Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn 22 tegundar á vistkerfið verði óaftur- kræf.94 Mörg dæmi eru um vel heppn- aðar útrýmingar- eða stofnstjórn- unaraðgerðir, flest á eyjum eða afmörkuðum svæðum. Á Nýja-Sjá- landi hefur útrýming heppnast í a.m.k. 156 tilvikum og á yfir 400 eyjum víða um heim.54,135 Upplýs- ingar um góðan árangur hafa oft ekki verið birtar eða eru í óaðgengilegum skýrslum og því vísindaheiminum ókunnar.130,131 Útrýmingaraðgerðir hafa oftast beinst að hryggdýrum á landi,54 sérstaklega mismunandi teg- undum af rottum og marðardýrum, sem og kanínum, köttum, geitum og svínum,135 en einnig eru dæmi um aðgerðir gegn ferskvatnsfisk- um,136 hryggleysingjum á landi og í sjó137–140 og þörungum.141 Útrýming plantna hefur reynst hvað erfiðust viðfangs en hefur þó tekist ef teg- undin hefur haft mjög takmark- aða útbreiðslu eða verið til staðar í litlum mæli.134,142 Einnig eru til dæmi um árangursríkar aðgerðir til að takmarka útbreiðslu plantna sem orðnar eru algengar þótt útrýming hafi ekki tekist. Árið 1960 þakti vatnagoði til að mynda um 51.000 hektara í Flórída en aðgerðir gegn honum skiluðu sér í samdrætti niður í 2.000 hektara fyrir síðustu aldamót.143 Þá ber að hafa í huga að síðbúnar aðgerðir geta skilað árangri, þótt líkurnar minnki með tímanum og kostnaður verði örugg- lega hærri.130 Góður árangur af aðgerðum til að útrýma ágengum tegundum er m.a. háður eftirfarandi þáttum: a) Vart verður við tegundina snemma og brugðist er skjótt við.54,130,144 b) Meðan á aðgerðum stendur er vaxt- arhraði stofnsins neikvæður, enginn aðflutningur á sér stað og útrýming- araðferðir ná til allra einstaklinga í stofninum.144 c) Nægjanlegt fjár- magn og vinnuafl er sett í verkefnið frá upphafi til loka.130,144 d) Ein- staklingur eða stofnun hefur vald til að þvinga fram samvinnu, því útrýming er ekki framkvæmanleg ef einhverjir aðilar leyfa tegundinni að viðgangast á svæðum sem þeir ráða yfir.130 e) Upplýsingar um veik- leika viðkomandi tegundar eru fyrir hendi.130 f) Verkefnisstjórar eru dríf- andi, bjartsýnir og þrautseigir, sér- staklega ef upp kemur tímabundið bakslag.130 g) Vöktunarkerfi, sem þarf að geta numið tilvist tegundar við mjög lítinn þéttleika, er sett á fót eftir útrýmingu.54,144,145 h) Al- menningur og ráðamenn eru vel- viljaðir verkefninu og hugsanlegur ágreiningur er leystur eftir fremsta megni.144 Þá byggjast margar ár- angursríkar aðgerðir á ósérhæfðum búnaði og miklu vinnuafli. Í slíkum verkefnum hafa m.a. fangar, sjálf- boðaliðar og skólabörn komið að verki.131 Þar sem flest lönd glíma við mik- inn fjölda framandi og ágengra teg- unda, þarf yfirleitt að forgangsraða aðgerðum gegn þeim. Sett hafa verið fram matskerfi til að auðvelda slíka ákvarðanatöku hvað varð- ar plöntur,111 sjávarlífverur146 og spendýr,110 en þau má auðveldlega yfirfæra á aðrar lífverur. Kerfin taka flest tillit til umhverfislegs og fjárhagslegs tjóns en sum einnig til þess á hvaða stigum stofnvaxtar og dreifingar tegundin er, hversu líkleg hún sé til að dreifa sér frek- ar og hversu erfitt sé að stemma stigu við henni. Þar sem hegðun tiltekinnar framandi tegundar á öðrum svæðum hefur hvað besta forspárgildið um hvort tegund verði ágeng12,14,37,107,108 hafa verið byggðir upp opnir, alþjóðlegir gagnagrunnar, t.d. GISD (www.invasivespecies.net), DAISIE (www.europe-aliens.org), og NOBANIS (www.nobanis.org), sem auðvelda fólki að bera saman bækur sínar. Þrátt fyrir þetta getur verið erfitt að ákveða hvaða tegundum skuli ráðast gegn, sérstaklega þar sem þær sýna ekki endilega sama útbreiðslumynstrið á milli svæða, auk þess sem vistfræðileg og fjár- hagsleg áhrif þurfa ekki endilega að fylgjast að.14,76 Mikilvægt getur verið að hafa þekkingu á náttúru- legu grunnástandi, bæði á upp- runasvæði ágengu tegundarinnar og þeim svæðum sem hún er að breiðast um, til að auðvelda ákvarð- anatöku um stjórn hennar.112 Í samfélagi okkar er viðhorfið „saklaus uns sekt er sönnuð“ nokkuð ráðandi. Framandi tegundir verður hins vegar að nálgast með varúðar- reglunni, þ.e. „sekar uns sakleysi er sannað“.147 Reglan var upphaflega sett fram í ráðherrayfirlýsingu ann- arrar alþjóðlegu ráðstefnunnar um verndun Norðursjávar árið 1987. Hún er nú hluti af mörgum alþjóð- legum verkefnum og samningum, svo sem Dagskrá 21, verklags- reglum Evrópusambandsins (EU Guidelines) og Samningnum um líffræðilega fjölbreytni.148 Varúðar- reglan felur m.a. í sér: a) Viðbrögð þótt vísindalega réttlætingu skorti. b) Náttúrunni er leyft að njóta vaf- ans og gert ráð fyrir fáfræði manna. c) Sanna þarf sakleysi, ekki sekt. d) Umhyggja er borin fyrir komandi kynslóðum.149 Öruggustu og ódýr- ustu viðbrögðin gegn ágengum teg- undum eru þau sem fyrirbyggja innflæði framandi tegunda og ekki ætti að leyfa innflutning neinnar teg- undar nema hún hafi farið í gegnum ítarlegt áhættumat.53,130,131,148,150 Lokaorð Varla er hægt að fjalla um framandi ágengar tegundir án þess að minn- ast á að maðurinn hefði sennilega aldrei náð eins mikilli útbreiðslu og raun ber vitni nema fyrir tilstilli þeirra dýra og plantna sem hann hefur flutt með sér í tímans rás. Ein- hver gæti því litið svo á að jákvæð áhrif framandi tegunda gætu vegið upp neikvæð áhrif þeirra tegunda sem verða ágengar. Hins vegar er sá fjöldi framandi tegunda sem mað- urinn hefur raunverulegt gagn af aðeins örlítill hluti framandi teg- unda.8 Auk þess er ljóst að mikil fólksfjölgun hefur valdið gríðarlegu álagi á vistkerfi jarðar og má því efast um að hún sé af hinu góða.151 Ef einungis er litið til fjölda tegunda á tilteknu svæði, getur innflutningur nýrrar tegundar í mörgum tilfellum aukið tegunda- fjölbreytni svæðisins17 og hefur það stundum valdið ákveðnum misskilningi hjá almenningi. Í því sambandi er mikilvægt að hugsa 80 1-2#loka.indd 22 7/19/10 9:51:25 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.