Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 78

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 78
Náttúrufræðingurinn 162 Október: Járngerður Grétarsdóttir plöntuvistfræðingur hélt erindi um rannsóknir á gróðri stuttu eftir stór- an sinubruna. – Skammtímaáhrif sinubruna á Mýrum 2006 á gróður. Fundargestir voru 25. Nóvember: dr. Ólafur Ingólfsson jarðfræðingur hélt erindi um ferð sína í eyðimörkina. – Jöklafræð- ingur í Kalahari-eyðimörkinni: jarðsaga, fornjöklun, demantar og ljón. Fundargestir voru 40. Fræðsluferð Þessi þáttur félagsstarfsins hefur því miður verið mjög lítill síðustu árin. Ein fræðsluferð á vegum félags- ins var farin á árinu. Miðvikudags- kvöldið 6. júní 2007 hittist hópur fólks á bílastæði í Bláfjallafólkvangi en ferðinni var heitið á Þríhnúkagíg. Fararstjóri og leiðsögumaður var dr. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur, sem þekkir svæðið vel vegna rann- sókna sinna þar. Fram hafa komið hugmyndir um að grafa göng í Þrí- hnúkagíg og koma fyrir útsýnispalli um miðjan hellinn. Fáir hellar eru til á jörðinni af þeirri gerð og stærð sem Þríhnúkagígur tilheyrir. Rúmlega 20 manns gengu, en vegna slæms veðurs gekk aðeins hluti þeirra sem mættu. Lengst af ferðar var skyggni ekkert og hópurinn gekk í roki og rigningu í tvo og hálfan tíma. Það er óhætt að segja að Kristján hafi leyst verkefnið vel af hendi og þrátt fyrir leiðindaveður var ferðin áhugaverð og mjög fræðandi. Margir í hópnum voru ákveðnir í að fara sem fyrst aftur í betra veðri til að sjá það sem Kristján lýsti en ekki sást. Náttúruminjasafn Íslands Lög um Náttúruminjasafn Íslands (nr. 35 2007) voru samþykkt á Alþingi þann 17. mars 2007 með 49 atkvæðum en 14 þingmenn voru fjarstaddir. Lögin tóku gildi 30. mars 2007. Frumvarp að lögum um Nátt- úruminjasafn Íslands var fyrst lagt fyrir vorþingið 2006 en ekki tókst að ljúka afgreiðslu þess þá. Lítið breytt frumvarp var lagt fyrir þingið haustið eftir þannig að frumvarpið fór tvisvar sinnum til menntamála- nefndar. Menntamálanefnd leitaði í bæði skiptin eftir umsögn félagsins og varð stjórn félagsins við þeirri beiðni. Þann 13. febrúar 2007, á með- an frumvarpið var til meðferðar í þinginu, skrifaði stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags opið bréf til þingmanna og fékk það birt í Morg- unblaðinu. Í bréfinu hvatti stjórnin þingmenn til að styðja frumvarpið. Stjórn félagsins taldi mikilvægt að lögin yrðu samþykkt því hún gerði sér vonir um að við það kæmist hreyfing á málefni safnsins. Fljótlega eftir að lög um Nátt- úruminjasafn Íslands voru sett var staða safnstjóra auglýst og bárust sjö umsóknir um starfið. Menntamála- ráðherra veitti dr. Helga Torfasyni jarðfræðingi, þáverandi varafor- manni Hins íslenska náttúrufræði- félags, safnstjórastöðuna þann 8. maí 2007. Náttúruminjasafn Íslands fékk aðstöðu að Túngötu 14 í Reykjavík. Annað Fimmta Umhverfisþing umhverfis- ráðherra var haldið á Hótel Nordica í Reykjavík dagana 12.–13. október. Umhverfisþingið fjallaði um nátt- úruvernd og líffræðilega fjölbreytni nú og í framtíðinni. Þingið sátu Kristín Svavarsdóttir, Helgi Torfa- son, Hilmar J. Malmquist og Krist- inn J. Albertsson úr stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags. Fulltrúi umhverfisverndarsamtaka, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, hélt erindi við upphaf þingsins og tveir fulltrúar sömu félaga, Björg- ólfur Thorsteinsson og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, sátu í pallborði í lok þingsins. Hið íslenska náttúrufræðifélag var kynnt á veggspjaldi á Umhverfis- þinginu. Um höfundinn Kristín Svavarsdóttir (f. 1959) hefur verið formað- ur Hins íslenska náttúru- fræðifélags frá 2002. Hún lauk doktorsprófi í plöntu- vistfræði frá Lincoln- háskóla í Nýja-Sjálandi. Kristín er sérfræðingur í vistfræði hjá Landgræðslu ríkisins. Póstfang höfundar Kristín Svavarsdóttir Landgræðsla ríkisins Keldnaholti IS-112 Reykjavík kristin.svavarsdottir@land.is2. mynd. Á leið á Þríhnúkagíg í slæmu skyggni og misjöfnu veðri. Ljósm.: Stefán Már Stefánsson. 3. mynd. Þríhnúkagígur lengst til vinstri. Ljósm.: Stefán Már Stefánsson. 78 3-4 LOKA.indd 162 11/3/09 8:33:55 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.