Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 43
43 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags aldanna rás myndast þykkt lag af kísilskeljum, svokallaður kísilgúr. Þykkt kísilgúrlaga getur hlaupið á nokkrum metrum, eins og þekkt er t.d. í Mývatni þar sem mælst hefur allt að 8,5 m þykkt setlag.26 Kísilgúr er til margra hluta nytsamlegur og hefur verið unninn úr setlögum gamalla vatnastæða víða um heim, einkanlega þó í Bandaríkjunum.27 Not af kísli tengjast aðallega fram- leiðslu á ýmiskonar vökvasíum, t.d. í sambandi við ölgerð og fram- leiðslu slípi- og fyllingarefna. Kís- ilgúr var unninn af botni Mývatns á tímabilinu 1967–2004 og var vinnsl- an allan tímann umdeild og oft hart deilt um áhrif hennar á lífríki vatnsins. Á íslensku kallast kísilgúr einnig kísilmold, barnamold og pétursmold og enn eldra heiti ku vera mánamjólk.28 Þar sem skeljar kísilþörunga geta varðveist í botnseti vatna í árþúsundir eru þeir kjörnir til þess að rannsaka fornsögu vatnanna og breytingar sem hafa orðið í vötnunum og nánasta umhverfi þeirra.19,25 Fáir lífveruhópar hafa verið notaðir eins mikið í þessu skyni og kísilþörungar. Það sem gerir kísilþörunga að hentugum líf- veruhópi í þessu sambandi er allt í senn að þeir varðveitast vel, eru teg- undaríkir, koma fyrir í miklu magni og, síðast en ekki síst, sú staðreynd að margar tegundir þrífast við til- tölulega afmörkuð lífsskilyrði. Þeir umhverfisþættir sem miklu ráða um vöxt kísilþörunga eru einkum hita- og sýrustig, selta og styrkur næring- arefna og kísilsýru (SiO2).19,25 Rannsóknir á Íslandi Rannsóknir á kísilþörungum í stöðu- vötnum hér á landi eru tiltölulega fáar og flestar fremur smáar í snið- um ef undan eru skildar rannsóknir í Mývatni og Þingvallavatni. Um upphaf og sögu þessara rannsókna má lesa í þörungatali Helga Hall- grímssonar28, en Helgi sjálfur hefur sinnt rannsóknum á kísilþörungum í töluverðum mæli. Ítarlegustu rannsóknirnar á kísil- þörungum hér á landi í seinni tíð hafa farið fram í Mývatni og Þing- vallavatni. Í bókinni Náttúra Mývatns, sem þeir ritstýrðu Arnþór Garðars- son og Árni Einarsson29, er góð lesning um náttúru vatnavistkerf- isins byggð á samantekt niðurstaðna úr fjölmörgum rannsóknum, þ. á m. rannsóknum á lifandi kísilþör- ungum á botni30 og í svifi.31,32 Einnig eru gerð skil rannsóknum á kísilþör- ungaskeljum í botnsetinu sem varpa ljósi á um 2.000 ára sögu vatnalífrík- isins.26,33,34 Lífríkissaga Reykjavíkur- tjarnar hefur einnig verið rakin langt aftur í aldir með greiningu kísilþörunga í botnseti.35 Um kísil- þörunga í Þingvallavatni má lesa í bókinni Þingvallavatn, undraheimur í mótun, sem þeir ritstýrðu Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson.36 Þau skrif byggjast á rannsóknum á svifi úti í vatnsbolnum37,38 en þó einkum á botnlægum kísilþörung- um á strandgrunni.39,40,41 Árið 2007 hófst vöktunarverkefni tengt líf- ríki og vatnsgæðum Þingvallavatns og er m.a. fylgst reglulega með kísilþörungaflórunni úti í vatns- bolnum.42 Af öðrum stöðuvötnum þar sem gerð hefur verið grein fyrir kísilþörungum er helst að geta at- hugana Hákonar Aðalsteinssonar í Lagarfljóti og Veiðivötnum.43,44 Í þörungatali Helga Hallgríms- sonar, sem kom út árið 2007, er bæði að finna samantekt á rannsóknum og skrá yfir nafngreinda vatna- og landþörunga á Íslandi.28 Samkvæmt þörungatali Helga hafa um 770 teg- undir kísilþörunga fundist á Íslandi, í fersku vatni og á landi, en þar af eru um 570 tegundir taldar góðar og gildar samkvæmt þeim flóruritum sem helst er miðað við í dag. Vatnaflokkun Arnþórs Flokkun Arnþórs Garðarssonar á íslenskum vatnakerfum byggðist fyrst og fremst á berggrunni og landslagi og skipti hann ferskum stöðuvötnum í fjóra meginflokka, þ.e. lindavötn, heiðavötn (sigvötn), dragavötn og dalavötn (fjallavötn).2 Við þetta bætast tveir flokkar, jökul- vötn og strandvötn. Lindavötnin eru yfirleitt á mó- bergssvæðum og er vatnið að mestu upprunnið í lindum, ríkt af stein- og næringarefnum, og vatnsborð og hitastig stöðugt. Lindavötnin eru margvísleg að stærð og dýpi, til þeirra heyra lífríkustu vötn landsins og er Mývatn eitt besta dæmið þar um. Heiðavötnin eru iðulega grunn, mest á blágrýtissvæðum, og gæt- ir sterkra dragavatnsáhrifa í þeim þar sem vatnsbúskapurinn er jafn- aður af mýrlendi. Heiðavötn geta oft verið býsna lífrík, einkanlega þar sem vatnasvið eru vel gróin og votlendi umfangsmikið. Dragavötn eru aðallega á blágrýtissvæðum, oft til fjalla á lítt grónum vatnasviðum og einkennast af rysjóttum vatnsbú- skap, sveiflum í hitastigi og snauðu efnainnihaldi. Dalavötn eru djúp og oft í stærri kantinum og iðulega á blágrýtissvæðum með vatnasvið til fjalla. Uppruni dalavatna getur verið af blönduðum toga linda- og draga- vatns og þau geta verið í meðallagi frjósöm. Jökulvötn eru svifaurskotin og jafnan líflítil en strandvötn eru seltuskotin og lífrík. Arnþór gerði ráð fyrir að lífríkustu vötnin væri að finna meðal linda- og heiðavatna í grynnri kantinum og rakti það aðallega til hagstæðari skil- yrða m.t.t. næringarefna og vatnshita, sem hann tengdi einkum gerð berg- grunns og umfangi gróðurþekju á vatnasviðunum. Arnþór gerði ekki greinarmun á straum- og stöðuvötn- um í flokkuninni og rökstuddi það með tilvísun í þáverandi þekkingar- stig og benti á að það kunni að orka tvímælis er fram í sækir.2 Efni og aðferðir Söfnun sýna Gögn um kísilþörunga og umhverf- isbreytur í þessari rannsókn eru fengin úr rannsóknaverkefninu Yfirlits- könnun á lífríki íslenskra vatna sem er samstarfsverkefni Líffræðistofnunar Háskólans, Hólaskóla, Veiðimálastofn- unar og Náttúrufræðistofu Kópavogs sem fer með verkstjórn.12,14,15,16 Yfir- litskönnunin hófst árið 1992 og stóð aðalgagnasöfnunin til ársins 1998 þegar rannsökuð höfðu verið 69 80 1-2#loka.indd 43 7/19/10 9:52:04 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.