Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 82
Náttúrufræðingurinn
166
sér um daglegan rekstur skrifstof-
unnar, en aðstoðar líka við ýmis-
lega rannsóknavinnu þegar við á.
Lausráðið starfsfólk aðstoðar t.d.
við sýnatöku og úrvinnslu sýna,
skráningu og safnvörslu.
Frá upphafi hefur Náttúrustofan
sinnt margvíslegum verkefnum; má
þar nefna þjónustu við almenning
og sveitarfélög, eigin rannsóknir
og þjónustuverk fyrir stofnanir og
fyrirtæki. Fólk kemur í síauknum
mæli til stofunnar með fyrirspurnir,
t.d. með óskir um greiningar á
smádýrum.
Náttúrustofan hefur unnið að
rannsóknum í Hornstrandafriðlandi.
Rannsóknirnar eru margliða og í
samstarfi við marga aðila. Nefna
má rannsóknir á refum, fuglum,
gróðri, vötnum, smádýrum á landi
og í fjörum.
Fjörurannsóknir hafa verið stund-
aðar frá upphafi, en einnig athug-
anir á sjávarbotni innfjarða. Þær
rannsóknir hafa undið upp á sig
vegna þjónustu við fiskeldisfyrir-
tæki og hefur stofan unnið bæði á
Vestfjörðum og Austfjörðum í því
sambandi. Einnig hefur stofan gert
botndýrarannsóknir vegna kalk-
þörungavinnslu bæði á Vestfjörðum
og Norðurlandi.
Náttúrustofan hefur lengi rann-
sakað hvaða áhrif uppsöfnun líf-
rænna efna á sjávarbotni hefur á
botndýralíf. Þessi verkefni hafa
tengst fráveitum sveitarfélaga, frá-
rennsli frá fiskvinnsluhúsum og
fiskeldi í eldiskvíum.
Fuglaathuganir hafa alltaf verið
stór hluti af rannsóknum stofunnar,
t.d. í tengslum við umhverfismat.
Þær hafa aukist nú undanfarið
vegna vöktunar á fuglum í sam-
vinnu við NÍ.
Gróðurkortagerð er orðin umtals-
verður hluti starfseminnar og er hún
unnin í samvinnu við NÍ. Unnið er
að kortagerðinni á starfsstöðvum
stofunnar á Hólmavík, Patreksfirði
og í Bolungarvík. Lögð er áhersla á
kortlagningu Vestfjarða þótt einnig
sé unnið víðar um land við tilfall-
andi verkefni.
Starfsemi fornleifadeildar Nátt-
úrustofunnar hefur verið mikil
undanfarin ár. Má þar nefna forn-
leifaathuganir vegna framkvæmda,
björgunargröft í Bolungarvík og
Hrútey í Mjóafirði ásamt eigin rann-
sóknum, svo sem á hvalveiðistöð
Baska í Steingrímsfirði.
Þjónustuverkefni vegna skipu-
lags sveitarfélaga og starfsleyfis
eða umhverfismats hafa alltaf verið
stór þáttur í starfsemi Náttúrustofu
Vestfjarða. Stofan hefur t.d unnið
verkefni vegna vegagerðar, virkjana,
frárennslis, námuvinnslu og fisk-
3. mynd. Fjörusýnataka í Dýrafirði.
Ljósm.: Böðvar Þórisson.
eldis. Mörg af þessum verkefnum
hafa verið viðamikil þar sem Nátt-
úrustofan hefur ritstýrt umhverfis-
matsskýrslum og útvegað aðila til
að sjá um rannsóknir sem ekki eru á
sviði stofunnar.
Náttúrustofan hefur tekið virkan
þátt í fræðilegri umræðu á Vestfjörð-
um er varða starfsvið stofunnar og
hefur til að mynda haldið námskeið
hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og
Háskólasetri Vestfjarða. Stofan hefur
líka útbúið verkefni fyrir grunn-
skólanemendur sem þeir hafa getað
leyst á stofunni, Náttúrugripasafn-
inu og úti í náttúrunni.
Náttúrustofan er í samstarfi við
fjölmarga aðila bæði á Vestfjörðum,
annars staðar á landinu og erlendis.
Sérstaklega ber að nefna Náttúru-
fræðistofnun Íslands, Veiðimála-
stofnun, Líffræðistofnun háskólans,
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða og
Rannsókna- og fræðasetur Háskóla
íslands á Vestfjörðum. Auk þess er
samstarf náttúrustofanna alltaf að
aukast fyrir tilstilli Samtaka nátt-
úrustofa (SNS). Ákveðin sérhæfing
stofanna eykur mjög þau verkefni
sem þær geta tekið að sér sameig-
inlega. Þannig hefur Náttúrustofa
Vestfjarða tekið að sér verkefni bæði
á Norðurlandi og Austurlandi í
samstarfi við náttúrustofurnar þar.
4. mynd. Gróðurkortlagning á Vestfjörðum. Ljósm.: Guðmundur Guðjónsson.
78 3-4 LOKA.indd 166 11/3/09 8:34:03 AM