Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 43
43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
aldanna rás myndast þykkt lag af
kísilskeljum, svokallaður kísilgúr.
Þykkt kísilgúrlaga getur hlaupið á
nokkrum metrum, eins og þekkt er
t.d. í Mývatni þar sem mælst hefur
allt að 8,5 m þykkt setlag.26 Kísilgúr
er til margra hluta nytsamlegur og
hefur verið unninn úr setlögum
gamalla vatnastæða víða um heim,
einkanlega þó í Bandaríkjunum.27
Not af kísli tengjast aðallega fram-
leiðslu á ýmiskonar vökvasíum, t.d.
í sambandi við ölgerð og fram-
leiðslu slípi- og fyllingarefna. Kís-
ilgúr var unninn af botni Mývatns á
tímabilinu 1967–2004 og var vinnsl-
an allan tímann umdeild og oft
hart deilt um áhrif hennar á lífríki
vatnsins. Á íslensku kallast kísilgúr
einnig kísilmold, barnamold og
pétursmold og enn eldra heiti ku
vera mánamjólk.28
Þar sem skeljar kísilþörunga
geta varðveist í botnseti vatna í
árþúsundir eru þeir kjörnir til þess
að rannsaka fornsögu vatnanna
og breytingar sem hafa orðið í
vötnunum og nánasta umhverfi
þeirra.19,25 Fáir lífveruhópar hafa
verið notaðir eins mikið í þessu
skyni og kísilþörungar. Það sem
gerir kísilþörunga að hentugum líf-
veruhópi í þessu sambandi er allt í
senn að þeir varðveitast vel, eru teg-
undaríkir, koma fyrir í miklu magni
og, síðast en ekki síst, sú staðreynd
að margar tegundir þrífast við til-
tölulega afmörkuð lífsskilyrði. Þeir
umhverfisþættir sem miklu ráða um
vöxt kísilþörunga eru einkum hita-
og sýrustig, selta og styrkur næring-
arefna og kísilsýru (SiO2).19,25
Rannsóknir á Íslandi
Rannsóknir á kísilþörungum í stöðu-
vötnum hér á landi eru tiltölulega
fáar og flestar fremur smáar í snið-
um ef undan eru skildar rannsóknir
í Mývatni og Þingvallavatni. Um
upphaf og sögu þessara rannsókna
má lesa í þörungatali Helga Hall-
grímssonar28, en Helgi sjálfur hefur
sinnt rannsóknum á kísilþörungum
í töluverðum mæli.
Ítarlegustu rannsóknirnar á kísil-
þörungum hér á landi í seinni tíð
hafa farið fram í Mývatni og Þing-
vallavatni. Í bókinni Náttúra Mývatns,
sem þeir ritstýrðu Arnþór Garðars-
son og Árni Einarsson29, er góð
lesning um náttúru vatnavistkerf-
isins byggð á samantekt niðurstaðna
úr fjölmörgum rannsóknum, þ. á
m. rannsóknum á lifandi kísilþör-
ungum á botni30 og í svifi.31,32 Einnig
eru gerð skil rannsóknum á kísilþör-
ungaskeljum í botnsetinu sem varpa
ljósi á um 2.000 ára sögu vatnalífrík-
isins.26,33,34 Lífríkissaga Reykjavíkur-
tjarnar hefur einnig verið rakin
langt aftur í aldir með greiningu
kísilþörunga í botnseti.35 Um kísil-
þörunga í Þingvallavatni má lesa í
bókinni Þingvallavatn, undraheimur
í mótun, sem þeir ritstýrðu Pétur
M. Jónasson og Páll Hersteinsson.36
Þau skrif byggjast á rannsóknum
á svifi úti í vatnsbolnum37,38 en þó
einkum á botnlægum kísilþörung-
um á strandgrunni.39,40,41 Árið 2007
hófst vöktunarverkefni tengt líf-
ríki og vatnsgæðum Þingvallavatns
og er m.a. fylgst reglulega með
kísilþörungaflórunni úti í vatns-
bolnum.42 Af öðrum stöðuvötnum
þar sem gerð hefur verið grein fyrir
kísilþörungum er helst að geta at-
hugana Hákonar Aðalsteinssonar í
Lagarfljóti og Veiðivötnum.43,44
Í þörungatali Helga Hallgríms-
sonar, sem kom út árið 2007, er bæði
að finna samantekt á rannsóknum
og skrá yfir nafngreinda vatna- og
landþörunga á Íslandi.28 Samkvæmt
þörungatali Helga hafa um 770 teg-
undir kísilþörunga fundist á Íslandi,
í fersku vatni og á landi, en þar af
eru um 570 tegundir taldar góðar og
gildar samkvæmt þeim flóruritum
sem helst er miðað við í dag.
Vatnaflokkun Arnþórs
Flokkun Arnþórs Garðarssonar á
íslenskum vatnakerfum byggðist
fyrst og fremst á berggrunni og
landslagi og skipti hann ferskum
stöðuvötnum í fjóra meginflokka,
þ.e. lindavötn, heiðavötn (sigvötn),
dragavötn og dalavötn (fjallavötn).2
Við þetta bætast tveir flokkar, jökul-
vötn og strandvötn.
Lindavötnin eru yfirleitt á mó-
bergssvæðum og er vatnið að mestu
upprunnið í lindum, ríkt af stein- og
næringarefnum, og vatnsborð og
hitastig stöðugt. Lindavötnin eru
margvísleg að stærð og dýpi, til
þeirra heyra lífríkustu vötn landsins
og er Mývatn eitt besta dæmið þar
um. Heiðavötnin eru iðulega grunn,
mest á blágrýtissvæðum, og gæt-
ir sterkra dragavatnsáhrifa í þeim
þar sem vatnsbúskapurinn er jafn-
aður af mýrlendi. Heiðavötn geta
oft verið býsna lífrík, einkanlega
þar sem vatnasvið eru vel gróin og
votlendi umfangsmikið. Dragavötn
eru aðallega á blágrýtissvæðum, oft
til fjalla á lítt grónum vatnasviðum
og einkennast af rysjóttum vatnsbú-
skap, sveiflum í hitastigi og snauðu
efnainnihaldi. Dalavötn eru djúp og
oft í stærri kantinum og iðulega á
blágrýtissvæðum með vatnasvið til
fjalla. Uppruni dalavatna getur verið
af blönduðum toga linda- og draga-
vatns og þau geta verið í meðallagi
frjósöm. Jökulvötn eru svifaurskotin
og jafnan líflítil en strandvötn eru
seltuskotin og lífrík.
Arnþór gerði ráð fyrir að lífríkustu
vötnin væri að finna meðal linda- og
heiðavatna í grynnri kantinum og
rakti það aðallega til hagstæðari skil-
yrða m.t.t. næringarefna og vatnshita,
sem hann tengdi einkum gerð berg-
grunns og umfangi gróðurþekju á
vatnasviðunum. Arnþór gerði ekki
greinarmun á straum- og stöðuvötn-
um í flokkuninni og rökstuddi það
með tilvísun í þáverandi þekkingar-
stig og benti á að það kunni að orka
tvímælis er fram í sækir.2
Efni og aðferðir
Söfnun sýna
Gögn um kísilþörunga og umhverf-
isbreytur í þessari rannsókn eru
fengin úr rannsóknaverkefninu Yfirlits-
könnun á lífríki íslenskra vatna sem er
samstarfsverkefni Líffræðistofnunar
Háskólans, Hólaskóla, Veiðimálastofn-
unar og Náttúrufræðistofu Kópavogs
sem fer með verkstjórn.12,14,15,16 Yfir-
litskönnunin hófst árið 1992 og stóð
aðalgagnasöfnunin til ársins 1998
þegar rannsökuð höfðu verið 69
80 1-2#loka.indd 43 7/19/10 9:52:04 AM