Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 30
Náttúrufræðingurinn
30
Útbreiðsla
Brimbútur finnst á köldum og kald-
tempruðum svæðum í Norður-Atl-
antshafi, frá Norður-Kanada suður
að Þorskhöfða við austurströnd
Bandaríkjanna og að austanverðu
við Ísland, í Barentshafi, Skandi-
navíu, Norðursjó og við norður-
strönd Bretlandseyja. Hann hefur
fundist allt frá fjöruborði og niður
fyrir 200 m dýpi, sums staðar í
miklum þéttleika. Brimbútur held-
ur sig aðallega á grýttum botni eða
klöppum, oft innan um þara, en
stundum finnst hann á möl, sand-
eða leirbotni.19,27 Við Ísland finnst
brimbútur allt í kringum land en þó
síst við Suðurströndina. Hann hef-
ur aðallega veiðst á hörðum botni á
20–30 m dýpi en þó einnig á sand-
og malarbotni og er útbreiðslan
oftast blettótt.
Þéttleiki brimbúts hefur verið
mældur með sæbjúgnaplógi á
nokkrum svæðum við landið. Í
Faxaflóa voru könnuð þrjú afmörk-
uð svæði þar sem fengust 0,1 til 0,5
kg á fermetra og í Aðalvík á Vest-
fjörðum fengust 0,5 kg á fermetra
að meðaltali (Guðrún G. Þórarins-
dóttir, óbirt gögn).
Veiðar og nýting
Töluvert hefur veiðst af brimbút
sem aukaafla við hörpudisksveið-
ar í Norður-Atlantshafi og hefur
honum yfirleitt verið skilað í sjóinn
aftur þar sem talið er að dýrin drep-
ist.28 Í Breiðafirði hefur brimbútur
verið aukaafli við hörpudisksveiðar
frá upphafi veiðanna29 en ekki verið
nýttur.
Hér á landi hófust tilraunaveiðar
á brimbút með léttum plógi, að
kanadískri fyrirmynd, árið 2003
(3. mynd). Í upphafi var sóknin
lítil þar sem verið var að fóta sig á
mörkuðum og í vinnslu og leita að
veiðisvæðum. Sóknin jókst síðan ár
frá ári og 2009 var landað rúmum
1.100 tonnum. Í upphafi veiðanna
voru aðalveiðisvæðin í sunnanverð-
um Breiðafirði, á hörðum botni
á 30–40 m dýpi, en nú er einnig
veitt á Vestfjörðum og í Faxaflóa á
minna dýpi (4. mynd). Aflinn hefur
verið mismikið unninn hérlendis
en er allur seldur til Kína. Meðal-
votþyngd brimbúts í afla í Kanada
er 250–600 g en í Bandaríkjunum
175–450 og er þyngdin breytileg eftir
veiðisvæðum.16,20 Við Ísland er
meðalþyngd í afla 200–400 g (Guðrún
G. Þórarinsdóttir, óbirt gögn).
3. mynd. Sæbjúgnaplógur af þeirri gerð sem notuð hefur verið við
veiðarnar hér við land. – Sea cucumber dredge of the type used in
Iceland. Ljósm./Photo: Guðrún G. Þórarinsdóttir.
4. mynd. Brimbútur á færibandi um borð í mb Hannesi Andréssyni,
SH 737. – Sea cucumbers being stored onboard a fishing vessel.
Ljósm./Photo: Guðrún G. Þórarinsdóttir.
80 1-2#loka.indd 30 7/19/10 9:51:43 AM