Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 30
Náttúrufræðingurinn 30 Útbreiðsla Brimbútur finnst á köldum og kald- tempruðum svæðum í Norður-Atl- antshafi, frá Norður-Kanada suður að Þorskhöfða við austurströnd Bandaríkjanna og að austanverðu við Ísland, í Barentshafi, Skandi- navíu, Norðursjó og við norður- strönd Bretlandseyja. Hann hefur fundist allt frá fjöruborði og niður fyrir 200 m dýpi, sums staðar í miklum þéttleika. Brimbútur held- ur sig aðallega á grýttum botni eða klöppum, oft innan um þara, en stundum finnst hann á möl, sand- eða leirbotni.19,27 Við Ísland finnst brimbútur allt í kringum land en þó síst við Suðurströndina. Hann hef- ur aðallega veiðst á hörðum botni á 20–30 m dýpi en þó einnig á sand- og malarbotni og er útbreiðslan oftast blettótt. Þéttleiki brimbúts hefur verið mældur með sæbjúgnaplógi á nokkrum svæðum við landið. Í Faxaflóa voru könnuð þrjú afmörk- uð svæði þar sem fengust 0,1 til 0,5 kg á fermetra og í Aðalvík á Vest- fjörðum fengust 0,5 kg á fermetra að meðaltali (Guðrún G. Þórarins- dóttir, óbirt gögn). Veiðar og nýting Töluvert hefur veiðst af brimbút sem aukaafla við hörpudisksveið- ar í Norður-Atlantshafi og hefur honum yfirleitt verið skilað í sjóinn aftur þar sem talið er að dýrin drep- ist.28 Í Breiðafirði hefur brimbútur verið aukaafli við hörpudisksveiðar frá upphafi veiðanna29 en ekki verið nýttur. Hér á landi hófust tilraunaveiðar á brimbút með léttum plógi, að kanadískri fyrirmynd, árið 2003 (3. mynd). Í upphafi var sóknin lítil þar sem verið var að fóta sig á mörkuðum og í vinnslu og leita að veiðisvæðum. Sóknin jókst síðan ár frá ári og 2009 var landað rúmum 1.100 tonnum. Í upphafi veiðanna voru aðalveiðisvæðin í sunnanverð- um Breiðafirði, á hörðum botni á 30–40 m dýpi, en nú er einnig veitt á Vestfjörðum og í Faxaflóa á minna dýpi (4. mynd). Aflinn hefur verið mismikið unninn hérlendis en er allur seldur til Kína. Meðal- votþyngd brimbúts í afla í Kanada er 250–600 g en í Bandaríkjunum 175–450 og er þyngdin breytileg eftir veiðisvæðum.16,20 Við Ísland er meðalþyngd í afla 200–400 g (Guðrún G. Þórarinsdóttir, óbirt gögn). 3. mynd. Sæbjúgnaplógur af þeirri gerð sem notuð hefur verið við veiðarnar hér við land. – Sea cucumber dredge of the type used in Iceland. Ljósm./Photo: Guðrún G. Þórarinsdóttir. 4. mynd. Brimbútur á færibandi um borð í mb Hannesi Andréssyni, SH 737. – Sea cucumbers being stored onboard a fishing vessel. Ljósm./Photo: Guðrún G. Þórarinsdóttir. 80 1-2#loka.indd 30 7/19/10 9:51:43 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.