Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 19
19 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hryggdýra sem m.a. voru skordýra- ætur. Það hefur valdið breytingu í skordýrasamsetningu og skortur er nú á frjó- og fræberum (bæði hryggdýrum og hryggleysingjum), sem hefur haft áhrif á gróðursam- setningu. Slangan veldur auk þess tjóni á rafmagnskerfi eyjunnar, hús- og gæludýrum og getur verið hættuleg mönnum.14,70,78 Vatnagoði (5. mynd) þykir fal- legur og hefur verið vinsæl skraut- planta í tjörnum. Hann er upp- runninn í Suður-Ameríku en finnst nú í yfir 50 löndum í fimm heims- álfum og er talinn ein versta ágenga vatnaplantna heims. Hann getur tvöfaldað stofn sinn á 12 dögum og myndar þétta gróðurhulu á yfir- borði stöðuvatna. Þar með hindrar hann aðgang sólarljóss og súrefnis og getur þannig valdið marktækum breytingum á lífríki og fjölbreytni viðkomandi vatns. Nákvæmlega hver breytingin verður á hverjum stað fer eftir aðstæðum. Vatnagoði stíflar vatnsfarvegi og torveldar því veiði og siglingar.78,85 Pokarækja (6. mynd) var flutt inn í Flathead River-Lake vatnakerfið í Montana, Bandaríkjunum, um 1970 vegna tilraunar til að stækka stofn rauðlaxins (Oncorhynchus nerka), sem var vinsæl sportveiðitegund. Rækjan, sem átti að verða fæða fyrir laxinn, veitti vatnaflóm (cladocera) og krabbaflóm (copepoda) vatna- kerfisins harða samkeppni svo að stofnar þeirra hrundu á örfáum árum. Flærnar höfðu verið laxinum mikilvæg fæðulind og þar sem hann virtist ekki éta pokarækjuna hrundi laxastofninn um 1986. Laxinn hafði verið mikilvæg fæðuuppstretta fyrir marga fugla og spendýr og í kjölfar hrunsins sást staðbundin eða árstíðabundin fækkun skallaarna (Haeliaeetus leucocephalus) (úr nokkr- um hundruðum í 25) og einnig fækkaði í stofnum sjö annarra fugla- tegunda og fimm spendýrategunda. Svæðið hafði verið vinsæll ferða- mannastaður vegna auðugs dýra- lífs en ferðamönnum fækkaði úr 46.500 árið 1983 niður fyrir 1.000 árið 1989.77,86,87 Dæmin sem hér hafa verið nefnd eru einungis brot af þeim hundruðum dæmasbr. 78 sem hægt væri að taka, en sýna vel hvernig áhrifin geta virkað bæði upp á við (e. bottom-up) og niður á við (e. top- down) í fæðukeðjum og tengsla- samböndum lífvera. Meðal annars vegna þeirra vist- fræðilegu áhrifa sem framandi teg- undir geta haft, hvort sem þær verða ágengar eða ekki, getur tilvist þeirra einnig haft marg- víslegar þróunarfræðilegar afleið- ingar.13,17,18,64,67,88 Framandi tegund í tilteknu vistkerfi getur: a) Leitt til taps á erfðabreytileika vegna þess að einstaklingum fækkar eða tegundir eða stofnar deyja út. b) Sett nýja valkrafta á þær tegundir sem fyrir eru. Skýrt dæmi um þetta finnst í Ástralíu þar sem framandi körtutegund (Bufo marinus) virðist hafa valdið stækkun á gapstærð snáka sem éta froskana.89,90 c) Upp- lifað nýja valkrafta á sjálfa sig vegna samspils við tegundir og umhverfi sem hún hefur ekki kynnst áður og jafnframt losnað við aðra valkrafta sem á henni voru í upprunaleg- um heimkynnum. d) Orðið fyrir landnemaáhrifum91 við það að fáir einstaklingar úr upprunalega stofninum voru fluttir til nýrra heimkynna. Lítill erfðabreytileiki eða óvenjuleg samsetning gena- samsæta gæti þannig einkennt nýja stofninn í samanburði við hinn upprunalega. e) Valdið erfðaþreng- ingu (e. genetic bottleneck) í öðrum tegundum eða stofnum vegna tímabundinnar fækkunar í þeim. f) Myndað nýja stofna eða teg- undir með kynblöndun sem annars hefðu verið mjög ólíkleg, ýmist með öðrum stofni sömu tegundar sem fluttur hefur verið á sama stað, með annarri framandi teg- und, með upprunalegri tegund eða þá að tilvist hennar veldur kynblöndun tveggja upprunalegra tegunda. Marktæk breyting getur orðið á erfðum framandi tegundar á nýjum stað á nokkrum árum eða áratugum vegna aðlögunar92, en þúsundir eða milljónir ára tekur þó að mynda nýjar tegundir.93 Því er ljóst að heildartap á tegundum og erfðabreytileika vegna ágengra tegunda er meira en sú mögulega aukning sem gæti orðið.64 5. mynd. Vatnagoði (Eichhornia crassipes) þekur yfirborð þverár Salt Slough í Kaliforníu. – Water hyacinth (Eichhornia crassipes) covers the surface of a tributary of Salt Slough, California. Ljósm./Photos: Colin Wilson, GISD (vinstri/left) & Adam Morrillby, California Invasive Plant Council (hægri/right). 6. mynd. Pokarækja (Mysis relicta). – Opos- sum shrimp (Mysis relicta). Ljósm. fengin af Wikipedia / Photo from Wikipedia. 80 1-2#loka.indd 19 7/19/10 9:51:18 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.