Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 62

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 62
Náttúrufræðingurinn 62 Áramótin 2005/6 breyttist vind- áttin (5. mynd) hratt frá því rétt fyrir miðnætti til klukkan 04:00, og hafði það töluverð áhrif á mældan styrk svifryksmengunar. Vindáttin var suðaustlæg áramótin 2006/7 og breyttist ekki mikið frá klukkan 20:00 þann 31. desember til klukk- an 10:00 þann 1. janúar. Áramótin 2007/8 breyttist vindáttin lítillega eftir klukkan 02:00 þann 1. janúar, en vindhraðinn var það mikill yfir áramótin að sú breyting hafði lítil áhrif á mældan styrk svifryksmeng- unar. Styrkur svifryksmengunar (PM10) um áramót Mældur styrkur svifryksmengunar (PM10) um áramót er mun meiri en á öðrum tímum ársins, eins og sést vel á 6. mynd, sem sýnir styrk svifryks- mengunar frá miðjum desember til miðs janúar, þessi þrenn áramót frá 2005 til 2008. Áramótin 2007/8 hafði sterkur vindur veruleg áhrif á hámarkið, sem varð áþekkt „venju- legu“ toppgildi vegna umferðar. Mældur styrkur svifryksmeng- unar um áramótin 2005/6, 2006/7 og 2007/8 er sýndur á 7. mynd. Áramótin 2005/6 var hámarkið tvískipt, annað klukkan 00:30 og hitt klukkan 03:30, væntanlega vegna breytinga í vindátt. Fær- anlega mælistöðin (FAR) var stað- sett í íbúðahverfi, við Skeiðarárvog, áramótin 2005/6 (3. mynd) og þar mældist mesti styrkur svifryks- mengunar áramótin 2005/6 klukkan 1 eftir miðnætti, 2.374 µg/m3. Áramótin 2006/7 náði styrkur svif- ryksmengunar PM10 1.963 µg/m3 á GRE og 589 µg/m3 við FHG (30 mín. gildi); FAR var ekki við mælingar vegna bilunar í tæki sem mælir svifryk (PM10). Áramótin 2007/8 hafði sterkur vindur (5. mynd) mikil áhrif á styrk svifryksmengunar (7. mynd), þannig að styrkurinn var innan við 500 µg/ m3 við FAR og innan við 300 µg/m3 við GRE (mælitæki í FHG var bilað til 19. janúar 2008). Heilsuverndarmörk vegna svif- ryksmengunar (PM10) eru 50 µg/m3 á sólarhring.23 Sólarhringsgildin 1. janúar voru yfir mörkunum á öllum stöðvum áramótin 2005/6, við GRE 2006/7 (vantar gögn frá FHG og FAR vegna bilana) og rétt yfir mörk- unum við FAR 2007/8, sjá 2. töflu. Útreikningar og umræður Ferlar fyrir styrk svifryksmeng- unar PM10, sem fall af tíma, um áramótin 2005/6 og 2006/7 eru ólík- ir (7. mynd). Áramótin 2005/6 var hámarkið tvískipt, en 2006/7 (og raunar 2007/8) var eitt hámark. Þar sem vindhraði var mjög hægur og lítið breytilegur yfir áramótin bæði árin (5. mynd) og hin hefðbundna flugeldasýning nær hámarki klukk- an 23:30–00:30, og sá tími er nokkuð stöðugur í áranna rás, þá virðist aðeins breytingin í vindátt áramótin 2005/6 (5. mynd) vera líkleg skýring á þessum mun. Með gögnum um vindhraða og vindátt getum við reiknað út líklega ferla svifryksagnanna í loftinu, ef við gerum ráð fyrir að þær berist einfaldlega með vindinum. Hins vegar er töluverð óvissa í vind- stefnu og að vissu marki í vind- hraða, þar sem stöðvarnar (VÍ, GRE og FHG) sýna töluvert frábrugðin gildi (5. mynd) þrátt fyrir litla fjar- lægð milli þeirra. Á 8. mynd er sýndur reiknaður ferill agna þar sem notuð eru gögnin frá VÍ (tíglar), GRE (stjörnur) og FHG (hringir). Þegar ferill agna hefur verið reikn- aður út er hægt að átta sig á hvaðan svifryksagnir á gefnum tíma komu. Segjum til dæmis að ögn fari í loftið á miðnætti og mælist á mælistöð 20 21 22 23 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 0 100 200 300 400 500 Gamlárskvöld og Nýársdagur 2007/8 (klst) GRE FHG FAR P M 10 ( g/ m 3 ) µ 7. mynd. Svifryksmengun PM10 (µg/m3, 30 mín. gildi) um áramótin 2005/6, 2006/7 og 2007/8, mæld á GRE-, FHG- og FAR-stöðvunum í Reykjavík. – Measured PM10 pollution during New Year’s eve 2005/6–2007/8 at GRE, FHG and FAR. 20 21 22 23 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 0 500 1000 1500 2000 Gamlárskvöld og Nýársdagur 2006/7 (klst) GRE P M 10 ( g/ m 3 ) µ 20 21 22 23 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 0 500 1000 1500 2000 2500 Gamlárskvöld og Nýársdagur 2005/6 (klst) GRE FHG FAR P M 10 ( g/ m 3 ) µ 80 1-2#loka.indd 62 7/19/10 9:52:48 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.