaug var fulltrúi stjórnar í ritstjórn Náttúru- fræðingsins, Esther hafði umsjón með fræðslufundum félagsins og Helgi Guðmundsson hafði umsjón með fræðsluferðum. Stjórnin fundaði níu sinnum á árinu. Skoðunarmenn reikninga voru Kristinn Einarsson og Arnór Þ. Sigfússon, varamaður þeirra var Hreggviður Norðdahl. Samstarfssamningur er í gildi milli HÍN og Náttúrufræðistofu Kópavogs um umsjón með útgáfu Náttúrufræðingsins og dreifingu hans. Hrefna B. Ingólfsdóttir er starfsmaður Náttúrufræðistofunnar og er hún ritstjóri Náttúrufræðings- ins auk þess að sjá um félagatal HÍN. HÍN á fulltrúa í einu ráði á vegum umhverfisráðuneytisins, dýraverndarráði. Á síðari árum hefur umhverfisráðherra í flestum tilfellum óskað eftir að félög á sviði umhverfisverndar komi sér saman um einn fulltrúa í nefndir og ráð á vegum ráðuneytisins. HÍN er eitt þeirra félaga sem eiga aðild að samráðsvettvangi ráðuneytisins og umhverfisverndarsamtaka og tekur því þátt í slíkum tilnefningum. Hér er yfirlit yfir helstu ráð sem HÍN á fulltrúa í: Dýraverndarráð. Fulltrúi HÍN í dýraverndarráði var dr. Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur og for- maður ráðsins en hann hætti sem formaður að eigin ósk snemma árs. Umhverfisráðherra skipaði nýtt dýraverndarráð á haustmánuðum og baðst Arnór undan áframhald- andi setu í ráðinu. Margrét B. Sig- urðardóttir líffræðingur var skipuð fulltrúi HÍN í nýju dýraverndarráði. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Á árinu var stjórn nýs Vatnajökul- sþjóðgarðs skipuð til ársins 2011. Fyrir hönd umhverfisverndarsam- taka var Þórunn Pétursdóttir skipuð í stjórnina og Ingólfur Ásgeir Jó- hannesson var skipaður varamaður hennar. Svæðisráð norðursvæðis Vatna- jökulsþjóðgarðs. Ingólfur Ásgeir Jó- hannesson var skipaður fulltrúi umhverfisverndarsamtaka í svæð- isráði norðursvæðis Vatnajökuls- þjóðgarðs 2007–2011. Svæðisráð austursvæðis Vatnajökuls- þjóðgarðs. Skarphéðinn G. Þórisson var skipaður fulltrúi umhverfis- verndarsamtaka í svæðisráði aust- ursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2007–2011. Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökuls- þjóðgarðs. Hrafnhildur Hannesdóttir var skipuð fulltrúi umhverfisvernd- arsamtaka í svæðisráði suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2007–2011. Svæðisráð vestursvæðis Vatna- jökulsþjóðgarðs. Ólafía Jakobsdóttir var skipuð fulltrúi umhverfis- verndarsamtaka í svæðisráði vest- ursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2007–2011. Aðalfundur Aðalfundur félagsins fyrir árið 2007 var haldinn laugardaginn 23. febrúar 2008 kl. 14 í fundarsal Náttúru- fræðistofu Kópavogs, í Safnahúsinu í Kópavogi. Fundarstjóri var kosinn Hreggviður Norðdahl og fundarrit- ari Hrefna B. Ingólfsdóttir. Fundinn sátu 10 félagsmenn. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti ársreikninga félagsins, sem voru samþykktir af fundarmönnum án athugasemda. Margrét B. Sigurðar- dóttir gerði grein fyrir störfum dýra- verndarráðs og svaraði fyrirspurn- um fundarmanna. Kjósa átti um formann félagsins. Kristín Svavarsdóttir gaf kost á sér áfram og var hún endurkjörin. Úr stjórn áttu að ganga Droplaug Ólafsdóttir, Helgi Guðmundsson og Kristinn J. Albertsson. Öll gáfu þau kost á sér áfram og voru endur- kjörin. Til viðbótar óskaði Helgi Torfason að ganga úr stjórninni vegna starfs síns sem safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands. Stungið var upp á Friðgeiri Grímssyni í stjórnina í stað Helga og var hann kosinn einróma til eins árs. Arnór Þ. Sigfússon og Kristinn Einarsson voru endurkjörnir sem skoðunar- menn reikninga og Hreggviður Norðdahl varamaður þeirra. 78 3-4 LOKA.indd 159 11/3/09 8:33:49 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.