Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 31
31 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Brimbútur heldur sig aðallega á hörðum botni, uppi á steinum en einnig í sandi á milli steina og kletta og er í mörgum tilfellum óveiðanlegur vegna staðsetningar sinnar. Það dregur líklega úr hættu á svæðisbundinni útrýmingu eins og átt hefur sér stað með aðrar sæbjúgnategundir víða erlendis.30 Einnig halda ung dýr sig á grynnra vatni en þau eldri og brimbútar finn- ast allt niður fyrir 300 m dýpi, miklu dýpra en veitt er.19,22 Óvissuþáttur er þó að ekki er vitað um þéttleika dýranna á þeim svæðum þar sem ógerlegt er að veiða. Vegna lítils hreyfanleika, lít- ils vaxtarhraða, seins kynþroska, nýliðunar sem háð er þéttleika og blettóttrar dreifingar er brimbút- ur viðkvæmur fyrir ofveiði. Víða í heiminum hafa sæbjúgu verið ofveidd og margir stofnar þeirra eru í hættu. Vel skipulagðar sjálf- bærar veiðar hafa þó verið stund- aðar í Alaska, Washingtonríki og Kaliforníu, en í þessum tilfellum er um að ræða aðrar tegundir sem eru verðmætari en brimbútur og veiðarnar því arðbærar þrátt fyrir takmarkaðan afla.3 Lokaorð Ásókn í veiðar á brimbút við Ísland hefur aukist til muna á síðustu árum og allt bendir til þess að svo verði áfram. Þegar nýting nýrrar tegundar hefst, vegna skyndilegrar opnunar markaða, eru því miður í flestum tilfellum litlar sem engar líffræðilegar upplýsingar til um tegundina, magn eða útbreiðslu. Mikilvægt er því að afla upplýsinga um líffræði íslensku fánunnar óháð nýtingu. Hafrannsóknastofnunin hefur kannað útbreiðslu og hlut- fallslegt magn brimbúts á örfáum svæðum við landið. Hafa þessar rannsóknir gefið vísbendingar um að tegundin sé hér í veiðanlegu magni. Engar líffræðilegar rann- sóknir hafa hins vegar enn verið gerðar á brimbút við Ísland. Góð þekking á útbreiðslu brimbúts, stofnstærð, nýliðun, vaxtarhraða, aldri og stærð hans við kynþroska, sem og veiðihæfni sæbjúgnaplóga, er nauðsynleg forsenda fyrir skyn- samlegri nýtingu sæbjúgans hér við land. Summary The sea cucumber (Cucumaria frondosa) off the coast of Iceland Sea cucumbers have been harvested for human consumption in Asia for more than a millennium, but the fisheries have been badly managed and poorly docu- mented and thus overfished in many ar- eas. Recently, in response to increased market demand and decreased supply of sea cucumbers due to depletion of tradi- tional resources, the exploitation of sea cucumbers has spread to new regions and a number of new species are now harvest- ed. One of those species is Cucumaria frondosa, fished in the North-Atlantic. The fishery of C. frondosa developed on the east coast of U.S.A. and Canada during the 1990s and has expanded since then. In Iceland this fishery started experi- mentally in 2003 and has since increased. Like many previously non-exploited resources for which markets emerge sud- denly, there is practically no information on population structure or the biology of sea cucumbers in Icelandic waters. The size of the population, growth pattern, size at sexual maturity, recruitment and the rate at which populations are being exploited are all necessary information, for rational management of the stocks. 80 1-2#loka.indd 31 7/19/10 9:51:43 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.