Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 3
3 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags HÍN í 120 ár Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað í Reykjavík þann 16. júlí 1889. Félagið varð því 120 ára á síð- asta ári og hélt upp á það með pomp og prakt í Þjóðmenningarhúsinu um áramótin. Í þessu hefti Náttúrufræð- ingsins eru birt nokkur erindi sem haldin voru af þessu tilefni, m.a. ávarp Kristínar Svavarsdóttur, fyrr- verandi formanns HÍN, um sögu og baráttumál félagsins. Hér er því ekki úr vegi að lýsa stefnumiðum félagsins og helstu áherslum í hin- um faglegu málum náttúrufræðinga eins og þau birtast í dag. Að hluta eru þau hin sömu og fyrir 120 árum. Hin almennu markmið eru að efla íslensk náttúruvísindi, glæða áhuga og auka þekkingu manna á öllu sem snertir náttúrufræði og tengdar greinar. Í þessu skyni stend- ur félagið meðal annars að útgáfu Náttúrufræðingsins þar sem birtar eru greinar um náttúrufræði, jafnt fræðilegar greinar sem almennur fróðleikur. Ritið verður 80 ára á næsta ári og áskrifendur þess eru nú um 1.200. Náttúrufræðingar eru viljugir að skrifa í ritið, efnisskortur hrjáir það ekki og færri komast að en vilja. Fræðileg fjölbreytni, vísindaleg kröfuharka, aðgengileg framsetning og myndræn gæði eru stolt ritsins. Annað baráttumál félagsins er að komið verði upp góðu nátt- úruminjasafni. Náttúruminjasafn Íslands er að vísu til og lög um það voru samþykkt fyrir þremur árum, árið 2007. Þar stendur skýrum stöfum í 1. grein að safnið sé höf- uðsafn á sviði náttúrufræða. Höfuð- safn á samkvæmt safnalögum að hafa sambærilega stöðu gagnvart smærri söfnum og Þjóðminjasafn- ið hefur gagnvart byggðasöfnum, Listasafn Íslands gagnvart smærri listasöfnum og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn gagn- vart öðrum bókasöfnum. Svo er þó ekki um Náttúruminjasafnið því það er á hrakhólum og býr hvorki við forsvaranlegt húsnæði né sýningaraðstöðu og safnkost- urinn er óaðgengilegur. Þessi staða er algerlega óviðunandi. Hún er til vansa fyrir Alþingi, sem samþykkti lögin, til baga fyrir þjóðina, sem á heimtingu á sínu höfuðsafni, og til álitshnekkis fyrir menntamálaráðu- neytið, sem lögum samkvæmt á að sjá til þess að safnið rísi, enda fer menntamálaráðherra með yfir- stjórn þess. Íslendingar eru um margt tengdari náttúrunni og öflum hennar en aðrar þjóðir, bæði hvað varðar atvinnuhætti, sögu og sjálfs- vitund. Það er því mótsagnakennt að þeir skuli eftirbátar annarra þjóða hvað náttúruminjasafn áhrærir. Hið íslenska náttúrufræðifélag gaf þjóð- inni náttúrugripasafn sitt fyrir meira en 60 árum og ríkið tók við gjöfinni með fyrirheitum um að vel skyldi að safninu staðið. Þessi fyrirheit eru óefnd og félagið hefur þar verk að vinna. Nú þegar Íslendingar eru að rísa úr öskustó hruns og kreppu, með nýtt verðmætamat og nýja framtíðardrauma, mun félagið efla baráttu sína fyrir náttúruminjasafni sem starfa á af þrótti í veglegu hús- næði með glæstar sýningar. Þar skal varpað ljósi á náttúru Íslands, nátt- úrusögu landsins, nýtingu náttúru- auðlinda, náttúruvernd og samspil manns og náttúru. Árni Hjartarson, formaður HÍN 80 1-2#loka.indd 3 7/19/10 9:50:20 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 1.-2. hefti (2010)
https://timarit.is/issue/384511

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1.-2. hefti (2010)

Aðgerðir: