Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 9
9 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags landi, af hverju og í hvaða tilgangi. Náttúruminjasafn Íslands getur í dag beitt sér fyrir því að svo verði gert, svo sem í samstarfi við fjöl- marga opinbera aðila á vegum ríkis og sveitarfélaga. Náttúruminjasafn- ið getur beitt sér fyrir því að benda okkur sérstaklega á forgengileika kenninga og þekkingar um náttúruna – og erum við þar með komin með að minnsta kosti eitt atriði sem greinir stofnunina frá öðrum vísindastofn- unum á sviði náttúruvísinda. Þetta er mjög mikilvægt atriði og helst í hendur við þá þróun sem orðið hefur erlendis hjá sambærilegum stofnunum. Þó svo að það hafi fjar- að að einhverju leyti undan kenni- valdi vísinda og vísindamanna á undanförnum áratugum, þá hefur vísindahyggjan sjaldan verið meiri. Vísindin eru enn talin efla alla dáð og ekki síst meðal vísindamanna sjálfra. Fjölmörg náttúruminjasöfn víða um heim hafa hins vegar á undanförnum þrem áratugum farið þá leið að efast um gildi hreinnar vísindahyggju og nálgast hlutverk sín af meiri gagnrýni en áður. Söfnin hafa þar með horf- ið frá því að gera flokkunarfræði (taxonomy) að meginviðfangsefni vísindalegs starf innan safnsins og einblínt á vistfræði- og umhverf- isrannsóknir sem meginmarkmið. Þessari áherslubreytingu hefur síð- an verið miðlað á sýningum og í fræðslustarfi safnanna sem lið í því að vekja fólk til umhugsunar og umræðna (Weil 1997). Ég vil sjá Náttúruminjasafn Ís- lands sem hefur tekið alvarlega þá breytingu sem orðið hefur á sambandi opinberra stofnana á borð við söfn og almennings í landinu. Þetta er þróun sem hefur átt sér stað erlendis og nú einnig hér á landi. Söfn eru ekki lengur sömu stofn- anirnar og þær voru fyrir fimm- tíu árum, þar sem litið var á þau sem virki vísindalegrar starfsemi og miðlara hlutlausrar þekkingar. Söfn eru í ríkara mæli farin að taka sér stöðu sem vettvangur þar sem ólíkar skoðanir heyrast og þar sem ólík sjónarmið mætast. Það er með öðrum orðum ekki lengur talið sjálf- gefið að náttúruminjasöfn horfi á hlutverk sitt fyrst og fremst út frá sjónarmiðum vísindamanna á sviði náttúruvísinda, heldur taki mið af því að það sem við köllum náttúru er margbreytilegt viðfangsefni, þar á meðal félagslegt, menningarlegt, andlegt, trúarlegt og fagurfræðilegt, og að náttúran hefur gildi til með- ferðar og afþreyingar og þannig mætti lengi telja. Náttúruminjasöfn hafa mætt þeim viðhorfsbreytingum sem orðið hafa meðal almennings, í menntakerfinu og hjá stjórnvöldum gagnvart málefnum náttúrunnar og gert sér far um að spegla þessar breytingar í safnastarfi sínu, svo sem söfnun, rannsóknum og miðlun. Ég vil sjá Náttúruminjasafn Ís- lands sem spyr krefjandi spurninga en hefur jafnframt svör á reiðum höndum um það hvað hefur verið að gerast og er að gerast í málefnum náttúruminjasafna á landsvísu – en á undanförnum áratugum hafa verið að byggjast upp söfn, setur og sýn- ingar á sviði náttúrufræða án þátt- töku þess miðstýringarvalds sem Náttúruminjasafni Íslands er fært í lögum. Náttúruminjasafn Íslands verður að rækta samband sitt við stofnanir sem eru nátengdar starf- semi þess og spyrja hvernig hægt sé að efla starfsemi þeirra, hvort hægt sé að gera betur og um leið hvert eigi að vera hlutverk Náttúruminjasafns Íslands í þeirri flóru allri. Náttúru- minjasafn Íslands á að spyrja sig að því hvar skórinn kreppir í málefnum Hvaða skoðun hefur Náttúruminjasafn Íslands á þeim hugmyndum sem komið nýverið hafa komið fram á borð við Heimur norðurhafa, þar sem lagt er til að byggt sé safn og rannsóknamiðstöð á Akureyri um lífríki og menningu Norðurhafa? Heimur Norðurhafa Arctic Ocean World Hugmyndir áhugahóps um byggingu safns og rannsóknamiðstöðvar á Akureyri um lífríki og menningu Norðurhafa Heimur Norðurhafa - Arctic Ocean World U M F A N G O G S T A Ð S E T N I N G „Heimur Norðurhafa” er hugmynd að safni og sýningu á heimsmælikvarða. Hægt er að byggja safnið upp í áföngum en mikilvægt er að velja safninu þá staðsetningu að það hafi vaxtarrými. Fyrsti áfangi safnsins þarf hins vegar að vera af þeirri stærðargráðu að veki mikla athygli og áhuga, bæði hér á landi og erlendis. Æskilegt er að safninu verði valinn sá staður á Akureyri þar sem aðgengi er gott. Staðsetning í göngufæri frá miðbænum hefur mikla kosti hvað varðar ferðamenn en fyrst og fremst þarf svæðið að bjóða þá kosti sem safnið þarfnast. Frumhugmyndir gera ráð fyrir að svæði safnsins þurfi að vera 3-5000 fermetrar að stærð og byggist sú viðmiðun á skoðun hliðstæðra safna erlendis. Nákvæmt kostnaðarmat hefur ekki farið fram en gert er ráð fyrir að stofnkostnaður geti orðið um 2 milljarðar króna. 80 1-2#loka.indd 9 7/19/10 9:50:31 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.