Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 12
Náttúrufræðingurinn 12 ólífrænna fyrirbæra. Jafnvel jarð- skorpuflekar fá ekki að vera í friði sem hreinræktað jarðfræðifyrirbæri. Rökstuddur grunur leikur á að starfsemi lífvera sé kveikjan að at- burðarásinni sem þrýstir fleka ofan í iður. Ólíkt dæmi er magnetít, segul- járnsteinn sem er algeng steind í basalti og myndast undir miklum þrýstingi í jörðu við háan hita. En seguljárnsteinn myndast einnig í líf- verum við lágan hita, til dæmis í sjó, og þrýsting sem er ef til vill aðeins ein loftþyngd. Og þetta á ekki aðeins við um seguljárnstein heldur mun fleiri steindir sem vaxa í lífverum, og við það verða steindir lífrænar, lifandi fyrirbæri, samkvæmt form- úlunni – en eru jafn steindauðar og áður. Þannig vex seguljárnsteinn í skráptönnum í nökkvum í öllum heimsins höfum, en hematít eða járnglans, sem er jafnharður, í skráp- tönnum olnbogaskelja. Og ekki nóg með það heldur vex seguljárnsteinn í gerlum, amöbum, fuglum og fisk- um og tengist ratvísi þeirra. Þegar við veltum fyrir okkur þess- um staðreyndum um samspil lífs og jarðar er eins og tómarúm myndist. Eitthvað vantar upp á skilning og þekkingu, og óvissan, hvatinn að nýrri leit, tekur við. En er það ekki samspil jarðarefna og lífs sem öllu máli skiptir? Varða stóru vandamál nútímans ekki heildir, einmitt það reyna að skilja hvernig kerfi jarðar virka á hlýnandi jörðu, við hrun lífverutegunda og vistkerfa? Við höfum sundrað fræðigreinum og misst sjónar á stóra samhenginu, sjáum ekki skóginn fyrir trjánum. Okkur bráðvantar almenna og sérhæfða uppeldisstofnun sem stendur vörð um þekkingu á sviði náttúruvísinda og umhverfismála. Engin fræði eru mikilvægari nú á tímum fyrir Íslendinga nema þau sem halda utan um íslenska tungu. Í landi þar sem lýðræðishug- myndin hefur verið í miklum metum, menntun talin á hástigi hjá þjóð sem lengi hefur gumað af gjörvi- leika sínum – þar til allt hrundi – er tímabært að endurmeta mennt- unina frá grunni. Stenst endalaust sjálfshól um menntun okkar og eigið ágæti? spyr þessi Þingeyingur. Í íslenskum háskólum er til dæmis boðið upp á nám í hagfræði, við- skiptafræði, almennri verkfræði og að sjálfsögðu í stjórnmálafræði án þess að þessi fræði séu tengd undir- stöðunni, hagkerfi náttúrunnar og náttúruferlum. Hagfræðingur þarf að mati yfirvalda enga undirstöðu- menntun í náttúrufræðum þótt aðalviðfangsefni hans sé höfuðstóll náttúrunnar – og enn síður fær verk- fræðingur grunnmenntun í vistfræði þótt starfssvið hans varði inngrip í ferli náttúrunnar. Rök hníga að því að þetta fáránlega fálæti gagnvart náttúrunni, bæði hér á landi og í hagkerfum heimsins, hafi ekki að- eins orsakað efnahagshrun á heims- vísu heldur sé það einnig hvatinn að hlýnun á jörðinni, mengun og dvínandi gæðum jarðar. Myndum við treysta hjartaskurðlækni sem hefði enga undirstöðu í líffærafræði en væri afar flinkur að beita hnífi og bródera? Við þurfum nýja uppeldisstofnun Gegnum tíðina hefur þjóðin valið sér fjölmarga þingmenn sem hafa verið ólæsir á náttúruarf landsins, einkum þann sem felst í vistkerfum, byggist á vistkerfum, á samspili vatns, lands elds og ísa, loftslags og lífvera þess. Við skulum forðast að kyrja sorgarsálma hér í dag, en sárin og menjar þeirra eru sýnilegar og ósýnilegar um allar auðlindir lands og sjávar. Þessu verður að breyta. Allir Íslendingar, komnir til vits og ára, eiga að geta rætt um náttúru lands- © gpó 80 1-2#loka.indd 12 7/19/10 9:50:46 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.