Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 63

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 63
63 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 0 5 10 15 0 5 10 15 0 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 V − A (km) S − N (k m ) VÍ GRE FHG styrkurinn kringum áramót (>1.950 µg/m3, sjá 6. mynd) er meira en 3-falt hámarksgildi yfir árið. Á „venjuleg- um“ dögum er hámarkið oft í kring- um 50–100 µg/m3, þannig að um áramót er hámarkið meira en 20-falt hámark flestra venjulegra daga. Breytileiki í styrk svifryksmeng- unar um áramót sýnir mikilvægi þess að mælingar á styrk séu gerðar með mikilli tímaupplausn. Vindur og úrkoma á Íslandi hjálpa verulega til við að halda styrk svifryksmeng- unar niðri og slá hratt niður stóra toppa, eins og þá sem verða um áramót. Í hægum vindi og þurrviðri er líklegt að mengun vegna svifryks sé langt yfir sólarhrings-heilsuverndar- mörkum (50 µg/m3) frá miðnætti til morguns á nýársdag og því ættu þeir sem eru í áhættuhópum að fylgjast vel með veðurspám um áramót. Einnig er starfandi viðbragðsteymi, samkvæmt viðbragðsáætlun Heil- brigðisnefndar Reykjavíkurborgar,24 sem fylgist með loftgæðum í borg- inni og sendir út viðvaranir til helstu fréttamiðla landsins þegar ástæða er til að vara við skertum loftgæðum. Auk þess geta íbúar borgarinnar fylgst með niðurstöðum mælinga frá Grensásvegi á svifryksmæli sem finna má á heimasíðu Umhverfis- og samgöngusviðs, www.reykjavik.is. Summary Particulate matter pollution during New-year’s Eve celebra- tion in Reykjavik, Iceland The airborne particulate matter pollu- tion (PM10) around New-years Eve in Reykjavik, Iceland, reaches values that are many times greater (up to 2374 µg m-3, 30 min value) than the typical daily peak values (~100 µg m-3, 30 min value). Strong winds (and precipitation) are ef- ficient in reducing the peak concentra- tion, and changes in the wind direction, even for relatively calm winds, can com- plicate the time series. Although the concentration reaches high values, these pollution events are of short duration. 8. mynd. Útreiknaðir ferlar svifryksagna frá miðnætti til klukkan 04:00 eftir miðnætti, 1. janúar 2006. – Calculated particle paths from midnight till 4 am on 1 January 2006. klukkan 03:00. Ef við notum ferilinn samkvæmt mælingum VÍ setjum við tígultáknið sem merkt er 3 á mælistöðina og finnum svo tígul- táknið fyrir miðnætti, sem er ~7 km í NA (einnig sjáum við að ögnin hefur farið nokkuð fyrir sunnan mælistöðina og svo aftur í norður áður en hún mælist). Sama má gera fyrir aðrar samsetningar á upphafs- og mælingatíma og nota má ferlana fyrir GRE og FHG á sama hátt. Þrátt fyrir alla óvissu í því hver ferill svifryksagnanna er nákvæm- lega, er ljóst að loft frá Grafarvogi og Mosfellsbæ getur hafa færst inn að mælistöðvunum um klukk- an 03:00 á nýársnótt. Við teljum því líklegast að áramótin 2005/6 hafi ferskur NV-vindur borist að mælistöðvunum. Þegar vindáttin breyttist, fyrst í NA-átt og síðan í A-átt, hafi hluti af menguðu lofti borist aftur inn yfir mælistöðvarn- ar. Þannig er mögulegt að svifryk frá Grafarvogi og Mosfellsbæ hafi borist inn yfir mælistöðvarnar um klukkan 03:00. Áramótin 2006/7 og 2007/8 var vindáttin nokkurn veginn stöðug og ferlarnir því þeim mun einfaldari. Í samanburði við hámarkið áramótin 2006/7 fylgdi hámarkið 2007/8 vel því sem búast mátti við vegna áhrifa vindstyrks á styrk mengunar (C), þar sem styrkurinn fellur í öfugu hlutfalli við vind- styrk, C ∞ 1/u, þar sem u er vind- hraði. Áramótin 2007/8 var vind- hraðinn um 11 m/s, en aðeins 1,5 m/s áramótin 2006/7, en þar er ríflega 7-faldur munur á vindhraða. Hámarksstyrkur svifryksmengunar áramótin 2007/8 var 268 µg/m3 og 1.963 µg/m3 áramótin 2006/7; þar er munurinn einnig ríflega 7-faldur og kemur það vel heim við áhrif vindstyrks. Niðurstöður Svifryksmengun vegna flugelda um áramót er margfalt meiri en þau hámarksgildi sem mælast yfirleitt yfir árið. Svifryksmengun PM10 mælist sjaldan meiri en 600 µg/m3 (30-mín. gildi), sjá 5. mynd, svo að 80 1-2#loka.indd 63 7/19/10 9:52:48 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.