Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 18
Náttúrufræðingurinn
18
dreifingargetu tegundarinnar sem
og umsvif manna, t.d. hversu mik-
ið og hvernig tegundinni er dreift,
geta haft mikið að segja um hraða
og gerð útbreiðsluaukningarinnar,
m.a. hvort hún verði samfelld eða í
stökkum (2. mynd).23,49
Mettunarfasi. Síðasta skeiðið ein-
kennist af einhvers konar „mettun“
þar sem tegundin hefur náð há-
marksþéttleika og -útbreiðslu miðað
við óbreyttar umhverfisaðstæður.14
Ágengar tegundir eiga það sam-
eiginlegt að mjög erfitt eða ómögu-
legt getur verið að uppræta þær
þegar þær á annað borð eru orðnar
algengar. Þess vegna er ákaflega
mikilvægt að grípa til aðgerða til
að hefta útbreiðslu þeirra áður
en þær verða útbreiddar, þ.e. að
reyna útrýmingu eða takmörkun út-
breiðslu á fyrstu stigum landnáms.
Fyrirbyggjandi eða snemmbúnar
aðgerðir gegn ágengum tegundum
spara þannig umtalsverðar fjár-
hæðir sem ella færu í stórtækari
aðgerðir á seinni stigum. Snemm-
búnar aðgerðir eru enn fremur mun
líklegri til árangurs.52,53,54
Afleiðingar
Vistfræðileg áhrif ágengrar tegund-
ar fara eftir víxlverkun hennar við
þær tegundir og aðstæður sem
fyrir eru. Þau geta verið margvísleg
og valdið breytingum á öllum stig-
um lífkerfa. Þannig getur tiltekin
ágeng tegund a) orsakað rýrnun
líffræðilegrar fjölbreytni, hvort sem
litið er til erfða, stofna eða tegunda,
með staðbundnum eða algjörum
útdauða einnar eða fleiri tegunda
eða stofna, eða fækkun einstaklinga
í þeim,55 b) valdið uppstokkun í
erfðasamsetningu56 eða tegunda-
samsetningu57 eða c) breytt undir-
stöðuþáttum vistkerfis þannig að
allt annað vistkerfi komi í stað
þess sem fyrir var.58 Framangreint
getur gerst vegna áhrifa á efna- eða
vatnsbúskap jarðvegs, truflunar á
næringarflæði í fæðukeðjum, afráns,
samkeppni, truflunar á samhjálpar-
ferlum, sjúkdómsáhrifa, kynblönd-
unar eða óbeinna áhrifa einhverra
þessara þátta.58–68
Manngert umhverfi getur einn-
ig orðið fyrir neikvæðum áhrifum
ágengrar tegundar, t.d. vegna tjóns
á nytjategundum10 eða mannvirkj-
um,69,70 auk þess sem ágeng tegund
getur í sumum tilvikum haft heilsu-
spillandi áhrif á menn.71,72
Framangreindir þættir geta vald-
ið gríðarlegu fjárhagstjóni, ýmist
beint eða óbeint vegna aðgerða
sem grípa þarf til.73–76 Mörg dæmi
eru um samfélög fólks sem misst
hafa lífsviðurværi sitt vegna tjóns
af völdum ágengra tegunda.10,75,77,78
Áætlað hefur verið að árlegt fjárhags-
legt tjón vegna ágengra framandi
tegunda í völdum löndum nemi
a.m.k. um 5% af vergri heimsfram-
leiðslu.75 Til samanburðar lögðu
ríki OECD að jafnaði um 5,7% af
vergri landsframleiðslu til mennta-
mála árið 2006, Ísland þeirra mest,
8,0%.79 Ljóst er að raunverulegt
fjárhagslegt tjón vegna ágengra
framandi tegunda er mun meira ef
tekið er tillit til þeirra landa og áhrifa
sem enn hafa ekki verið metin,
þar með talið truflana á þjónustu
vistkerfa.1,8,55,80
Áhrif nílarborra (Lates niloticous) í
Viktoríuvatni, brúns trjásnáks (Boiga
irregularis) á eyjunni Guam, vatna-
goða (einnig nefndur vatnahýas-
inta, Eichhornia crassipes) um allan
heim og pokarækju (Mysis relicta) í
Montana eru dæmi um ófyrirsjáan-
legar afleiðingar ágengra tegunda.
Nílarborra (3. mynd) var upp-
haflega sleppt í Viktoríuvatn, Afríku,
árið 1954 í tilraun til að vega upp á
móti mikilli fækkun í fiskistofnum
vatnsins vegna ofveiði. Síðan þá
hefur hann átt þátt í útdauða meira
en 200 einlendra (e. endemic) fiskiteg-
unda í vatninu vegna afráns og sam-
keppni. Vegna þess hve hold hans
er feitt jókst notkun eldiviðar til að
þurrka fiskinn, sem aftur leiddi til
skógeyðingar í kringum vatnið með
tilheyrandi jarðvegsrofi. Vegna jarð-
vegsrofsins flæddu næringarefni úr
jarðvegi í auknum mæli út í vatnið
og leiddu til ofauðgunar þess. Í
kjölfarið réðust ágengar þörunga-
og plöntutegundir, m.a. vatnagoði,
inn í vatnið og ollu útdauða fleiri
fisktegunda.78,81,82,83,84
Brúnn trjásnákur (4. mynd) barst
til Guam í vestanverðu Kyrrahafi
fyrir slysni, sennilega með herflug-
vél í kringum 1950. Tveim áratug-
um síðar hafði hann dreifst um alla
eyjuna. Hann hefur valdið útrým-
ingu 13 af 22 upprunalegum fugla-
tegundum og gríðarlegri fækkun
í nær öllum öðrum fuglastofnum
eyjunnar og auk þess útrýmt nokkr-
um tegundum leðurblakna og eðla.
Eyjan hefur þannig misst fjölda
3. mynd. Nílarborri (Lates niloticous) úr Viktoríuvatni í Afríku.
– The Nile Perch (Lates niloticous) in Lake Victoria, Africa.
Ljósm./Photo: Jens Bursell, GISD.
4. mynd. Ungur, brúnn trjásnákur (Boiga irregularis) á Guam. – A
young brown tree snake (Boiga irregularis) in Guam. Ljósm./Photo:
Gordon H. Rodda, U.S. Fish and Wildlife Service.
80 1-2#loka.indd 18 7/19/10 9:51:11 AM