Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 81
165
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Þorleifur Eiríksson
Náttúrustofa Vestfjarða
Náttúrustofa Vestfjarða hóf starf-
semi í Bolungarvík árið 1997, en nú
starfar stofan einnig á Hólmavík, í
Strandabyggð og á Patreksfirði
í Vesturbyggð. Sex sveitarfélög eru
aðilar að Náttúrustofu Vestfjarða,
þ.e. Strandabyggð, Súðavíkurhrepp-
ur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkur-
kaupstaður, Tálknafjarðarhreppur
og Vesturbyggð, en starfssvæði
stofunnar er allir Vestfirðir.
Náttúrustofa Vestfjarða sér um
Náttúrugripasafn Bolungarvíkur
samkvæmt samningi við Bolungar-
víkurkaupstað. Náttúrugripasafnið
er í húsnæði samtengdu stofunni
og er sinnt af starfsmönnum hennar.
Það er alltaf opið á skrifstofutíma og
auk þess um helgar yfir sumarið.
Fastráðnir starfsmenn eru átta
talsins, en auk þess eru starfsmenn
ráðnir í tímabundin verkefni, sér-
staklega yfir sumarið og voru þeir
níu í ár. Allir starfsmenn vinna
saman að ýmsum þjónustuverk-
efnum og rannsóknum stofunnar,
en um ákveðna verkaskiptingu er
að ræða. Dr. Þorleifur Eiríksson
dýrafræðingur er forstöðumaður og
fyrir utan stefnumörkun og rekst-
ur stofunnar vinnur hann mest að
smádýrarannsóknum. Böðvar Þóris-
son líffræðingur vinnur mest að
fuglarannsóknum, m.a. í samstarfi
við Náttúrufræðistofnun Íslands
(NÍ). Böðvar er í MS-námi við HÍ og
fjallar verkefnið um varpvistfræði
sandlóu. Hafdís Sturlaugsdóttir
(MS) er landnýtingarfræðingur og
vinnur mest að gróðurkortagerð í
samvinnu við NÍ en teiknar einnig
kort fyrir ýmis þjónustuverkefni
stofunnar. Katharina Sommermeier
(MS) er landfræðingur og vinnur að
gróðurkortagerð í samvinnu við NÍ,
en hún er einnig að þróa þemakort
fyrir Vestfirði. Cristian Gallo (MS)
er umhverfisfræðingur og vinnur
að gróðurkortagerð í samvinnu við
NÍ. Hann vinnur einnig við flokkun
smádýra í rannsóknum stofunnar á
botndýralífi og í fuglaathugunum.
Kristjana Einarsdóttir líffræðingur
heldur utan um þjónustuverkefni
stofunnar, svo sem umhverfismat,
auk þess að vinna að fuglarannsókn-
um. Kristjana er í framhaldsnámi
þar sem hún vinnur að atferlisrann-
sóknum á sandlóu. Margrét Hall-
mundsdóttir fornleifafræðingur er
í hlutastarfi, en fyrir utan athuganir
og kortlagningu á fornleifum vegna
framkvæmda hefur hún m.a. unnið
að uppgrefti í Koti í Rangárvallasýslu.
Gunnar Sigurðsson skrifstofustjóri
1. mynd. Nemendur að leysa verkefni frá Náttúrustofunni inni á Náttúrugripasafninu.
Ljósm.: Böðvar Þórisson.
2. mynd. Sýnataka og fjörukortlagning í Grunnafirði. Ljósm.: Þorleifur Eiríksson.
78 3-4 LOKA.indd 165 11/3/09 8:33:59 AM