Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 62
Náttúrufræðingurinn 62 Áramótin 2005/6 breyttist vind- áttin (5. mynd) hratt frá því rétt fyrir miðnætti til klukkan 04:00, og hafði það töluverð áhrif á mældan styrk svifryksmengunar. Vindáttin var suðaustlæg áramótin 2006/7 og breyttist ekki mikið frá klukkan 20:00 þann 31. desember til klukk- an 10:00 þann 1. janúar. Áramótin 2007/8 breyttist vindáttin lítillega eftir klukkan 02:00 þann 1. janúar, en vindhraðinn var það mikill yfir áramótin að sú breyting hafði lítil áhrif á mældan styrk svifryksmeng- unar. Styrkur svifryksmengunar (PM10) um áramót Mældur styrkur svifryksmengunar (PM10) um áramót er mun meiri en á öðrum tímum ársins, eins og sést vel á 6. mynd, sem sýnir styrk svifryks- mengunar frá miðjum desember til miðs janúar, þessi þrenn áramót frá 2005 til 2008. Áramótin 2007/8 hafði sterkur vindur veruleg áhrif á hámarkið, sem varð áþekkt „venju- legu“ toppgildi vegna umferðar. Mældur styrkur svifryksmeng- unar um áramótin 2005/6, 2006/7 og 2007/8 er sýndur á 7. mynd. Áramótin 2005/6 var hámarkið tvískipt, annað klukkan 00:30 og hitt klukkan 03:30, væntanlega vegna breytinga í vindátt. Fær- anlega mælistöðin (FAR) var stað- sett í íbúðahverfi, við Skeiðarárvog, áramótin 2005/6 (3. mynd) og þar mældist mesti styrkur svifryks- mengunar áramótin 2005/6 klukkan 1 eftir miðnætti, 2.374 µg/m3. Áramótin 2006/7 náði styrkur svif- ryksmengunar PM10 1.963 µg/m3 á GRE og 589 µg/m3 við FHG (30 mín. gildi); FAR var ekki við mælingar vegna bilunar í tæki sem mælir svifryk (PM10). Áramótin 2007/8 hafði sterkur vindur (5. mynd) mikil áhrif á styrk svifryksmengunar (7. mynd), þannig að styrkurinn var innan við 500 µg/ m3 við FAR og innan við 300 µg/m3 við GRE (mælitæki í FHG var bilað til 19. janúar 2008). Heilsuverndarmörk vegna svif- ryksmengunar (PM10) eru 50 µg/m3 á sólarhring.23 Sólarhringsgildin 1. janúar voru yfir mörkunum á öllum stöðvum áramótin 2005/6, við GRE 2006/7 (vantar gögn frá FHG og FAR vegna bilana) og rétt yfir mörk- unum við FAR 2007/8, sjá 2. töflu. Útreikningar og umræður Ferlar fyrir styrk svifryksmeng- unar PM10, sem fall af tíma, um áramótin 2005/6 og 2006/7 eru ólík- ir (7. mynd). Áramótin 2005/6 var hámarkið tvískipt, en 2006/7 (og raunar 2007/8) var eitt hámark. Þar sem vindhraði var mjög hægur og lítið breytilegur yfir áramótin bæði árin (5. mynd) og hin hefðbundna flugeldasýning nær hámarki klukk- an 23:30–00:30, og sá tími er nokkuð stöðugur í áranna rás, þá virðist aðeins breytingin í vindátt áramótin 2005/6 (5. mynd) vera líkleg skýring á þessum mun. Með gögnum um vindhraða og vindátt getum við reiknað út líklega ferla svifryksagnanna í loftinu, ef við gerum ráð fyrir að þær berist einfaldlega með vindinum. Hins vegar er töluverð óvissa í vind- stefnu og að vissu marki í vind- hraða, þar sem stöðvarnar (VÍ, GRE og FHG) sýna töluvert frábrugðin gildi (5. mynd) þrátt fyrir litla fjar- lægð milli þeirra. Á 8. mynd er sýndur reiknaður ferill agna þar sem notuð eru gögnin frá VÍ (tíglar), GRE (stjörnur) og FHG (hringir). Þegar ferill agna hefur verið reikn- aður út er hægt að átta sig á hvaðan svifryksagnir á gefnum tíma komu. Segjum til dæmis að ögn fari í loftið á miðnætti og mælist á mælistöð 20 21 22 23 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 0 100 200 300 400 500 Gamlárskvöld og Nýársdagur 2007/8 (klst) GRE FHG FAR P M 10 ( g/ m 3 ) µ 7. mynd. Svifryksmengun PM10 (µg/m3, 30 mín. gildi) um áramótin 2005/6, 2006/7 og 2007/8, mæld á GRE-, FHG- og FAR-stöðvunum í Reykjavík. – Measured PM10 pollution during New Year’s eve 2005/6–2007/8 at GRE, FHG and FAR. 20 21 22 23 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 0 500 1000 1500 2000 Gamlárskvöld og Nýársdagur 2006/7 (klst) GRE P M 10 ( g/ m 3 ) µ 20 21 22 23 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 0 500 1000 1500 2000 2500 Gamlárskvöld og Nýársdagur 2005/6 (klst) GRE FHG FAR P M 10 ( g/ m 3 ) µ 80 1-2#loka.indd 62 7/19/10 9:52:48 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.