Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn 6 Við breyttar aðstæður í þjóðfélag- inu haustið 2008 varð ljóst að enn einu sinni yrði bið á byggingu nátt- úruminjasafns. Sú bjartsýni sem ríkt hafði í þjóðfélaginu snerist á hvolf og nokkur svartsýni hefur laumað sér inn í alla umræðu. Ég geri mér ljóst að ekki verða gefin loforð um byggingu nýs safns á allra næstu árum en ég tel að það sé hægt að gera ansi margt fyrir nýtt og öflugt náttúruminjasafn á næstu árum án þess að það kosti mikla peninga. Ég leyfi mér að fullyrða að allir nátt- úrufræðingar eru með á þeim vagni sem stefnir að öflugu safni, og við þurfum að fá ráðamenn með okkur á þann vagn svo að stjórnmálamenn og aðrir þeir sem hafa með fjármál að gera og koma að ákvörðunum í málum sem þessu hafi skilning á mikilvægi málsins og séu tilbúnir til að setja safnið í forgang þannig að hafist verði handa þegar betur árar. Verum viðbúin þegar aðstæður í þjóðfélaginu batna og verða okkur hliðhollari þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir við nýtt nátt- úruminjasafn. Félagið og starfsemi þess – núverandi og söguleg Nú mætti ætla að þegar félagið gaf ríkinu náttúrugripasafnið, sem hafði verið hryggsúlan í starfseminni, myndi Hið íslenska náttúrufræði- félag e.t.v. lognast út af. Það gerðist sem betur fer ekki og á þeim rúmlega 60 árum sem liðin eru frá því safnið fór til ríkisins hefur félagið m.a. starfað að vísindamiðlun. Helsta markmið félagsins hefur alla tíð ver- ið að stuðla að öflun þekkingar um náttúru Íslands og að miðla henni til sem flestra. Þetta hefur félagið gert á ýmsan hátt fyrir utan að reka safnið fyrstu tæplega 60 árin, m.a. með fræðsluferðum, mánaðarlegum fræðslufundum yfir vetrartímann og með útgáfustarfsemi. Fræðslufundir félagsins, sem á árum áður voru kallaðir samkomur, hafa verið haldnir óslitið í 83 ár en fyrsta samkoman var haldin þann 29. desember 1923. Í nær tvo áratugi voru samkomurnar haldnar í Náttúrugripasafninu eða í Mennta- skólanum en í kringum 1940 fluttust erindin í 1. kennslustofu Háskóla Íslands og síðar í Lögberg og Öskju. Erindin höfðu því verið í húsakynn- um Háskóla Íslands í hátt í 70 ár þegar stjórn félagsins þáði boð um að halda þau í sal Menntaskólans við Sund sl. vetur vegna þess að félagið réð ekki við hátt leiguverð Háskólans. Það var með söknuði sem við fórum frá Háskólanum vegna langrar sögu þar, og enn erum við ekki úrkula vonar um að Háskólinn bjóði okkur aftur til sín. Félagið hefur gefið Náttúrufræð- inginn út frá árinu 1941. Þegar félagið keypti Náttúrufræðinginn hafði hann komið út í 10 ár en stofnendur og eigendur tímarits- ins voru Guðmundur G. Bárðarson jarðfræðingur og Árni Friðriksson fiskifræðingur. Frá því árið 1952 hefur Náttúrufræðingurinn verið félagsrit Hins íslenska náttúrufræði- félags og félagsmenn fengið ritið sent heim. Náttúrufræðingurinn hefur verið einn helsti vettvangur náttúrufræðinga til að koma nið- urstöðum rannsókna sinna á fram- færi innanlands. Sú vísindamiðlun sem Hið íslenska náttúrufræðifélag hefur staðið fyrir í öll þessi ár er möguleg vegna allra þeirra náttúrufræðinga og annarra sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum. Félagið er ein- staklega lánsamt að eiga svo marga velunnara, sem eru boðnir og búnir þegar leitað er til þeirra, og vil ég nota tækifærið til að þakka öllu því góða fólki sem hér er statt og hefur aðstoðað í gegnum árin. Við getum verið hreykin af sögu Hins íslenska náttúrufræðifélags en með starfsemi sinni í 120 ár hefur það sinnt fræðslu um náttúru Ís- lands auk þess sem tvær ríkisstofn- anir hafa orðið til á grunni þess safns sem félagið gaf ríkinu árið 1947. Þetta eru Náttúrufræðistofn- un Íslands og Náttúruminjasafn Íslands. Af þessu erum við stolt og viljum enn um ókomna tíð ýta undir og taka þátt í því að miðla þekkingu um náttúru Íslands og stuðla þannig að aukinni virðingu fólks fyrir náttúrunni. Um höfundinn Kristín Svavarsdóttir (f. 1959) hefur verið for- maður Hins íslenska náttúrufræðifélags frá 2002–2009. Hún lauk doktorsprófi í plöntuvist- fræði frá Lincoln-háskóla í Nýja-Sjálandi. Kristín er sérfræðingur í vistfræði hjá Landgræðslu ríkisins. 80 1-2#loka.indd 6 7/19/10 9:50:28 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.