Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 58
Náttúrufræðingurinn 58 Svifryksmengun um áramót í Reykjavík Þröstur Þorsteinsson, Þorsteinn Jóhannesson, Sigurður B. Finnsson og Anna Rósa Böðvarsdóttir Náttúrufræðingurinn 80 (1–2), bls. 58–64, 2010 Ritrýnd grein Inngangur Nánast hvert einasta heimili á Íslandi setur á svið stórbrotna flugeldasýn- ingu um hver áramót. Áramótin 2007/8 var til dæmis skotið upp flugeldum fyrir um 500 milljónir króna (10 milljónir USD). Það dugði fyrir um 1.200 tonnum af flug- eldum1 eða næstum 4 kg á hvern Íslending, en fólksfjöldi á landinu var 313.376 þann 1. janúar, 2008.2 Fyrir utan stórbrotna flugelda- sýningu, er þessi hefð athyglisverð fyrir það að samfara henni mæl- ast gríðarlegir mengunartoppar í svifryki (PM10). Tímasetningin er ávallt mjög áþekk, þar sem flestir horfa á áramótaskaup Sjónvarpsins (áhorf mælist reglulega um og yfir 90%3) og fara síðan út að skjóta um klukkan 23:30. Flugeldasýn- ingin nær hámarki um miðnætti ár hvert. Undanfarin ár hafa þó áhyggj- ur af mengum vegna flugeldanna farið vaxandi. Á stundum verður reykurinn svo þykkur að skyggni verður lítið sem ekkert, sér í lagi þegar veður er stillt. Styrkur svif- ryksmengunar verður þá að sama skapi mjög hár. Flugeldar eru notaðir við hátíð- arhöld víða um heim. Samanburður á hámarksgildum svifryksmengunar er þó erfiður þar sem mælistöðvar eru misjafnlega langt frá atburðum og mælingar eru framkvæmdar yfir misjafnlega löng tímabil. Á svoköll- uðum Diwali-degi á Indlandi mælist styrkur svifryksmengunar (PM10) í bænum Lucknow 753,3 µg/m3 (sólarhringsgildi) og 12 klst. gildið yfir hámark hátíðarhaldanna var 1.206,2 µg/m3, sem er fjórfalt meira en dæmigerð gildi á þessu svæði.4 Hámarksgildið á flugeldasýningu í Mílanó, Ítalíu, náði 33,6 µg/m3 (4 klst. meðaltal)5 og í Mainz, Þýskalandi, gáfu mælingar hámarksgildi svif- ryksmengunar ~600 µg/m3 (5 mín. meðaltal) vegna áramótaflugelda (e. sub-micron aerosol concentration).6 Svifryksmengun í Reykjavík um áramót mælist margfalt meiri en dæmi- gerð hámarksgildi yfir árið (~100 µg/m3, 30-mín gildi). Áramótin 2005/6 mældist styrkurinn til dæmis 2.374 µg/m3 (30-mín. gildi) við gatnamót Langholtsvegar og Skeiðarvogs. Sterkir vindar og úrkoma hafa veruleg áhrif til að draga úr styrk svifryksmengunar og breytingar á vindátt, jafn- vel í hægviðri, geta leitt til flókinna tímaraða. Enda þótt styrkurinn verði mjög hár eru þessir atburðir undantekningarlítið skammvinnir. 1. mynd. Flugeldar á Eiðsgranda. – Fireworks over Reykjavik during the New Year’s eve. Ljósm./Photo: Finnur Malmquist. 80 1-2#loka.indd 58 7/19/10 9:52:40 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.