Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 58
Náttúrufræðingurinn
58
Svifryksmengun um
áramót í Reykjavík
Þröstur Þorsteinsson, Þorsteinn Jóhannesson,
Sigurður B. Finnsson og Anna Rósa Böðvarsdóttir
Náttúrufræðingurinn 80 (1–2), bls. 58–64, 2010
Ritrýnd grein
Inngangur
Nánast hvert einasta heimili á Íslandi
setur á svið stórbrotna flugeldasýn-
ingu um hver áramót. Áramótin
2007/8 var til dæmis skotið upp
flugeldum fyrir um 500 milljónir
króna (10 milljónir USD). Það dugði
fyrir um 1.200 tonnum af flug-
eldum1 eða næstum 4 kg á hvern
Íslending, en fólksfjöldi á landinu var
313.376 þann 1. janúar, 2008.2
Fyrir utan stórbrotna flugelda-
sýningu, er þessi hefð athyglisverð
fyrir það að samfara henni mæl-
ast gríðarlegir mengunartoppar í
svifryki (PM10). Tímasetningin er
ávallt mjög áþekk, þar sem flestir
horfa á áramótaskaup Sjónvarpsins
(áhorf mælist reglulega um og yfir
90%3) og fara síðan út að skjóta
um klukkan 23:30. Flugeldasýn-
ingin nær hámarki um miðnætti
ár hvert.
Undanfarin ár hafa þó áhyggj-
ur af mengum vegna flugeldanna
farið vaxandi. Á stundum verður
reykurinn svo þykkur að skyggni
verður lítið sem ekkert, sér í lagi
þegar veður er stillt. Styrkur svif-
ryksmengunar verður þá að sama
skapi mjög hár.
Flugeldar eru notaðir við hátíð-
arhöld víða um heim. Samanburður á
hámarksgildum svifryksmengunar
er þó erfiður þar sem mælistöðvar
eru misjafnlega langt frá atburðum
og mælingar eru framkvæmdar yfir
misjafnlega löng tímabil. Á svoköll-
uðum Diwali-degi á Indlandi mælist
styrkur svifryksmengunar (PM10)
í bænum Lucknow 753,3 µg/m3
(sólarhringsgildi) og 12 klst. gildið
yfir hámark hátíðarhaldanna var
1.206,2 µg/m3, sem er fjórfalt meira
en dæmigerð gildi á þessu svæði.4
Hámarksgildið á flugeldasýningu í
Mílanó, Ítalíu, náði 33,6 µg/m3 (4 klst.
meðaltal)5 og í Mainz, Þýskalandi,
gáfu mælingar hámarksgildi svif-
ryksmengunar ~600 µg/m3 (5 mín.
meðaltal) vegna áramótaflugelda (e.
sub-micron aerosol concentration).6
Svifryksmengun í Reykjavík um áramót mælist margfalt meiri en dæmi-
gerð hámarksgildi yfir árið (~100 µg/m3, 30-mín gildi). Áramótin 2005/6
mældist styrkurinn til dæmis 2.374 µg/m3 (30-mín. gildi) við gatnamót
Langholtsvegar og Skeiðarvogs. Sterkir vindar og úrkoma hafa veruleg
áhrif til að draga úr styrk svifryksmengunar og breytingar á vindátt, jafn-
vel í hægviðri, geta leitt til flókinna tímaraða. Enda þótt styrkurinn verði
mjög hár eru þessir atburðir undantekningarlítið skammvinnir.
1. mynd. Flugeldar á Eiðsgranda. – Fireworks over Reykjavik during the New Year’s eve. Ljósm./Photo: Finnur Malmquist.
80 1-2#loka.indd 58 7/19/10 9:52:40 AM